Ná þurfi hjarðónæmi með því að láta veiruna ganga Árni Sæberg skrifar 8. ágúst 2021 12:13 Þórólfur Guðnason er sóttvarnarlæknir Íslands Sóttvarnalæknir telur að nú verði að reyna að ná fram hjarðónæmi gegn kórónuveirunni með því að láta hana ganga áfram, en reyna að koma í veg fyrir alvarleg veikindi með því að hlífa viðkvæmum hópum. Hann segir markmiðið á þessum tímapunkti ekki geta verið að útrýma veirunni úr samfélaginu. Einum og hálfum mánuði eftir afléttingar allra aðgerða innanlands hefur metfjöldi greinst smitaður á síðustu vikum þrátt fyrir að meginþorri þjóðarinnar sé bólusettur. Þórólfur Guðnason sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að vonbrigði séu að hjarðónæmi hafi ekki náðst með bólusetningu. Hann segir að einungis ein önnur leið sé fær til að ná hjarðónæmi, að leyfa veirunni að dreifast um samfélagið. Þórólfur segist hafa talað um það frá upphafi faraldurs að kórónuveiran stökkbreyttist. Það hefur nú gerst með komu Delta-afbrigðisins yfir landamærin. Hann segir þó að bólusetningin hafi ekki verið til einskis. „Bólusetningin hefur komið í veg fyrir alvarlega veikindi, það er ekki nokkur spurning um það,“ segir Þórólfur. Þórólfur segir að bregðast þurfi við því hversu margir smitist eftir bólusetningu. „Við þurfum bara að stokka upp spilin og leggja upp ný plön,“ segir hann. „Við getum í raun og veru ekki gert annað,“ segir Þórólfur aðspurður að því hvort leyfa verði sjötíu til áttatíu þjóðarinnar að smitast til að ná hjarðónæmi. Endurbólusetja þurfi suma Þórólfur segir að forgangsverkefnið sé núna að gefa örvunarskammta þeim sem hafa svarað bólusetningu illa. „Við þurfum að reyna að bólusetja og vernda betur þessa sem eru viðkvæmir fyrir, en láta okkur lynda það að sýkingin smiti aðra,“ segir hann. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að vörnin af Janssen sé slakari en af öðrum bóluefnum,“ segir Þórólfur. Hann segir að það sé forgangsverkefni að veita þeim sem fengu bóluefni Jansen örvunarskammt. Þá þurfi að veita til að mynda kennurum og eldra fólki örvunarskammt sem fyrst. „Það er ekki forgangsverkefni núna að bólusetja alla með þriðja skammtinum enda þurfum við líka að hugsa: Fáum við kannski nýtt afbrigði? Þurfum við að bólusetja með öðru bóluefni?“ segir hann. Þórólfur segir baráttuna við veiruna munu einkennast af slíkri óvissu. Ætlar ekki að leggja til harðar aðgerðir „Við þurfum einhvern veginn að sigla þannig milli skers og báru núna í þessu, að fá ekki of mikið af alvarlegum veikindum svo að spítalakerfið riði ekki til falls en samt reyna að ná þessu hjarðónæmi með þá að láta veiruna einhvern veginn ganga.“ Þórólfur telur mikilvægustu aðgerðina núna vera að styrkja spítalakerfið og gera Landspítalanum kleift að taka við fleirum sem þurfa á spítalainnlögn að halda. Hann segir stöðuna á Landspítala ekki góða en þó að neyðarkall hafi ekki borist þaðan. „Ég held að við séum ekki komin á þann stað að við þurfum að grípa til harðra aðgerða,“ segir hann. Hann segir þó við þurfum að vera tilbúin að grípa til aðgerða ef við förum að sjá mikið af alvarlega smituðu fólki. Þórólfur segir að ræða verði við sérfræðinga og þá sem vinna á Landspítalanum um umbætur á spítalanum. Hann ætli ekki að tjá sig í smáatriðum um hvað þurfi að gera til að spítalinn geti annað eftirspurn. Bjóða foreldrum bóluefni fyrir börnin Ákveðið hefur verið að bjóða foreldrum að bólusetja börn þar sem nýjar rannsóknir hafi bent til að aukaverkanir af bólusetningu barna séu ekki alvarlegar. Hins vegar geti börn veikst alvarlega ef þau smitast af Delta-afbrigðinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Sjá meira
