Ná þurfi hjarðónæmi með því að láta veiruna ganga Árni Sæberg skrifar 8. ágúst 2021 12:13 Þórólfur Guðnason er sóttvarnarlæknir Íslands Sóttvarnalæknir telur að nú verði að reyna að ná fram hjarðónæmi gegn kórónuveirunni með því að láta hana ganga áfram, en reyna að koma í veg fyrir alvarleg veikindi með því að hlífa viðkvæmum hópum. Hann segir markmiðið á þessum tímapunkti ekki geta verið að útrýma veirunni úr samfélaginu. Einum og hálfum mánuði eftir afléttingar allra aðgerða innanlands hefur metfjöldi greinst smitaður á síðustu vikum þrátt fyrir að meginþorri þjóðarinnar sé bólusettur. Þórólfur Guðnason sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að vonbrigði séu að hjarðónæmi hafi ekki náðst með bólusetningu. Hann segir að einungis ein önnur leið sé fær til að ná hjarðónæmi, að leyfa veirunni að dreifast um samfélagið. Þórólfur segist hafa talað um það frá upphafi faraldurs að kórónuveiran stökkbreyttist. Það hefur nú gerst með komu Delta-afbrigðisins yfir landamærin. Hann segir þó að bólusetningin hafi ekki verið til einskis. „Bólusetningin hefur komið í veg fyrir alvarlega veikindi, það er ekki nokkur spurning um það,“ segir Þórólfur. Þórólfur segir að bregðast þurfi við því hversu margir smitist eftir bólusetningu. „Við þurfum bara að stokka upp spilin og leggja upp ný plön,“ segir hann. „Við getum í raun og veru ekki gert annað,“ segir Þórólfur aðspurður að því hvort leyfa verði sjötíu til áttatíu þjóðarinnar að smitast til að ná hjarðónæmi. Endurbólusetja þurfi suma Þórólfur segir að forgangsverkefnið sé núna að gefa örvunarskammta þeim sem hafa svarað bólusetningu illa. „Við þurfum að reyna að bólusetja og vernda betur þessa sem eru viðkvæmir fyrir, en láta okkur lynda það að sýkingin smiti aðra,“ segir hann. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að vörnin af Janssen sé slakari en af öðrum bóluefnum,“ segir Þórólfur. Hann segir að það sé forgangsverkefni að veita þeim sem fengu bóluefni Jansen örvunarskammt. Þá þurfi að veita til að mynda kennurum og eldra fólki örvunarskammt sem fyrst. „Það er ekki forgangsverkefni núna að bólusetja alla með þriðja skammtinum enda þurfum við líka að hugsa: Fáum við kannski nýtt afbrigði? Þurfum við að bólusetja með öðru bóluefni?“ segir hann. Þórólfur segir baráttuna við veiruna munu einkennast af slíkri óvissu. Ætlar ekki að leggja til harðar aðgerðir „Við þurfum einhvern veginn að sigla þannig milli skers og báru núna í þessu, að fá ekki of mikið af alvarlegum veikindum svo að spítalakerfið riði ekki til falls en samt reyna að ná þessu hjarðónæmi með þá að láta veiruna einhvern veginn ganga.“ Þórólfur telur mikilvægustu aðgerðina núna vera að styrkja spítalakerfið og gera Landspítalanum kleift að taka við fleirum sem þurfa á spítalainnlögn að halda. Hann segir stöðuna á Landspítala ekki góða en þó að neyðarkall hafi ekki borist þaðan. „Ég held að við séum ekki komin á þann stað að við þurfum að grípa til harðra aðgerða,“ segir hann. Hann segir þó við þurfum að vera tilbúin að grípa til aðgerða ef við förum að sjá mikið af alvarlega smituðu fólki. Þórólfur segir að ræða verði við sérfræðinga og þá sem vinna á Landspítalanum um umbætur á spítalanum. Hann ætli ekki að tjá sig í smáatriðum um hvað þurfi að gera til að spítalinn geti annað eftirspurn. Bjóða foreldrum bóluefni fyrir börnin Ákveðið hefur verið að bjóða foreldrum að bólusetja börn þar sem