Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Fylkir 1-2 | Fylkiskonur upp úr fallsæti eftir fyrsta sigurinn í tæpa tvo mánuði Atli Arason skrifar 6. ágúst 2021 22:20 Fylkiskonur fögnuðu loks sigri. Vísir/Bára Dröfn Leikurinn í kvöld fór hægt af stað. Keflavík náði þó fljótt tökum á leiknum og voru heimakonur betri á upphafs mínútunum. Ágangur Keflavíkur skilaði svo árangri þegar stundarfjórðungur var búinn af leiknum. Þá tekur Aníta Lind hornspyrnu af hægri væng en vörn Fylkis nær að hreinsa boltann frá en ekki lengra en beint í átt að Tinu Marolt sem þakkar pent fyrir sig með viðstöðulausu skoti beint í fjærhornið. Fyrsta mark Marolt í sínum fyrsta byrjunarliðsleik fyrir Keflavík. Eftir mark Keflavíkur vöknuðu gestirnir úr Árbænum aðeins til lífsins og áttu nokkrar ágætis marktilraunir sem urðu þó ekki að marki. Hjá heimakonum var stöðug ógn af Aerial Chavarin og fékk hún dauðafæri þegar hálftími var liðin af leiknum til að tvöfalda forystu Keflavíkur þegar hún sleppur ein í gegnum vörn Fylkis. Aerial kixar þó á skotinu sem endar víðs fjarri marki gestanna. Þessu refsuðu Fylkiskonur strax í næstu sókn. Kristrún Hólm á þá sendingu til baka á Tiffany sem er frekar laus og Tiffany þarf að æða á móti knettinum og nær að renna sér í hann en Bryndís Arna Níelsdóttir er þá komin of nálægt Tiffany, vinnur boltann af markverðinum og rennir knettinum svo í autt netið og jafnar leikinn á 36. mínútu. Liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik í stöðunni 1-1. Keflvíkingar koma sterkari út í síðari hálfleik. Aerial Chavarin fær fleiri hættuleg færi en henni gekk illa að koma boltanum yfir marklínuna. Fylkirskonur taka þá aftur við sér og eiga tvö stangarskot á mark Keflavíkur á innan við tíu mínútum, fyrst frá Helenu Ósk og svo frá Shannon Simon. Á 67. mínútu á Dröfn Einarsdóttir hörkuskot sem virðist vera á leik í mark Fylkis en snúningurinn á boltanum feykir honum í markramman og út. Þetta reyndist heimakonum dýrkeypt því stuttu síðar fær Fylkir hornspyrnu, Sæunn Björns tekur spyrnuna stutt á Þórdísi Elvu sem neglir boltanum fyrir mark Keflavíkur, þar sem Bryndís Arna mætir og kollspyrna hennar fer beinustu leið í netið! 1-2 fyrir Fylki. Heimakonur lágu í sókn þar sem eftir lifði leiks en höfðu ekki erindi sem erfiði. Fór svo að lokum að Fylkir sótti stigin þrjú og skilja þær Keflavík þá eftir eitt á botni deildarinnar. Af hverju vann Fylkir? Fylkiskonur voru þéttar fyrir og duglegar að elta heimakonur upp hvert sem þær leituðu. Gestirnir fengu ekki mörg færi en nýttu þau færi vel. Aftur á móti voru Keflvíkingar sjálfum sér verstar þar sem þeim tókst ekki nýta þau færi sem þær fengu. Hverjar stóðu upp úr? Bryndís Arna Níelsdóttir. Bryndís virðist vera komin í gang en hún skoraði bæði mörk Fylkis í kvöld í eins marks sigri. Bryndís yfirgaf völlinn þó sár kvalin en hún virðist hafa lent illa á öxlinni undir lok leiks. Vonandi fyrir Fylkiskonur þá verður hún ekki lengi frá leikvellinum. Hvað gekk illa? Markahæsti leikmaður Keflavíkur í sumar Aerial Chavarin hefur átt betri daga. Hún hefði hæglega getað skorað eitt eða tvö mörk í kvöld. Hvað gerist næst? Næsti leikur Keflavíkur er í Vestmannaeyjum gegn ÍBV á meðan Fylkir tekur á móti Selfoss í Árbænum. Hjörtur: það hlýtur eitthvað að fara að falla með okkur Hjörtur Fjeldsted, aðstoðarþjálfari Keflavíkur var langt frá því að vera ánægður með úrslit leiksins í kvöld. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði og svekkelsi. Við hefðum átt að fá meira út úr þessum leik en þetta er búið að vera svolítið mikið stöngin út í sumar. Það eru fimm leikir eftir og við verðum bara að halda áfram. Við gefumst ekkert upp,“ sagði Hjörtur í viðtali við Vísi eftir leik, áður en hann bætti við, „þetta var jafn leikur og alvöru botnbaráttu slagur. Þetta datt með þeim í dag. Við áttum fínustu færi og ágætis skot en það vildi bara ekki fara inn, því miður.“ „Þetta var gríðarlega mikilvægur leikur fyrir okkur og við ætluðum okkur að vinna hann og rífa okkur aðeins upp en það gekk ekki. Við verðum bara að horfa á næsta leik.