Innlent

Fækkar um einn á milli daga

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Landspítalinn í Fossvogi
Landspítalinn í Fossvogi Vísir/Vilhelm

Tuttugu sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum með Covid-19 og fækkar um einn á milli daga. Tveir eru á gjörgæslu, þar af einn í öndunarvél.

Í gær voru 21 sjúklingar inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19, en alls hafa 49 lagst ínn á Landspítala með Covid-19 í fjórðu bylgju, um þriðjungur þeirra er óbólusettur.

Alls eru 1.385 í eftirliti hjá Covid-göngudeild spítalans og fækkar þar nokkuð á milli daga en í gær voru 1.447 í eftirliti.

Af þessum 1.385 eru 262 börn. Enginn af þeim sem er í eftirlitinu flokkast sem rauður en 44 einstaklingar flokkast gulir sem þýðir að fylgst er náið með ástandi þeirra.


Tengdar fréttir

Ná þurfi hjarðónæmi með því að láta veiruna ganga

Sóttvarnalæknir telur að nú verði að reyna að ná fram hjarðónæmi gegn kórónuveirunni með því að láta hana ganga áfram, en reyna að koma í veg fyrir alvarleg veikindi með því að hlífa viðkvæmum hópum. Hann segir markmiðið á þessum tímapunkti ekki geta verið að útrýma veirunni úr samfélaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×