Meistarar Manchester City mæta laskaðir til leiks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. ágúst 2021 11:30 Phil Foden (til hægri) verður frá næsta mánuðinn. Þá er ólíklegt að Kyle Walker verði klár í slaginn er enska úrvalsdeildin fer af stað. EPA-EFE/FRIEDEMANN VOGEL Phil Foden verður frá í mánuð vegna meiðslanna sem héldu honum á hliðarlínunni er England tapaði fyrir Ítalíu í úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu í síðasta mánuði. Manchester City mætir með laskað til leiks er enska úrvalsdeildin fer af stað um næstu helgi. Englandsmeistararnir hófu tímabilið á tapi er liðið mætti Leicester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn. Það fer þó reyndar eftir því hvort fólk horfi á téðan leik sem mótsleik eða vináttuleik. Þar sem EM var loks spilað í sumar var ljóst að Pep Guardiola gæti ekki valið alla þá leikmenn sem hann vildi í upphafi móts þar sem sumir þeirra eru fyrst núna að snúa til baka eftir sumarfrí. Foden er þar á meðal en einnig voru Kyle Walker, John Stones, Edersen og Gabriel Jesus að skila sér til baka eftir þátttöku á EM og í Suður-Ameríkubikarnum. Nú er ljóst að Foden mun ekki geta tekið þátt þegar enska úrvalsdeildin fer af stað þar sem hann er enn meiddur á fæti. Hann varð fyrir meiðslunum á æfingu með enska landsliðinu fyrir úrslitaleikinn gegn Ítalíu og gat því lítið annað gert en fylgst með er England beið lægri hlut á Wembley. Phil Foden out for a month as Manchester City face disrupted start to season | @TelegraphDucker https://t.co/ONwIjSj6Rm #MCFC— Telegraph Football (@TeleFootball) August 8, 2021 Ekki nóg með það að Foden sé frá vegna meiðsla og hinir fjórir rétt byrjaðir að æfa þá er Kevin De Bruyne einnig á meiðslalistanum vegna ökkla meiðsla en talið er að hann snúi fyrr til baka en Englendingurinn ungi. Að lokum er Aymeric Laporte í einangrun þar sem 101 greindust smituð af Covid-19 í flugi sem hann var í nýverið. Hann hefur þegar verið í einangrun í 4-5 daga en það er alls óvíst hvort hann nái leiknum gegn Tottenham Hotspur um næstu helgi. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Sjá meira
Englandsmeistararnir hófu tímabilið á tapi er liðið mætti Leicester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn. Það fer þó reyndar eftir því hvort fólk horfi á téðan leik sem mótsleik eða vináttuleik. Þar sem EM var loks spilað í sumar var ljóst að Pep Guardiola gæti ekki valið alla þá leikmenn sem hann vildi í upphafi móts þar sem sumir þeirra eru fyrst núna að snúa til baka eftir sumarfrí. Foden er þar á meðal en einnig voru Kyle Walker, John Stones, Edersen og Gabriel Jesus að skila sér til baka eftir þátttöku á EM og í Suður-Ameríkubikarnum. Nú er ljóst að Foden mun ekki geta tekið þátt þegar enska úrvalsdeildin fer af stað þar sem hann er enn meiddur á fæti. Hann varð fyrir meiðslunum á æfingu með enska landsliðinu fyrir úrslitaleikinn gegn Ítalíu og gat því lítið annað gert en fylgst með er England beið lægri hlut á Wembley. Phil Foden out for a month as Manchester City face disrupted start to season | @TelegraphDucker https://t.co/ONwIjSj6Rm #MCFC— Telegraph Football (@TeleFootball) August 8, 2021 Ekki nóg með það að Foden sé frá vegna meiðsla og hinir fjórir rétt byrjaðir að æfa þá er Kevin De Bruyne einnig á meiðslalistanum vegna ökkla meiðsla en talið er að hann snúi fyrr til baka en Englendingurinn ungi. Að lokum er Aymeric Laporte í einangrun þar sem 101 greindust smituð af Covid-19 í flugi sem hann var í nýverið. Hann hefur þegar verið í einangrun í 4-5 daga en það er alls óvíst hvort hann nái leiknum gegn Tottenham Hotspur um næstu helgi.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Sjá meira