Traðk, grjótkast og krot á hraunið ekki í lagi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. ágúst 2021 15:22 Umhverfisstofnun hvetur fólk eindregið til þess að krota ekki á hraunið, ganga á því, skilja eftir rusl eða kasta steinum á hraunið. Umhverfisstofnun Dæmi eru um að gestir sem heimsækja eldstöðvarnar í Geldingadölum heim kroti á hraunið. Einnig er töluvert um grjótkast en sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun biðlar til gesta að sýna náttúrunni virðingu og ekki skemma ásýnd hennar fyrir öðrum gestum. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum hefur nokkuð verið um grjótkast á hið nýstorknaða hraun, auk þess sem finna má rusl og einstaka krot á hraunið. Þá berast einnig reglulega fréttir þar sem fólk er eindregið varað við því að stíga á hraunið. Umhverfisstofnun minnir hins vegar á að eldhraun, líkt og það sem nú rennur á Reykjanesi, njóti sérstakrar verndar samkvæmt lögum um náttúruvernd, og því er grjótkast upp á hraunið, krafs eða traðk í raun brot á þeirri vernd sem það á að njóta. Vilja að gestir sýni náttúrunni virðingu „Í rauninni eru þetta einstakar náttúruminjar sem eru þarna að myndast. Við erum bara að leggja áherslu á virðingu fyrir þessu. Þetta náttúrulega skemmir ásýndina fyrir öðrum sem eru að skoða náttúruna verða til,“ segir Inga Dóra Hrólfsdóttir, sviðsstjóri náttúruverndar og grænna áfangastaða hjá Umhverfisstofnun í samtali við Vísi. Þetta er ekki í lagi.Umhverfisstofnun Ef til vill er það freistandi fyrir suma að krota ævarandi ástarjátninu í hraunið, líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd. Sannleikurinn er þó sá að fyrir utan það að athæfið er brot á náttúruverndarlögum, er það einnig stórhættulegt. „Hraunið er gríðarlega heitt og getur tekið langan tíma að kólna sérstaklega þar sem gosið getur haldið áfram þó við sjáum ekki hreyfingu í gígnum sjálfum. Hraunið rennur þá undir svartri skelinni í hraunhellum eða hvelfingum. Hraunskelin getur auðveldlega brotnað og undir henni getur verið allt að 1200°C heitt hraun. Það er því varhugavert að klifra upp á hraunið og ganga ofan á því. Slík hegðun getur einnig skemmt jarðminjarnar,“ segir í tilkynningu frá Umhverfisstofnun vegna málsins. „Þetta er náttúrulega líka öryggisatriði sem við erum að hugsa. Einhver hefur þurft að fara ofan á hraunið til að krota,“ segir Inga Dóra. Gríðarlegur hiti getur leynst undir hraunskelinni.Umhverfisstofnun Landverðir Umhverfisstofnunar eru til staðar við eldstöðvarnar til þess að leiðbeina gestum, en stofnunin beinir því til gesta að bera virðingu fyrir því sem þarna á sér stað. Þetta er einstakt sem er þarna að verða til, náttúrulegt ferli sem við helst sjá sem ósnerta náttúru. Umhverfismál Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Glóandi hraun aftur sjáanlegt á Fagradalsfjalli Hraun er aftur tekið að renna á Fagradalsfjalli í fyrsta sinn frá því á mánudagsmorgun. Hraunárnar hafa nær alfarið runnið til austurs og niður í Meradali síðustu vikur en hraunáin virðist núna hafa tekið stefnu í aðra átt. 5. ágúst 2021 23:35 Lýsir mikilli partýstemmningu við eldgosið Segja má að stemmingunni við eldgosinu í Fagradalsfjalli sé líkt við útihátíð eða næturklúbb í nýrri grein í veftímaritinu Condé Nast Traveler. 5. ágúst 2021 14:41 Enn hættir fólk sér út á hraunið: „Það virðist bara ekki vera hlustað“ Enn streymir fjöldi fólks að gosstöðvunum á Reykjanesskaga á degi hverjum. Að sögn björgunarsveitarmanns er enn viðvarandi vandamál að fólk hætti sér út á hraunið og óhlýðnist tilmælum lögreglu og björgunarsveita. 4. ágúst 2021 11:34 Gosið hrekkjótt og lætur vísindamenn hafa fyrir sér Eftir að verulega hafði sljákkað í gosinu á Reykjanesi og margir farnir að sjá fyrir sér að það væri við að lognast út af hefur það tekið verulega við sér síðasta sólarhringinn. 29. júlí 2021 15:07 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Sjá meira
Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum hefur nokkuð verið um grjótkast á hið nýstorknaða hraun, auk þess sem finna má rusl og einstaka krot á hraunið. Þá berast einnig reglulega fréttir þar sem fólk er eindregið varað við því að stíga á hraunið. Umhverfisstofnun minnir hins vegar á að eldhraun, líkt og það sem nú rennur á Reykjanesi, njóti sérstakrar verndar samkvæmt lögum um náttúruvernd, og því er grjótkast upp á hraunið, krafs eða traðk í raun brot á þeirri vernd sem það á að njóta. Vilja að gestir sýni náttúrunni virðingu „Í rauninni eru þetta einstakar náttúruminjar sem eru þarna að myndast. Við erum bara að leggja áherslu á virðingu fyrir þessu. Þetta náttúrulega skemmir ásýndina fyrir öðrum sem eru að skoða náttúruna verða til,“ segir Inga Dóra Hrólfsdóttir, sviðsstjóri náttúruverndar og grænna áfangastaða hjá Umhverfisstofnun í samtali við Vísi. Þetta er ekki í lagi.Umhverfisstofnun Ef til vill er það freistandi fyrir suma að krota ævarandi ástarjátninu í hraunið, líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd. Sannleikurinn er þó sá að fyrir utan það að athæfið er brot á náttúruverndarlögum, er það einnig stórhættulegt. „Hraunið er gríðarlega heitt og getur tekið langan tíma að kólna sérstaklega þar sem gosið getur haldið áfram þó við sjáum ekki hreyfingu í gígnum sjálfum. Hraunið rennur þá undir svartri skelinni í hraunhellum eða hvelfingum. Hraunskelin getur auðveldlega brotnað og undir henni getur verið allt að 1200°C heitt hraun. Það er því varhugavert að klifra upp á hraunið og ganga ofan á því. Slík hegðun getur einnig skemmt jarðminjarnar,“ segir í tilkynningu frá Umhverfisstofnun vegna málsins. „Þetta er náttúrulega líka öryggisatriði sem við erum að hugsa. Einhver hefur þurft að fara ofan á hraunið til að krota,“ segir Inga Dóra. Gríðarlegur hiti getur leynst undir hraunskelinni.Umhverfisstofnun Landverðir Umhverfisstofnunar eru til staðar við eldstöðvarnar til þess að leiðbeina gestum, en stofnunin beinir því til gesta að bera virðingu fyrir því sem þarna á sér stað. Þetta er einstakt sem er þarna að verða til, náttúrulegt ferli sem við helst sjá sem ósnerta náttúru.
Umhverfismál Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Glóandi hraun aftur sjáanlegt á Fagradalsfjalli Hraun er aftur tekið að renna á Fagradalsfjalli í fyrsta sinn frá því á mánudagsmorgun. Hraunárnar hafa nær alfarið runnið til austurs og niður í Meradali síðustu vikur en hraunáin virðist núna hafa tekið stefnu í aðra átt. 5. ágúst 2021 23:35 Lýsir mikilli partýstemmningu við eldgosið Segja má að stemmingunni við eldgosinu í Fagradalsfjalli sé líkt við útihátíð eða næturklúbb í nýrri grein í veftímaritinu Condé Nast Traveler. 5. ágúst 2021 14:41 Enn hættir fólk sér út á hraunið: „Það virðist bara ekki vera hlustað“ Enn streymir fjöldi fólks að gosstöðvunum á Reykjanesskaga á degi hverjum. Að sögn björgunarsveitarmanns er enn viðvarandi vandamál að fólk hætti sér út á hraunið og óhlýðnist tilmælum lögreglu og björgunarsveita. 4. ágúst 2021 11:34 Gosið hrekkjótt og lætur vísindamenn hafa fyrir sér Eftir að verulega hafði sljákkað í gosinu á Reykjanesi og margir farnir að sjá fyrir sér að það væri við að lognast út af hefur það tekið verulega við sér síðasta sólarhringinn. 29. júlí 2021 15:07 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Sjá meira
Glóandi hraun aftur sjáanlegt á Fagradalsfjalli Hraun er aftur tekið að renna á Fagradalsfjalli í fyrsta sinn frá því á mánudagsmorgun. Hraunárnar hafa nær alfarið runnið til austurs og niður í Meradali síðustu vikur en hraunáin virðist núna hafa tekið stefnu í aðra átt. 5. ágúst 2021 23:35
Lýsir mikilli partýstemmningu við eldgosið Segja má að stemmingunni við eldgosinu í Fagradalsfjalli sé líkt við útihátíð eða næturklúbb í nýrri grein í veftímaritinu Condé Nast Traveler. 5. ágúst 2021 14:41
Enn hættir fólk sér út á hraunið: „Það virðist bara ekki vera hlustað“ Enn streymir fjöldi fólks að gosstöðvunum á Reykjanesskaga á degi hverjum. Að sögn björgunarsveitarmanns er enn viðvarandi vandamál að fólk hætti sér út á hraunið og óhlýðnist tilmælum lögreglu og björgunarsveita. 4. ágúst 2021 11:34
Gosið hrekkjótt og lætur vísindamenn hafa fyrir sér Eftir að verulega hafði sljákkað í gosinu á Reykjanesi og margir farnir að sjá fyrir sér að það væri við að lognast út af hefur það tekið verulega við sér síðasta sólarhringinn. 29. júlí 2021 15:07