nýjar rannsóknir hafi bent til að aukaverkanir af bólusetningu barna séu ekki alvarlegar. Hins vegar geti börn veikst alvarlega ef þau smitast af Delta-afbrigðinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Einum og hálfum mánuði eftir afléttingar allra aðgerða innanlands hefur metfjöldi greinst smitaður á síðustu vikum þrátt fyrir að meginþorri þjóðarinnar sé bólusettur. Þórólfur Guðnason sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að vonbrigði séu að hjarðónæmi hafi ekki náðst með bólusetningu. Hann segir að einungis ein önnur leið sé fær til að ná hjarðónæmi, að leyfa veirunni að dreifast um samfélagið. Þórólfur segist hafa talað um það frá upphafi faraldurs að kórónuveiran stökkbreyttist. Það hefur nú gerst með komu Delta-afbrigðisins yfir landamærin. Hann segir þó að bólusetningin hafi ekki verið til einskis. „Bólusetningin hefur komið í veg fyrir alvarlega veikindi, það er ekki nokkur spurning um það,“ segir Þórólfur. Þórólfur segir að bregðast þurfi við því hversu margir smitist eftir bólusetningu. „Við þurfum bara að stokka upp spilin og leggja upp ný plön,“ segir hann. „Við getum í raun og veru ekki gert annað,“ segir Þórólfur aðspurður að því hvort leyfa verði sjötíu til áttatíu þjóðarinnar að smitast til að ná hjarðónæmi. Endurbólusetja þurfi suma Þórólfur segir að forgangsverkefnið sé núna að gefa örvunarskammta þeim sem hafa svarað bólusetningu illa. „Við þurfum að reyna að bólusetja og vernda betur þessa sem eru viðkvæmir fyrir, en láta okkur lynda það að sýkingin smiti aðra,“ segir hann. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að vörnin af Janssen sé slakari en af öðrum bóluefnum,“ segir Þórólfur. Hann segir að það sé forgangsverkefni að veita þeim sem fengu bóluefni Jansen örvunarskammt. Þá þurfi að veita til að mynda kennurum og eldra fólki örvunarskammt sem fyrst. „Það er ekki forgangsverkefni núna að bólusetja alla með þriðja skammtinum enda þurfum við líka að hugsa: Fáum við kannski nýtt afbrigði? Þurfum við að bólusetja með öðru bóluefni?“ segir hann. Þórólfur segir baráttuna við veiruna munu einkennast af slíkri óvissu. Ætlar ekki að leggja til harðar aðgerðir „Við þurfum einhvern veginn að sigla þannig milli skers og báru núna í þessu, að fá ekki of mikið af alvarlegum veikindum svo að spítalakerfið riði ekki til falls en samt reyna að ná þessu hjarðónæmi með þá að láta veiruna einhvern veginn ganga.“ Þórólfur telur mikilvægustu aðgerðina núna vera að styrkja spítalakerfið og gera Landspítalanum kleift að taka við fleirum sem þurfa á spítalainnlögn að halda. Hann segir stöðuna á Landspítala ekki góða en þó að neyðarkall hafi ekki borist þaðan. „Ég held að við séum ekki komin á þann stað að við þurfum að grípa til harðra aðgerða,“ segir hann. Hann segir þó við þurfum að vera tilbúin að grípa til aðgerða ef við förum að sjá mikið af alvarlega smituðu fólki. Þórólfur segir að ræða verði við sérfræðinga og þá sem vinna á Landspítalanum um umbætur á spítalanum. Hann ætli ekki að tjá sig í smáatriðum um hvað þurfi að gera til að spítalinn geti annað eftirspurn. Bjóða foreldrum bóluefni fyrir börnin Ákveðið hefur verið að bjóða foreldrum að bólusetja börn þar sem nýjar rannsóknir hafi bent til að aukaverkanir af bólusetningu barna séu ekki alvarlegar. Hins vegar geti börn veikst alvarlega ef þau smitast af Delta-afbrigðinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira