Myndband sýnir mikla örtröð í komusal Keflavíkurflugvallar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. ágúst 2021 17:40 Töluverður fjöldi var samankominn í komusal Keflavíkurflugvallar nú síðdegis. Skjáskot Óhætt er að segja að mikil örtröð hafi myndast í komusal Keflavíkurflugvallar nú síðdegis, þegar tuttugu flugvélar skiluðu af sér farþegum á tveggja tíma tímabili. Leikarinn Jón Gnarr er einn af þeim fjölmörgu sem komu með til landsins nú síðdegis og birtir hann myndskeið af mikilli örtröð í komusalnum. Sjá má að lítið bil er á milli manna þó flestir ef ekki allir séu með grímur. „það má alls ekki þjóðhátíð en þetta er í lagi? engin smithætta hér, “skrifar Jón á kaldhæðin hátt með myndbandinu sem sjá má hér að neðan. það má alls ekki þjóðhátíð en þetta er í lagi? engin smithætta hér pic.twitter.com/POVIt9PnHH— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) August 7, 2021 Birtir hann einnig mynd þar sem sjá töluverðan fjölda fólks í einni kös. Segir Jón að engin röð og regla sé fyrir hendi. svona erum við búin að standa í klukkutíma. það er engin röð eða regla heldur treðst fólk bara. þetta er sturlun pic.twitter.com/OT3cNz4r3O— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) August 7, 2021 Þetta er ekki fyrsta fréttin sem sögð er af örtröð á Keflavíkurflugvelli undanfarna daga. Við komuna til landsins þarf að framvísa bólusetningarvottorði eða fara í sýnatöku. Örtröðin myndast þar sem flestir sem hingað koma til lands eru bólusettir og tíma tekur að fara yfir vottorðin. góðir farþegar, velkomin heim! pic.twitter.com/DIuaKQFhOL— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) August 7, 2021 Þá virðist einnig lítið vera hægt að gera til að bregðast við þessu ástandi ef marka má orð Sigurgeirs Sigmundssonar, yfirlögregluþjóns á Keflavíkurflugvelli í samtali við mbl.is á dögunum. Þar kom fram að farþegafjöldinn í komusalnum væri einfaldlega of mikill miðað við þá afkastagetu sem er fyrir hendi. Búið sé að fjölga skoðunarstöðvum bólusetningarbottorð í átján, og ekki sé hægt að koma fleiri fyrir. Segist hann skilja vel áhyggjur fólks en aðstaðan sem er fyrir hendi bjóði einfaldlega ekki upp á annað en það sem er nú í boði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Bæta þurfi aðstöðu á vellinum ef aðgerðir á landamærum eru til langs tíma Rauður litur Íslands á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu mun ekki hafa bein áhrif á stöðuna á Keflavíkurflugvelli, þó komufarþegum kunni að fækka á næstunni. Yfirlögregluþjónn segir stöðuna þunga og að breytinga sé þörf á vellinum, verði takmarkanir á landamærunum viðvarandi. 5. ágúst 2021 12:56 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Sjá meira
Leikarinn Jón Gnarr er einn af þeim fjölmörgu sem komu með til landsins nú síðdegis og birtir hann myndskeið af mikilli örtröð í komusalnum. Sjá má að lítið bil er á milli manna þó flestir ef ekki allir séu með grímur. „það má alls ekki þjóðhátíð en þetta er í lagi? engin smithætta hér, “skrifar Jón á kaldhæðin hátt með myndbandinu sem sjá má hér að neðan. það má alls ekki þjóðhátíð en þetta er í lagi? engin smithætta hér pic.twitter.com/POVIt9PnHH— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) August 7, 2021 Birtir hann einnig mynd þar sem sjá töluverðan fjölda fólks í einni kös. Segir Jón að engin röð og regla sé fyrir hendi. svona erum við búin að standa í klukkutíma. það er engin röð eða regla heldur treðst fólk bara. þetta er sturlun pic.twitter.com/OT3cNz4r3O— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) August 7, 2021 Þetta er ekki fyrsta fréttin sem sögð er af örtröð á Keflavíkurflugvelli undanfarna daga. Við komuna til landsins þarf að framvísa bólusetningarvottorði eða fara í sýnatöku. Örtröðin myndast þar sem flestir sem hingað koma til lands eru bólusettir og tíma tekur að fara yfir vottorðin. góðir farþegar, velkomin heim! pic.twitter.com/DIuaKQFhOL— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) August 7, 2021 Þá virðist einnig lítið vera hægt að gera til að bregðast við þessu ástandi ef marka má orð Sigurgeirs Sigmundssonar, yfirlögregluþjóns á Keflavíkurflugvelli í samtali við mbl.is á dögunum. Þar kom fram að farþegafjöldinn í komusalnum væri einfaldlega of mikill miðað við þá afkastagetu sem er fyrir hendi. Búið sé að fjölga skoðunarstöðvum bólusetningarbottorð í átján, og ekki sé hægt að koma fleiri fyrir. Segist hann skilja vel áhyggjur fólks en aðstaðan sem er fyrir hendi bjóði einfaldlega ekki upp á annað en það sem er nú í boði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Bæta þurfi aðstöðu á vellinum ef aðgerðir á landamærum eru til langs tíma Rauður litur Íslands á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu mun ekki hafa bein áhrif á stöðuna á Keflavíkurflugvelli, þó komufarþegum kunni að fækka á næstunni. Yfirlögregluþjónn segir stöðuna þunga og að breytinga sé þörf á vellinum, verði takmarkanir á landamærunum viðvarandi. 5. ágúst 2021 12:56 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Sjá meira
Bæta þurfi aðstöðu á vellinum ef aðgerðir á landamærum eru til langs tíma Rauður litur Íslands á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu mun ekki hafa bein áhrif á stöðuna á Keflavíkurflugvelli, þó komufarþegum kunni að fækka á næstunni. Yfirlögregluþjónn segir stöðuna þunga og að breytinga sé þörf á vellinum, verði takmarkanir á landamærunum viðvarandi. 5. ágúst 2021 12:56