“ Næsti leikur Keflavíkur er einmitt gegn ÍBV í eyjum, sem verður virkilega mikilvægur leikur fyrir botnlið Keflavíkur. „Við eigum möguleika í öllum leikjum, það er bara þannig. Við verðum að gefa allt í þetta og það hlýtur eitthvað að fara að falla með okkur, ég trúi ekki öðru,“ sagði Hjörtur. Kjartan: Við erum búnar að vera að bíða eftir lukkunni Það hreinlega ljómaði af Kjart Kjartan Stefánsson er þjálfari Fylkis ani Stefánssyni, þjálfara Fylkis, í viðtali við Vísi eftir leik, en þessi sigur Fylkis var sá fyrsti í tæpa tvo mánuði. „Ég er hrikalega ánægður með þessa þrjá punkta. Við erum búnar að vera að bíða eftir lukkunni og hún kom í dag.“ Kjartan var ánægður með karakterinn sem liðið sitt sýndi í dag eftir að hafa lent undir. „Ég held að þetta sé mikið til vegna vinnusemi og svo ákveðinni heppni á ákveðnum stöðum. Þetta að gefast ekki upp, að fá mark á sig og koma til baka og vera sterkari eftir það. Ég er gríðarlega sáttur með stelpurnar og þær eru að svara svolítið þessu mótlæti sem við erum búnar að vera í. Ég er virkilega ánægður með þær,“ svaraði Kjartan aðspurður af því hvað skóp sigur liðsins í kvöld. „Það er gríðarlega gott að lyfta sér af botninum en það er svo rosalega stutt á milli í þessu. Við gætum alveg verið komnar aftur þangað eftir næsta leik. Þetta er alveg langt frá því að vera búið. Ég held að þetta verður alveg barátta fram á síðasta leik, það er klárt,“ sagði Kjartan varkár, að ekki væri orðið tímabært að fagna strax. Bryndís Arna fór beinustu leið upp á spítala í myndatöku eftir leik. Kjartan er ekki viss með stöðuna sínum helsta markaskorara í sumar. „Ég er í rauninni ekki með neinar frekari fréttir. Þetta gæti verið beinbrot því hún lenti illa og það er ekki gott fyrir okkur en vonandi er þetta bara ekki neitt.“ Næsti leikur Fylkis er gegn Selfyssingum, sem hafa aðeins verið að hiksta undanfarið eftir góða byrjun á tímabilinu. „Við verðum að mæta Selfossi, þær eru með hörku lið og þetta hafa yfirleitt verið skemmtilegir leikir þegar við mætumst. Ég vona það haldi áfram,“ sagði Kjartan Stefánsson að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Keflavík ÍF Fylkir
Leikurinn í kvöld fór hægt af stað. Keflavík náði þó fljótt tökum á leiknum og voru heimakonur betri á upphafs mínútunum. Ágangur Keflavíkur skilaði svo árangri þegar stundarfjórðungur var búinn af leiknum. Þá tekur Aníta Lind hornspyrnu af hægri væng en vörn Fylkis nær að hreinsa boltann frá en ekki lengra en beint í átt að Tinu Marolt sem þakkar pent fyrir sig með viðstöðulausu skoti beint í fjærhornið. Fyrsta mark Marolt í sínum fyrsta byrjunarliðsleik fyrir Keflavík. Eftir mark Keflavíkur vöknuðu gestirnir úr Árbænum aðeins til lífsins og áttu nokkrar ágætis marktilraunir sem urðu þó ekki að marki. Hjá heimakonum var stöðug ógn af Aerial Chavarin og fékk hún dauðafæri þegar hálftími var liðin af leiknum til að tvöfalda forystu Keflavíkur þegar hún sleppur ein í gegnum vörn Fylkis. Aerial kixar þó á skotinu sem endar víðs fjarri marki gestanna. Þessu refsuðu Fylkiskonur strax í næstu sókn. Kristrún Hólm á þá sendingu til baka á Tiffany sem er frekar laus og Tiffany þarf að æða á móti knettinum og nær að renna sér í hann en Bryndís Arna Níelsdóttir er þá komin of nálægt Tiffany, vinnur boltann af markverðinum og rennir knettinum svo í autt netið og jafnar leikinn á 36. mínútu. Liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik í stöðunni 1-1. Keflvíkingar koma sterkari út í síðari hálfleik. Aerial Chavarin fær fleiri hættuleg færi en henni gekk illa að koma boltanum yfir marklínuna. Fylkirskonur taka þá aftur við sér og eiga tvö stangarskot á mark Keflavíkur á innan við tíu mínútum, fyrst frá Helenu Ósk og svo frá Shannon Simon. Á 67. mínútu á Dröfn Einarsdóttir hörkuskot sem virðist vera á leik í mark Fylkis en snúningurinn á boltanum feykir honum í markramman og út. Þetta reyndist heimakonum dýrkeypt því stuttu síðar fær Fylkir hornspyrnu, Sæunn Björns tekur spyrnuna stutt á Þórdísi Elvu sem neglir boltanum fyrir mark Keflavíkur, þar sem Bryndís Arna mætir og kollspyrna hennar fer beinustu leið í netið! 