Gríðarlega stoltur af systur sinni sem er komin í úrslit á Ólympíuleikunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. ágúst 2021 10:01 Systkinin Christopher og Kellie Harrington fyrir allmörgum árum. úr einkasafni Þjálfari kvennaliðs Fram í fótbolta, Christopher Harrington, kveðst afar stoltur af systur sinni, Kellie, sem er komin í úrslit í léttvigt í hnefaleikum á Ólympíuleikunum í Tókýó. Kellie tryggði sér sæti í úrslitum með sigri á Sudaporn Seesondee frá Taílandi í gær. Bardaginn var jafn og spennandi en þrír dómarar dæmdu Kellie í vil en tveir Seesondee. „Ég er mjög stoltur og það er eiginlega erfitt að segja hversu stoltur ég er. Það er erfitt að lýsa þessu en stoltið er mikið,“ sagði Christopher í samtali við Vísi í gær. Hann var þá á leið heim til Írlands þar sem hann mun fylgjast með úrslitabardaganum ásamt fjölskyldu sinni. Hann horfir á alla bardaga systur sinnar og fylgdist að sjálfsögðu vel með undanúrslitabardaganum í gærmorgun. „Ég horfi á alla bardaga hennar, sama hvar þeir eru í heiminum, og það kom aldrei til greina að missa af bardögunum hennar á Ólympíuleikunum,“ sagði Christopher. Kellie fagnar sigrinum í undanúrslitunum í gær.getty/Stephen McCarthy Þetta var ekki fyrsti bardagi þeirra Kellie og Seesondee en þær mættust einnig í úrslitum í léttvigt á heimsmeistaramótinu 2018. Þar hafði Kellie betur, 3-2, eins og í gær. „Þær þekkjast vel og þetta var alltaf að fara að vera jafn bardagi. Ég er bara ánægður að hún gerði nóg til að vinna,“ sagði Christopher. Kellie getur orðið önnur írska konan til að vinna gull í léttvigt á Ólympíuleikunum en Katie Taylor afrekaði það í London 2012. Í úrslitunum mætir Kellie Beatriz Ferreira frá Brasilíu. „Það eru alltaf helmingslíkur í úrslitaleik í hvaða íþrótt sem er. Hún verður sjálfsörugg og klár í slaginn og vonandi dugir það til,“ sagði Christopher. Christopher við veggspjald af systur sinni.úr einkasafni Hnefaleikar eru vinsælir á Írlandi enda hefur Írum gengið afar vel í greininni á Ólympíuleikum í gegnum tíðina. Alls hafa Írar unnið til átján verðlauna í hnefaleikum á Ólympíuleikum. Þá er medalían sem Kellie fær, hvort sem það verður gull eða brons, meðtalin. „Allir í Dublin og öll írska þjóðin hefur stokkið á þennan vagn og allir styðja við bakið á henni. Það eru myndir af henni á plakötum og auglýsingaskiltum úti á götu. Þetta er stórt,“ sagði Christopher. Að hans sögn byrjaði Kellie að box fyrir 12-15 árum. „Hún var alltaf virkur krakki og fann sig í boxinu. Hún varð svo frekar góð í því og vann landstitla á Írlandi,“ sagði Christopher. Kellie hefur einnig unnið til verðlauna á alþjóðlegum mótum. Hún varð í 2. sæti á HM 2016 og vann svo gullið tveimur árum síðar. Þá vann hún silfur á Evrópuleikunum 2019 og brons á EM 2018. Christopher er farinn heim til Dublin þar sem Harrington-fjölskyldan mun horfa saman á úrslitabardagann.úr einkasafni „Þetta hefur verið stöðug en jafnframt erfið leið hjá henni en að komast á toppinn er ótrúlegt,“ sagði Christopher sem er elstur fjögurra systkina. Meðfram því að stunda hnefaleika starfar Kellie við ræstingar á spítala í Dublin. Og þar ætlar hún að starfa áfram, jafnvel þótt hún verði Ólympíumeistari. „Hún er framlínustarfsmaður. Hún hefur fengið mörg tækifæri til að gerast atvinnumaður en draumur hennar var alltaf að keppa á Ólympíuleikunum fyrir hönd írsku þjóðarinnar. Það var frábært að komast á Ólympíuleikana og að fara í úrslit er draumi líkast,“ sagði Christopher að lokum. Box Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Sjá meira
