Stuðningsfólk Tottenham klappaði Saka lof í lófa Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. ágúst 2021 07:31 Saka fékk hlýlegar móttökur á Tottenham Hotspur-vellinum um helgina. Getty Images Erkifjendurnir Tottenham Hotspur og Arsenal mættust í vináttuleik í gær. Stuðningsfólk beggja liða klappaði Bukayo Saka lof í lófa er hann kom inn af varamannabekk Arsenal eftir rúmlega klukkutíma leik. Bukayo Saka tók síðustu spyrnu enska landsliðsins er liðið tapaði úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu í vítaspyrnukeppni gegn Ítalíu fyrr í sumar. Hinn 19 ára gamli Saka varð í kjölfarið fyrir kynþáttaníði sem og öðru skítkasti á samfélagsmiðlum. Hann var ekki eini leikmaður enska landsliðsins sem varð fyrir slíku aðkasti. Rivalries aside. What a moment this was this afternoon. @BukayoSaka87 pic.twitter.com/sfObRqyGP8— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) August 8, 2021 Bæði Marcus Rashford og Jadon Sancho fengu einnig á baukinn eftir að vítaspyrnur þeirra fóru forgörðum. Leikmennirnir hafa þó einnig fengið stuðning úr öllum áttum og náði það hámarki er stuðningsfólks Tottenham klappaði Saka lof í lófa. Ekki nóg með það heldur var borði hengdur upp á heimavelli Tottenham þar sem stóð að félagið stæði með Saka og öðrum leikmönnum í baráttunni gegn kynþáttaníði og mismunun. We stand together. @SpursLGBT pic.twitter.com/M6Fy2jl78D— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) August 8, 2021 Heung-Min Son skoraði eina mark leiksins og tryggði Tottenham 1-0 sigur í síðasta leik liðanna fyrir komandi tímabil í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal mætir nýliðum Brentford á föstudaginn kemur á meðan Tottenham fær Englandsmeistara Manchester City í heimsókn á sunnudaginn. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir „Hatrið mun aldrei sigra“ Jadon Sancho segir að kynþáttafordómarnir sem hann varð fyrir eftir úrslitaleik EM hafi ekki komið sér á óvart. Hann segir þó að hatrið muni aldrei sigra. 15. júlí 2021 08:00 Risastór veggmynd af Rashford, Sancho og Saka í Manchester Risastór veggmynd af Marcus Rashford, Jadon Sancho og Bukayo Saka hefur verið afhjúpuð. 14. júlí 2021 12:00 Saka lætur kynþáttaníðið ekki stöðva sig en gagnrýnir samfélagsmiðlarisana „Ástin mun alltaf sigra,“ segir enski landsliðsmaðurinn Bukayo Saka í yfirlýsingu í kjölfar Evrópumótsins í fótbolta. Hann segir dapurlegt að samfélagsmiðlarisarnir skuli ekki geta stöðvað drulluna sem fær að fljóta á miðlunum. 15. júlí 2021 17:01 Ted Lasso styður við bakið á Jadon, Marcus og Bukayo Ted Lasso, þjálfari enska knattspyrnuliðsins AFC Richmond, styður við bakið á ensku landsliðsmönnunum þremur sem klúðruðu vítaspyrnum er England laut í gras gegn Ítalíu í úrslitum Evrópumótsins. 16. júlí 2021 12:30 Biðst afsökunar á vítinu Marcus Rashford hefur þurft að þola mikið kynþáttaníð eftir að hafa klúðrað víti í úrslitaleik Englands og Ítalíu á EM í knattspyrnu. 12. júlí 2021 21:23 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira
Bukayo Saka tók síðustu spyrnu enska landsliðsins er liðið tapaði úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu í vítaspyrnukeppni gegn Ítalíu fyrr í sumar. Hinn 19 ára gamli Saka varð í kjölfarið fyrir kynþáttaníði sem og öðru skítkasti á samfélagsmiðlum. Hann var ekki eini leikmaður enska landsliðsins sem varð fyrir slíku aðkasti. Rivalries aside. What a moment this was this afternoon. @BukayoSaka87 pic.twitter.com/sfObRqyGP8— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) August 8, 2021 Bæði Marcus Rashford og Jadon Sancho fengu einnig á baukinn eftir að vítaspyrnur þeirra fóru forgörðum. Leikmennirnir hafa þó einnig fengið stuðning úr öllum áttum og náði það hámarki er stuðningsfólks Tottenham klappaði Saka lof í lófa. Ekki nóg með það heldur var borði hengdur upp á heimavelli Tottenham þar sem stóð að félagið stæði með Saka og öðrum leikmönnum í baráttunni gegn kynþáttaníði og mismunun. We stand together. @SpursLGBT pic.twitter.com/M6Fy2jl78D— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) August 8, 2021 Heung-Min Son skoraði eina mark leiksins og tryggði Tottenham 1-0 sigur í síðasta leik liðanna fyrir komandi tímabil í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal mætir nýliðum Brentford á föstudaginn kemur á meðan Tottenham fær Englandsmeistara Manchester City í heimsókn á sunnudaginn.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir „Hatrið mun aldrei sigra“ Jadon Sancho segir að kynþáttafordómarnir sem hann varð fyrir eftir úrslitaleik EM hafi ekki komið sér á óvart. Hann segir þó að hatrið muni aldrei sigra. 15. júlí 2021 08:00 Risastór veggmynd af Rashford, Sancho og Saka í Manchester Risastór veggmynd af Marcus Rashford, Jadon Sancho og Bukayo Saka hefur verið afhjúpuð. 14. júlí 2021 12:00 Saka lætur kynþáttaníðið ekki stöðva sig en gagnrýnir samfélagsmiðlarisana „Ástin mun alltaf sigra,“ segir enski landsliðsmaðurinn Bukayo Saka í yfirlýsingu í kjölfar Evrópumótsins í fótbolta. Hann segir dapurlegt að samfélagsmiðlarisarnir skuli ekki geta stöðvað drulluna sem fær að fljóta á miðlunum. 15. júlí 2021 17:01 Ted Lasso styður við bakið á Jadon, Marcus og Bukayo Ted Lasso, þjálfari enska knattspyrnuliðsins AFC Richmond, styður við bakið á ensku landsliðsmönnunum þremur sem klúðruðu vítaspyrnum er England laut í gras gegn Ítalíu í úrslitum Evrópumótsins. 16. júlí 2021 12:30 Biðst afsökunar á vítinu Marcus Rashford hefur þurft að þola mikið kynþáttaníð eftir að hafa klúðrað víti í úrslitaleik Englands og Ítalíu á EM í knattspyrnu. 12. júlí 2021 21:23 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira
„Hatrið mun aldrei sigra“ Jadon Sancho segir að kynþáttafordómarnir sem hann varð fyrir eftir úrslitaleik EM hafi ekki komið sér á óvart. Hann segir þó að hatrið muni aldrei sigra. 15. júlí 2021 08:00
Risastór veggmynd af Rashford, Sancho og Saka í Manchester Risastór veggmynd af Marcus Rashford, Jadon Sancho og Bukayo Saka hefur verið afhjúpuð. 14. júlí 2021 12:00
Saka lætur kynþáttaníðið ekki stöðva sig en gagnrýnir samfélagsmiðlarisana „Ástin mun alltaf sigra,“ segir enski landsliðsmaðurinn Bukayo Saka í yfirlýsingu í kjölfar Evrópumótsins í fótbolta. Hann segir dapurlegt að samfélagsmiðlarisarnir skuli ekki geta stöðvað drulluna sem fær að fljóta á miðlunum. 15. júlí 2021 17:01
Ted Lasso styður við bakið á Jadon, Marcus og Bukayo Ted Lasso, þjálfari enska knattspyrnuliðsins AFC Richmond, styður við bakið á ensku landsliðsmönnunum þremur sem klúðruðu vítaspyrnum er England laut í gras gegn Ítalíu í úrslitum Evrópumótsins. 16. júlí 2021 12:30
Biðst afsökunar á vítinu Marcus Rashford hefur þurft að þola mikið kynþáttaníð eftir að hafa klúðrað víti í úrslitaleik Englands og Ítalíu á EM í knattspyrnu. 12. júlí 2021 21:23