Einum og hálfum mánuði eftir afléttingar allra aðgerða innanlands hefur metfjöldi greinst smitaður á síðustu vikum þrátt fyrir að meginþorri þjóðarinnar sé bólusettur. Þórólfur Guðnason sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að vonbrigði séu að hjarðónæmi hafi ekki náðst með bólusetningu. Hann segir að einungis ein önnur leið sé fær til að ná hjarðónæmi, að leyfa veirunni að dreifast um samfélagið. Þórólfur segist hafa talað um það frá upphafi faraldurs að kórónuveiran stökkbreyttist. Það hefur nú gerst með komu Delta-afbrigðisins yfir landamærin. Hann segir þó að bólusetningin hafi ekki verið til einskis. „Bólusetningin hefur komið í veg fyrir alvarlega veikindi, það er ekki nokkur spurning um það,“ segir Þórólfur. Þórólfur segir að bregðast þurfi við því hversu margir smitist eftir bólusetningu. „Við þurfum bara að stokka upp spilin og leggja upp ný plön,“ segir hann. „Við getum í raun og veru ekki gert annað,“ segir Þórólfur aðspurður að því hvort leyfa verði sjötíu til áttatíu þjóðarinnar að smitast til að ná hjarðónæmi. Endurbólusetja þurfi suma Þórólfur segir að forgangsverkefnið sé núna að gefa örvunarskammta þeim sem hafa svarað bólusetningu illa. „Við þurfum að reyna að bólusetja og vernda betur þessa sem eru viðkvæmir fyrir, en láta okkur lynda það að sýkingin smiti aðra,“ segir hann. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að vörnin af Janssen sé slakari en af öðrum bóluefnum,“ segir Þórólfur. Hann segir að það sé forgangsverkefni að veita þeim sem fengu bóluefni Jansen örvunarskammt. Þá þurfi að veita til að mynda kennurum og eldra fólki örvunarskammt sem fyrst. „Það er ekki forgangsverkefni núna að bólusetja alla með þriðja skammtinum enda þurfum við líka að hugsa: Fáum við kannski nýtt afbrigði? Þurfum við að bólusetja með öðru bóluefni?“ segir hann. Þórólfur segir baráttuna við veiruna munu einkennast af slíkri óvissu. Ætlar ekki að leggja til harðar aðgerðir „Við þurfum einhvern veginn að sigla þannig milli skers og báru núna í þessu, að fá ekki of mikið af alvarlegum veikindum svo að spítalakerfið riði ekki til falls en samt reyna að ná þessu hjarðónæmi með þá að láta veiruna einhvern veginn ganga.“ Þórólfur telur mikilvægustu aðgerðina núna vera að styrkja spítalakerfið og gera Landspítalanum kleift að taka við fleirum sem þurfa á spítalainnlögn að halda. Hann segir stöðuna á Landspítala ekki góða en þó að neyðarkall hafi ekki borist þaðan. „Ég held að við séum ekki komin á þann stað að við þurfum að grípa til harðra aðgerða,“ segir hann. Hann segir þó við þurfum að vera tilbúin að grípa til aðgerða ef við förum að sjá mikið af alvarlega smituðu fólki. Þórólfur segir að ræða verði við sérfræðinga og þá sem vinna á Landspítalanum um umbætur á spítalanum. Hann ætli ekki að tjá sig í smáatriðum um hvað þurfi að gera til að spítalinn geti annað eftirspurn. Bjóða foreldrum bóluefni fyrir börnin Ákveðið hefur verið að bjóða foreldrum að bólusetja börn þar sem nýjar rannsóknir hafi bent til að aukaverkanir af bólusetningu barna séu ekki alvarlegar. Hins vegar geti börn veikst alvarlega ef þau smitast af Delta-afbrigðinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Sjá meira