Vakin er athygli á myndinni í Facebook-hópnum Eldfjallafræði- og náttúruvárhóp Háskóla Íslands þar sem segir að jökullinn hafi komið vel út.
„Vatnajökull kom vel út á LANDSAT-8 gervitunglamynd dagsins (USGS & NASA 08.08.2021), varla ský að sjá á jöklinum en góðviðris-skýjahnoðrar í kring um hann - eins og oft vill verða,“ segir í færslu sem fylgir myndinni,
Vakin er athygli á því að myndvinnslan geri jökulinn svona bláleitan, enda sé markmiðið með henni að aðgreina ís og ský ig kalla fram landslag á jöklinum.
„Þar er að mörgu að hyggja og fylgjast með; ýmsir katlar, lón og eldstöðvar sem eru kunnar fyrir margskonar óþekkt,“ segir í færslunni.