Kellie tryggði sér sæti í úrslitum með sigri á Sudaporn Seesondee frá Taílandi í gær. Bardaginn var jafn og spennandi en þrír dómarar dæmdu Kellie í vil en tveir Seesondee. „Ég er mjög stoltur og það er eiginlega erfitt að segja hversu stoltur ég er. Það er erfitt að lýsa þessu en stoltið er mikið,“ sagði Christopher í samtali við Vísi í gær. Hann var þá á leið heim til Írlands þar sem hann mun fylgjast með úrslitabardaganum ásamt fjölskyldu sinni. Hann horfir á alla bardaga systur sinnar og fylgdist að sjálfsögðu vel með undanúrslitabardaganum í gærmorgun. „Ég horfi á alla bardaga hennar, sama hvar þeir eru í heiminum, og það kom aldrei til greina að missa af bardögunum hennar á Ólympíuleikunum,“ sagði Christopher. Kellie fagnar sigrinum í undanúrslitunum í gær.getty/Stephen McCarthy Þetta var ekki fyrsti bardagi þeirra Kellie og Seesondee en þær mættust einnig í úrslitum í léttvigt á heimsmeistaramótinu 2018. Þar hafði Kellie betur, 3-2, eins og í gær. „Þær þekkjast vel og þetta var alltaf að fara að vera jafn bardagi. Ég er bara ánægður að hún gerði nóg til að vinna,“ sagði Christopher. Kellie getur orðið önnur írska konan til að vinna gull í léttvigt á Ólympíuleikunum en Katie Taylor afrekaði það í London 2012. Í úrslitunum mætir Kellie Beatriz Ferreira frá Brasilíu. „Það eru alltaf helmingslíkur í úrslitaleik í hvaða íþrótt sem er. Hún verður sjálfsörugg og klár í slaginn og vonandi dugir það til,“ sagði Christopher. Christopher við veggspjald af systur sinni.úr einkasafni Hnefaleikar eru vinsælir á Írlandi enda hefur Írum gengið afar vel í greininni á Ólympíuleikum í gegnum tíðina. Alls hafa Írar unnið til átján verðlauna í hnefaleikum á Ólympíuleikum. Þá er medalían sem Kellie fær, hvort sem það verður gull eða brons, meðtalin. „Allir í Dublin og öll írska þjóðin hefur stokkið á þennan vagn og allir styðja við bakið á henni. Það eru myndir af henni á plakötum og auglýsingaskiltum úti á götu. Þetta er stórt,“ sagði Christopher. Að hans sögn byrjaði Kellie að box fyrir 12-15 árum. „Hún var alltaf virkur krakki og fann sig í boxinu. Hún varð svo frekar góð í því og vann landstitla á Írlandi,“ sagði Christopher. Kellie hefur einnig unnið til verðlauna á alþjóðlegum mótum. Hún varð í 2. sæti á HM 2016 og vann svo gullið tveimur árum síðar. Þá vann hún silfur á Evrópuleikunum 2019 og brons á EM 2018. Christopher er farinn heim til Dublin þar sem Harrington-fjölskyldan mun horfa saman á úrslitabardagann.úr einkasafni „Þetta hefur verið stöðug en jafnframt erfið leið hjá henni en að komast á toppinn er ótrúlegt,“ sagði Christopher sem er elstur fjögurra systkina. Meðfram því að stunda hnefaleika starfar Kellie við ræstingar á spítala í Dublin. Og þar ætlar hún að starfa áfram, jafnvel þótt hún verði Ólympíumeistari. „Hún er framlínustarfsmaður. Hún hefur fengið mörg tækifæri til að gerast atvinnumaður en draumur hennar var alltaf að keppa á Ólympíuleikunum fyrir hönd írsku þjóðarinnar. Það var frábært að komast á Ólympíuleikana og að fara í úrslit er draumi líkast,“ sagði Christopher að lokum.
Box Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Sjá meira