Diana og Sue nú bara einum sigri frá gulli á fimmtu Ólympíuleikunum í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2021 09:01 Diana Taurasi og Sue Bird fagna félögum sínum í bandaríska liðinu á Ólympíuleikunum í Tókýó. AP/Eric Gay Bandarísku körfuboltakonurnar Diana Taurasi og Sue Bird komust í nótt með landsliði sínu í úrslitaleik körfuboltakvenna kvenna á Ólympíuleikunum í Tókýó. Bandaríska liðið vann þá öruggan tuttugu stiga sigur á Evrópumeisturum Serba, 79-59, og er komið alla leið í úrslitaleik Ólympíuleikanna á sjöundu leikunum í röð. MEDAL GAME BOUND With a 79-59 win over Serbia, the U.S. Women's National Team will play for their 7th straight medal #Tokyo2020 #Basketball pic.twitter.com/0xv7f6BbS5— WNBA (@WNBA) August 6, 2021 Reynsluboltarnir Diana Taurasi og Sue Bird hafa verið með í síðustu fjórum Ólympíumeistaraliðum Bandaríkjanna og er nú því bara einum sigri frá gulli á fimmtu leikunum í röð. Báðar fengu þær gull um hálsinn í Aþenu 2004, í Peking 2008, í London 2012 og í Ríó 2016. Bird er fertug og Taurasi er 39 ára. Aðeins ein bandarísk körfuboltakona hefur unnið fimm Ólympíugull en því náði Teresa Edwards á árunum 1984 til 2000. Hún vann þó ekki fimm gull í röð því bandaríska liðið fékk bara brons í Barcelona 1992. Diana Taurasi and Sue Bird head to their 5th straight Olympic #basketball final. #USA Legends. pic.twitter.com/xkbF580iKr— Olympics (@Olympics) August 6, 2021 Bandarísku stelpurnar voru ekki alltof sannfærandi í byrjun mótsins en hafa spilað betur og betur með hverjum leik. Sigurinn í nótt var aldrei í hættu og nú bíða annað hvort Frakkland eða Japan í úrslitaleiknum. Miðherjinn Brittney Griner var atkvæðamest í bandaríska liðinu með 15 stig og 12 fráköst, Breanna Stewart var með 12 stig og 10 fráköst og Chelsea Gray kom inn af bekknum með 14 stig. Bird skoraði átta stig, gaf fjórar stoðsendingar og stal þremur boltum en Taurasi var stigalaus en með fjórar stoðsendingar á þrettán mínútum. Enginn úr byrjunarliði Serba skoraði meira en sex stig í leiknum og byrjunarliðið var samtals með 17 stig og 28 prósent skotnýtingu. Körfubolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjá meira
Bandaríska liðið vann þá öruggan tuttugu stiga sigur á Evrópumeisturum Serba, 79-59, og er komið alla leið í úrslitaleik Ólympíuleikanna á sjöundu leikunum í röð. MEDAL GAME BOUND With a 79-59 win over Serbia, the U.S. Women's National Team will play for their 7th straight medal #Tokyo2020 #Basketball pic.twitter.com/0xv7f6BbS5— WNBA (@WNBA) August 6, 2021 Reynsluboltarnir Diana Taurasi og Sue Bird hafa verið með í síðustu fjórum Ólympíumeistaraliðum Bandaríkjanna og er nú því bara einum sigri frá gulli á fimmtu leikunum í röð. Báðar fengu þær gull um hálsinn í Aþenu 2004, í Peking 2008, í London 2012 og í Ríó 2016. Bird er fertug og Taurasi er 39 ára. Aðeins ein bandarísk körfuboltakona hefur unnið fimm Ólympíugull en því náði Teresa Edwards á árunum 1984 til 2000. Hún vann þó ekki fimm gull í röð því bandaríska liðið fékk bara brons í Barcelona 1992. Diana Taurasi and Sue Bird head to their 5th straight Olympic #basketball final. #USA Legends. pic.twitter.com/xkbF580iKr— Olympics (@Olympics) August 6, 2021 Bandarísku stelpurnar voru ekki alltof sannfærandi í byrjun mótsins en hafa spilað betur og betur með hverjum leik. Sigurinn í nótt var aldrei í hættu og nú bíða annað hvort Frakkland eða Japan í úrslitaleiknum. Miðherjinn Brittney Griner var atkvæðamest í bandaríska liðinu með 15 stig og 12 fráköst, Breanna Stewart var með 12 stig og 10 fráköst og Chelsea Gray kom inn af bekknum með 14 stig. Bird skoraði átta stig, gaf fjórar stoðsendingar og stal þremur boltum en Taurasi var stigalaus en með fjórar stoðsendingar á þrettán mínútum. Enginn úr byrjunarliði Serba skoraði meira en sex stig í leiknum og byrjunarliðið var samtals með 17 stig og 28 prósent skotnýtingu.
Körfubolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjá meira