Yfirmaður hjá Alibaba sakaður um að nauðga starfsmanni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. ágúst 2021 07:12 Alibaba er meðal þeirra fyrirtækja sem kínversk yfirvöld hafa vökult auga með. epa/Alex Plavevski Forsvarsmenn kínverska netsölurisans Alibaba hafa sent frá sér tilkynningu þar sem þeir segjast vinna með lögreglu að rannsókn meintrar nauðgunar eins af yfirmönnum fyrirtækisins. Samkvæmt yfirlýsingu frá fyrirtækinu hefur umræddum einstakling verið sagt upp störfum en talsmenn Alibaba segja kynferðisbrot ekki verða liðin innan fyrirtækisins. Kínverskir miðlar birtu um helgina brot úr ásökunum kvenkyns starfsmanns Alibaba, sem sakar yfirmann sinn og viðskiptavin um að hafa brotið gegn sér í vinnuferð til borgarinnar Jinan í Shandong-héraði. Myllumerki sem stofnað var til að halda utan um ásakanirnar fór á flug á kínverskum samfélagsmiðlum í gær og var meðal mest notuðu myllumerkjanna á Weibo. Opinber umræða um kynferðisofbeldi hefur aukist til muna í Kína eftir að þarlendir femínistar komu af stað innlendri #metoo-bylgju árið 2018. Eitt stærsta málið sem komið hefur upp á yfirborðið í kjölfarið eru ásakanir á hendur kínversk-kanadísku poppstjörnunni Kris Wu, sem handtekinn var af lögreglu grunaður um nauðgun. Alibaba er meðal þeirra fyrirtækja sem kínversk yfirvöld hafa vökult auga með en þau hafa freistað þess að koma böndum á umsvif og áhrif innlendra tæknirisa. Fyrirtækið var sektað um milljarða í apríl síðastliðnum vegna samkeppnisbrota. Kína MeToo Tengdar fréttir Alibaba sektað um 350 milljarða Kínversk stjórnvöld hafa sektað Alibaba, eitt stærsta netverslunarfyrirtæki heims, um 2,75 milljarða Bandaríkjadala fyrir brot á einokunarlögum. Eftirlitsaðilar í landinu segja fyrirtækið hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína um árabil. 10. apríl 2021 14:29 Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Samkvæmt yfirlýsingu frá fyrirtækinu hefur umræddum einstakling verið sagt upp störfum en talsmenn Alibaba segja kynferðisbrot ekki verða liðin innan fyrirtækisins. Kínverskir miðlar birtu um helgina brot úr ásökunum kvenkyns starfsmanns Alibaba, sem sakar yfirmann sinn og viðskiptavin um að hafa brotið gegn sér í vinnuferð til borgarinnar Jinan í Shandong-héraði. Myllumerki sem stofnað var til að halda utan um ásakanirnar fór á flug á kínverskum samfélagsmiðlum í gær og var meðal mest notuðu myllumerkjanna á Weibo. Opinber umræða um kynferðisofbeldi hefur aukist til muna í Kína eftir að þarlendir femínistar komu af stað innlendri #metoo-bylgju árið 2018. Eitt stærsta málið sem komið hefur upp á yfirborðið í kjölfarið eru ásakanir á hendur kínversk-kanadísku poppstjörnunni Kris Wu, sem handtekinn var af lögreglu grunaður um nauðgun. Alibaba er meðal þeirra fyrirtækja sem kínversk yfirvöld hafa vökult auga með en þau hafa freistað þess að koma böndum á umsvif og áhrif innlendra tæknirisa. Fyrirtækið var sektað um milljarða í apríl síðastliðnum vegna samkeppnisbrota.
Kína MeToo Tengdar fréttir Alibaba sektað um 350 milljarða Kínversk stjórnvöld hafa sektað Alibaba, eitt stærsta netverslunarfyrirtæki heims, um 2,75 milljarða Bandaríkjadala fyrir brot á einokunarlögum. Eftirlitsaðilar í landinu segja fyrirtækið hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína um árabil. 10. apríl 2021 14:29 Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Alibaba sektað um 350 milljarða Kínversk stjórnvöld hafa sektað Alibaba, eitt stærsta netverslunarfyrirtæki heims, um 2,75 milljarða Bandaríkjadala fyrir brot á einokunarlögum. Eftirlitsaðilar í landinu segja fyrirtækið hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína um árabil. 10. apríl 2021 14:29