Vill að Pólland segi sig úr Evrópusambandinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. ágúst 2021 07:57 Zbigniew Ziobro, dómsmálaráðherra Póllands, segir tíma til kominn að Pólland hætti að verða við öllum kröfum Evrópusambandsins. EPA-EFE/RAFAL GUZ Dómsmálaráðherra Póllands segir að kominn sé tími til að landið segi sig úr Evrópusambandinu vegna afskipta sambandsins af nýsettum lögum í Póllandi sem heimila að dómurum sé refsað fari þeir ekki að vilja framkvæmdavaldsins. Spennan milli Varsjár og Brussel hefur stigmagnast undanfarin ár vegna lagaumhverfisins í Póllandi. Evrópudómstóllinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að lögin standist ekki og þau beri að afnema. Gagnrýnendur segja lögin notuð í pólitískum tilgangi. Pólland hefur nú aðeins tíu daga til að fella lögin úr gildi. Verði Pólland ekki við því mun Evrópusambandið grípa til efnahagslegra refsiaðgerða. „Ég er mjög mótfallinn því að Pólland lúti ólöglegum kúgunum Evrópusambandsins sem Evrópudómstóllinn hefur innt af hendi,“ sagði Zbigniew Ziobro, dómsmálaráðherra, í viðtali við Rzeczpospolita Daily sem birtist í dag. „Sú hugmynd að Evrópusambandið sé góði frændinn sem gefi okkur peninga, og að við eigum að lúta kröfum þess sama hvað, er áróður og stenst ekki skoðun,“ sagði hann og bætti við að hann væri hlynntur aðild að Evrópusambandinu en það ætti ekki að vera skilyrðalaust. Ziobro er leiðtogi Sameinað Pólland, íhaldssams flokks í samsteypustjórn Póllands, og er arkítekt lagabreytinga sem hafa vakið upp miklar deilur milli ríkisins og Evrópusambandsins. Sambandið telur að breytingarnar grafi undan sjálfstæði dómstóla í Póllandi. Ríkisstjórn Póllands hefur deilt um hvað skuli gera í málinu. Frjálslyndari flokkar ríkisstjórnarinnar telja að miðla eigi málum við Evrópusambandið en Sameinað Pólland, flokkur Ziobros, telur að refsingarnar, sem dómarar geta sætt, séu nauðsynlegar svo að dómarar telji sig ekki yfir lög og reglur hafna. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum er meirihluti Pólverja hlynntur aðild að Evrópusambandinu. Þrátt fyrir það sýnir ný skoðanakönnun, sem gerð var fyrir Rzeczpospolita, að 17 prósent Pólverja sé hlynntir því að yfirgefa Evrópusambandið sem er töluverð aukning miðað við eldri kannanir. Pólland Evrópusambandið Tengdar fréttir Telur Ungverja ekki eiga erindi í ESB lengur Ungversk stjórnvöld sæta nú vaxandi þrýstingi vegna nýrra og umdeildra laga sem banna fræðslu ungmenna um samkynhneigð. Forsætisráðherra Hollands sagði Ungverja ekki lengur eiga neitt erindi í Evrópusambandið í dag. 24. júní 2021 22:59 Telur ólíklegt að Pólland segi sig úr Evrópusambandinu Íhaldssamur þjóðernissinni, Andrzej Duda, vann sigur í forsetakosningum í Póllandi í gær með afar naumum meirihluta. Kosningarnar benda til að Pólverjar séu klofnir í tvær álíka stórar fylkingar sem greinir mjög á um framtíð landsins. 13. júlí 2020 21:00 ESB hefur áhyggjur af póstkosningu í Póllandi Varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segist hafa áhyggjur af lögmæti og áreiðanleika forsetakosninga í Póllandi í næsta mánuði eftir að pólska þingið samþykkti að fresta ekki kosningunum vegna kórónuveirufaraldursins heldur halda póstkosningu. 8. apríl 2020 10:27 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Spennan milli Varsjár og Brussel hefur stigmagnast undanfarin ár vegna lagaumhverfisins í Póllandi. Evrópudómstóllinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að lögin standist ekki og þau beri að afnema. Gagnrýnendur segja lögin notuð í pólitískum tilgangi. Pólland hefur nú aðeins tíu daga til að fella lögin úr gildi. Verði Pólland ekki við því mun Evrópusambandið grípa til efnahagslegra refsiaðgerða. „Ég er mjög mótfallinn því að Pólland lúti ólöglegum kúgunum Evrópusambandsins sem Evrópudómstóllinn hefur innt af hendi,“ sagði Zbigniew Ziobro, dómsmálaráðherra, í viðtali við Rzeczpospolita Daily sem birtist í dag. „Sú hugmynd að Evrópusambandið sé góði frændinn sem gefi okkur peninga, og að við eigum að lúta kröfum þess sama hvað, er áróður og stenst ekki skoðun,“ sagði hann og bætti við að hann væri hlynntur aðild að Evrópusambandinu en það ætti ekki að vera skilyrðalaust. Ziobro er leiðtogi Sameinað Pólland, íhaldssams flokks í samsteypustjórn Póllands, og er arkítekt lagabreytinga sem hafa vakið upp miklar deilur milli ríkisins og Evrópusambandsins. Sambandið telur að breytingarnar grafi undan sjálfstæði dómstóla í Póllandi. Ríkisstjórn Póllands hefur deilt um hvað skuli gera í málinu. Frjálslyndari flokkar ríkisstjórnarinnar telja að miðla eigi málum við Evrópusambandið en Sameinað Pólland, flokkur Ziobros, telur að refsingarnar, sem dómarar geta sætt, séu nauðsynlegar svo að dómarar telji sig ekki yfir lög og reglur hafna. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum er meirihluti Pólverja hlynntur aðild að Evrópusambandinu. Þrátt fyrir það sýnir ný skoðanakönnun, sem gerð var fyrir Rzeczpospolita, að 17 prósent Pólverja sé hlynntir því að yfirgefa Evrópusambandið sem er töluverð aukning miðað við eldri kannanir.
Pólland Evrópusambandið Tengdar fréttir Telur Ungverja ekki eiga erindi í ESB lengur Ungversk stjórnvöld sæta nú vaxandi þrýstingi vegna nýrra og umdeildra laga sem banna fræðslu ungmenna um samkynhneigð. Forsætisráðherra Hollands sagði Ungverja ekki lengur eiga neitt erindi í Evrópusambandið í dag. 24. júní 2021 22:59 Telur ólíklegt að Pólland segi sig úr Evrópusambandinu Íhaldssamur þjóðernissinni, Andrzej Duda, vann sigur í forsetakosningum í Póllandi í gær með afar naumum meirihluta. Kosningarnar benda til að Pólverjar séu klofnir í tvær álíka stórar fylkingar sem greinir mjög á um framtíð landsins. 13. júlí 2020 21:00 ESB hefur áhyggjur af póstkosningu í Póllandi Varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segist hafa áhyggjur af lögmæti og áreiðanleika forsetakosninga í Póllandi í næsta mánuði eftir að pólska þingið samþykkti að fresta ekki kosningunum vegna kórónuveirufaraldursins heldur halda póstkosningu. 8. apríl 2020 10:27 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Telur Ungverja ekki eiga erindi í ESB lengur Ungversk stjórnvöld sæta nú vaxandi þrýstingi vegna nýrra og umdeildra laga sem banna fræðslu ungmenna um samkynhneigð. Forsætisráðherra Hollands sagði Ungverja ekki lengur eiga neitt erindi í Evrópusambandið í dag. 24. júní 2021 22:59
Telur ólíklegt að Pólland segi sig úr Evrópusambandinu Íhaldssamur þjóðernissinni, Andrzej Duda, vann sigur í forsetakosningum í Póllandi í gær með afar naumum meirihluta. Kosningarnar benda til að Pólverjar séu klofnir í tvær álíka stórar fylkingar sem greinir mjög á um framtíð landsins. 13. júlí 2020 21:00
ESB hefur áhyggjur af póstkosningu í Póllandi Varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segist hafa áhyggjur af lögmæti og áreiðanleika forsetakosninga í Póllandi í næsta mánuði eftir að pólska þingið samþykkti að fresta ekki kosningunum vegna kórónuveirufaraldursins heldur halda póstkosningu. 8. apríl 2020 10:27