Lífið

Björk hjálpaði Shoplifter að safna fyrir Höfuðstöðinni

Árni Sæberg skrifar
Björk og Shoplifter ásamt verkinu Chromo Sapiens
Björk og Shoplifter ásamt verkinu Chromo Sapiens Vísir/Getty

Björk Guðmundsdóttir hvatti fylgjendur sína á Twitter til að leggja söfnun myndlistarkonunnar Hrafnhildar Arnardóttur, betur þekktri sem Shoplifter, lið. Síðan Björk birti færsluna í gær hefur söfnunin náð hundrað þúsund dollara markmiði sínu.

Höfuðstöðinni er ætlað að hýsa Chromo Sapiens, listaverk Shoplifter, varanlega en það hefur meðal annars verið sýnt á Listasafni Reykjavíkur og Feneyjatvíæringnum árið 2019. 

Höfuðstöðin verður til húsa í gömlu kartöflugeymslunum í Elliðaárdal. Auk þess að hýsa Chromo Sapiens mun Höfuðstöðin nýtast sem listsköpunarrými og viðburðasalur. Þá er gert ráð fyrir kaffihúsi og gjafavöruverslun í húsnæðinu.

Björk lagði áherslu á að verið væri að safna fyrir fyrsta safninu á Íslandi sem byggt er utan um verk kvenkyns listamanns. Hún bendir réttilega á að fjölmörg söfn hafi verið byggð utan um verk karlkyns listamanna hér á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.