Er Messi að kveðja félagið í ljósi þess að það hefur ekki efni á að borga honum laun og hafa fréttir af slæmum fjárhag félagsins verið áberandi í fjölmiðlum í sumar.
Engu að síður virðist liðið sjálft vera á ágætum stað í undirbúningi sínum fyrir spænsku úrvalsdeildina sem hefst um næstu helgi því Barcelona vann afar sannfærandi 3-0 sigur á Juventus í æfingaleik í Barcelona í kvöld.
Bæði lið stilltu upp öflugu byrjunarliði en Mempis Depay, Martin Braitwathe og Riqui Puig sáu um markaskorun Börsunga.
BOOM! !! @RIQUIPUIG MAKES IT 3-0 ON THE FINAL PLAY OF THE GAME! #BarçaJuve #TrofeuGamper pic.twitter.com/ofNfJNWR93
— FC Barcelona (@FCBarcelona) August 8, 2021
Tvær vikur eru í að keppni í ítölsku úrvalsdeildinni hefjist og hefur Juventus því aðeins meiri tíma til að koma sér í gang fyrir tímabilið.