1-2 fyrir Fylki. Heimakonur lágu í sókn þar sem eftir lifði leiks en höfðu ekki erindi sem erfiði. Fór svo að lokum að Fylkir sótti stigin þrjú og skilja þær Keflavík þá eftir eitt á botni deildarinnar. Af hverju vann Fylkir? Fylkiskonur voru þéttar fyrir og duglegar að elta heimakonur upp hvert sem þær leituðu. Gestirnir fengu ekki mörg færi en nýttu þau færi vel. Aftur á móti voru Keflvíkingar sjálfum sér verstar þar sem þeim tókst ekki nýta þau færi sem þær fengu. Hverjar stóðu upp úr? Bryndís Arna Níelsdóttir. Bryndís virðist vera komin í gang en hún skoraði bæði mörk Fylkis í kvöld í eins marks sigri. Bryndís yfirgaf völlinn þó sár kvalin en hún virðist hafa lent illa á öxlinni undir lok leiks. Vonandi fyrir Fylkiskonur þá verður hún ekki lengi frá leikvellinum. Hvað gekk illa? Markahæsti leikmaður Keflavíkur í sumar Aerial Chavarin hefur átt betri daga. Hún hefði hæglega getað skorað eitt eða tvö mörk í kvöld. Hvað gerist næst? Næsti leikur Keflavíkur er í Vestmannaeyjum gegn ÍBV á meðan Fylkir tekur á móti Selfoss í Árbænum. Hjörtur: það hlýtur eitthvað að fara að falla með okkur Hjörtur Fjeldsted, aðstoðarþjálfari Keflavíkur var langt frá því að vera ánægður með úrslit leiksins í kvöld. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði og svekkelsi. Við hefðum átt að fá meira út úr þessum leik en þetta er búið að vera svolítið mikið stöngin út í sumar. Það eru fimm leikir eftir og við verðum bara að halda áfram. Við gefumst ekkert upp,“ sagði Hjörtur í viðtali við Vísi eftir leik, áður en hann bætti við, „þetta var jafn leikur og alvöru botnbaráttu slagur. Þetta datt með þeim í dag. Við áttum fínustu færi og ágætis skot en það vildi bara ekki fara inn, því miður.“ „Þetta var gríðarlega mikilvægur leikur fyrir okkur og við ætluðum okkur að vinna hann og rífa okkur aðeins upp en það gekk ekki. Við verðum bara að horfa á næsta leik.“ Næsti leikur Keflavíkur er einmitt gegn ÍBV í eyjum, sem verður virkilega mikilvægur leikur fyrir botnlið Keflavíkur. „Við eigum möguleika í öllum leikjum, það er bara þannig. Við verðum að gefa allt í þetta og það hlýtur eitthvað að fara að falla með okkur, ég trúi ekki öðru,“ sagði Hjörtur. Kjartan: Við erum búnar að vera að bíða eftir lukkunni Það hreinlega ljómaði af Kjart Kjartan Stefánsson er þjálfari Fylkis ani Stefánssyni, þjálfara Fylkis, í viðtali við Vísi eftir leik, en þessi sigur Fylkis var sá fyrsti í tæpa tvo mánuði. „Ég er hrikalega ánægður með þessa þrjá punkta. Við erum búnar að vera að bíða eftir lukkunni og hún kom í dag.“ Kjartan var ánægður með karakterinn sem liðið sitt sýndi í dag eftir að hafa lent undir. „Ég held að þetta sé mikið til vegna vinnusemi og svo ákveðinni heppni á ákveðnum stöðum. Þetta að gefast ekki upp, að fá mark á sig og koma til baka og vera sterkari eftir það. Ég er gríðarlega sáttur með stelpurnar og þær eru að svara svolítið þessu mótlæti sem við erum búnar að vera í. Ég er virkilega ánægður með þær,“ svaraði Kjartan aðspurður af því hvað skóp sigur liðsins í kvöld. „Það er gríðarlega gott að lyfta sér af botninum en það er svo rosalega stutt á milli í þessu. Við gætum alveg verið komnar aftur þangað eftir næsta leik. Þetta er alveg langt frá því að vera búið. Ég held að þetta verður alveg barátta fram á síðasta leik, það er klárt,“ sagði Kjartan varkár, að ekki væri orðið tímabært að fagna strax. Bryndís Arna fór beinustu leið upp á spítala í myndatöku eftir leik. Kjartan er ekki viss með stöðuna sínum helsta markaskorara í sumar. „Ég er í rauninni ekki með neinar frekari fréttir. Þetta gæti verið beinbrot því hún lenti illa og það er ekki gott fyrir okkur en vonandi er þetta bara ekki neitt.“ Næsti leikur Fylkis er gegn Selfyssingum, sem hafa aðeins verið að hiksta undanfarið eftir góða byrjun á tímabilinu. „Við verðum að mæta Selfossi, þær eru með hörku lið og þetta hafa yfirleitt verið skemmtilegir leikir þegar við mætumst. Ég vona það haldi áfram,“ sagði Kjartan Stefánsson að lokum.
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti