Myndband sýnir mikla örtröð í komusal Keflavíkurflugvallar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. ágúst 2021 17:40 Töluverður fjöldi var samankominn í komusal Keflavíkurflugvallar nú síðdegis. Skjáskot Óhætt er að segja að mikil örtröð hafi myndast í komusal Keflavíkurflugvallar nú síðdegis, þegar tuttugu flugvélar skiluðu af sér farþegum á tveggja tíma tímabili. Leikarinn Jón Gnarr er einn af þeim fjölmörgu sem komu með til landsins nú síðdegis og birtir hann myndskeið af mikilli örtröð í komusalnum. Sjá má að lítið bil er á milli manna þó flestir ef ekki allir séu með grímur. „það má alls ekki þjóðhátíð en þetta er í lagi? engin smithætta hér, “skrifar Jón á kaldhæðin hátt með myndbandinu sem sjá má hér að neðan. það má alls ekki þjóðhátíð en þetta er í lagi? engin smithætta hér pic.twitter.com/POVIt9PnHH— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) August 7, 2021 Birtir hann einnig mynd þar sem sjá töluverðan fjölda fólks í einni kös. Segir Jón að engin röð og regla sé fyrir hendi. svona erum við búin að standa í klukkutíma. það er engin röð eða regla heldur treðst fólk bara. þetta er sturlun pic.twitter.com/OT3cNz4r3O— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) August 7, 2021 Þetta er ekki fyrsta fréttin sem sögð er af örtröð á Keflavíkurflugvelli undanfarna daga. Við komuna til landsins þarf að framvísa bólusetningarvottorði eða fara í sýnatöku. Örtröðin myndast þar sem flestir sem hingað koma til lands eru bólusettir og tíma tekur að fara yfir vottorðin. góðir farþegar, velkomin heim! pic.twitter.com/DIuaKQFhOL— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) August 7, 2021 Þá virðist einnig lítið vera hægt að gera til að bregðast við þessu ástandi ef marka má orð Sigurgeirs Sigmundssonar, yfirlögregluþjóns á Keflavíkurflugvelli í samtali við mbl.is á dögunum. Þar kom fram að farþegafjöldinn í komusalnum væri einfaldlega of mikill miðað við þá afkastagetu sem er fyrir hendi. Búið sé að fjölga skoðunarstöðvum bólusetningarbottorð í átján, og ekki sé hægt að koma fleiri fyrir. Segist hann skilja vel áhyggjur fólks en aðstaðan sem er fyrir hendi bjóði einfaldlega ekki upp á annað en það sem er nú í boði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Bæta þurfi aðstöðu á vellinum ef aðgerðir á landamærum eru til langs tíma Rauður litur Íslands á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu mun ekki hafa bein áhrif á stöðuna á Keflavíkurflugvelli, þó komufarþegum kunni að fækka á næstunni. Yfirlögregluþjónn segir stöðuna þunga og að breytinga sé þörf á vellinum, verði takmarkanir á landamærunum viðvarandi. 5. ágúst 2021 12:56 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Leikarinn Jón Gnarr er einn af þeim fjölmörgu sem komu með til landsins nú síðdegis og birtir hann myndskeið af mikilli örtröð í komusalnum. Sjá má að lítið bil er á milli manna þó flestir ef ekki allir séu með grímur. „það má alls ekki þjóðhátíð en þetta er í lagi? engin smithætta hér, “skrifar Jón á kaldhæðin hátt með myndbandinu sem sjá má hér að neðan. það má alls ekki þjóðhátíð en þetta er í lagi? engin smithætta hér pic.twitter.com/POVIt9PnHH— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) August 7, 2021 Birtir hann einnig mynd þar sem sjá töluverðan fjölda fólks í einni kös. Segir Jón að engin röð og regla sé fyrir hendi. svona erum við búin að standa í klukkutíma. það er engin röð eða regla heldur treðst fólk bara. þetta er sturlun pic.twitter.com/OT3cNz4r3O— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) August 7, 2021 Þetta er ekki fyrsta fréttin sem sögð er af örtröð á Keflavíkurflugvelli undanfarna daga. Við komuna til landsins þarf að framvísa bólusetningarvottorði eða fara í sýnatöku. Örtröðin myndast þar sem flestir sem hingað koma til lands eru bólusettir og tíma tekur að fara yfir vottorðin. góðir farþegar, velkomin heim! pic.twitter.com/DIuaKQFhOL— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) August 7, 2021 Þá virðist einnig lítið vera hægt að gera til að bregðast við þessu ástandi ef marka má orð Sigurgeirs Sigmundssonar, yfirlögregluþjóns á Keflavíkurflugvelli í samtali við mbl.is á dögunum. Þar kom fram að farþegafjöldinn í komusalnum væri einfaldlega of mikill miðað við þá afkastagetu sem er fyrir hendi. Búið sé að fjölga skoðunarstöðvum bólusetningarbottorð í átján, og ekki sé hægt að koma fleiri fyrir. Segist hann skilja vel áhyggjur fólks en aðstaðan sem er fyrir hendi bjóði einfaldlega ekki upp á annað en það sem er nú í boði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Bæta þurfi aðstöðu á vellinum ef aðgerðir á landamærum eru til langs tíma Rauður litur Íslands á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu mun ekki hafa bein áhrif á stöðuna á Keflavíkurflugvelli, þó komufarþegum kunni að fækka á næstunni. Yfirlögregluþjónn segir stöðuna þunga og að breytinga sé þörf á vellinum, verði takmarkanir á landamærunum viðvarandi. 5. ágúst 2021 12:56 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Bæta þurfi aðstöðu á vellinum ef aðgerðir á landamærum eru til langs tíma Rauður litur Íslands á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu mun ekki hafa bein áhrif á stöðuna á Keflavíkurflugvelli, þó komufarþegum kunni að fækka á næstunni. Yfirlögregluþjónn segir stöðuna þunga og að breytinga sé þörf á vellinum, verði takmarkanir á landamærunum viðvarandi. 5. ágúst 2021 12:56