Gríðarlega stoltur af systur sinni sem er komin í úrslit á Ólympíuleikunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. ágúst 2021 10:01 Systkinin Christopher og Kellie Harrington fyrir allmörgum árum. úr einkasafni Þjálfari kvennaliðs Fram í fótbolta, Christopher Harrington, kveðst afar stoltur af systur sinni, Kellie, sem er komin í úrslit í léttvigt í hnefaleikum á Ólympíuleikunum í Tókýó. Kellie tryggði sér sæti í úrslitum með sigri á Sudaporn Seesondee frá Taílandi í gær. Bardaginn var jafn og spennandi en þrír dómarar dæmdu Kellie í vil en tveir Seesondee. „Ég er mjög stoltur og það er eiginlega erfitt að segja hversu stoltur ég er. Það er erfitt að lýsa þessu en stoltið er mikið,“ sagði Christopher í samtali við Vísi í gær. Hann var þá á leið heim til Írlands þar sem hann mun fylgjast með úrslitabardaganum ásamt fjölskyldu sinni. Hann horfir á alla bardaga systur sinnar og fylgdist að sjálfsögðu vel með undanúrslitabardaganum í gærmorgun. „Ég horfi á alla bardaga hennar, sama hvar þeir eru í heiminum, og það kom aldrei til greina að missa af bardögunum hennar á Ólympíuleikunum,“ sagði Christopher. Kellie fagnar sigrinum í undanúrslitunum í gær.getty/Stephen McCarthy Þetta var ekki fyrsti bardagi þeirra Kellie og Seesondee en þær mættust einnig í úrslitum í léttvigt á heimsmeistaramótinu 2018. Þar hafði Kellie betur, 3-2, eins og í gær. „Þær þekkjast vel og þetta var alltaf að fara að vera jafn bardagi. Ég er bara ánægður að hún gerði nóg til að vinna,“ sagði Christopher. Kellie getur orðið önnur írska konan til að vinna gull í léttvigt á Ólympíuleikunum en Katie Taylor afrekaði það í London 2012. Í úrslitunum mætir Kellie Beatriz Ferreira frá Brasilíu. „Það eru alltaf helmingslíkur í úrslitaleik í hvaða íþrótt sem er. Hún verður sjálfsörugg og klár í slaginn og vonandi dugir það til,“ sagði Christopher. Christopher við veggspjald af systur sinni.úr einkasafni Hnefaleikar eru vinsælir á Írlandi enda hefur Írum gengið afar vel í greininni á Ólympíuleikum í gegnum tíðina. Alls hafa Írar unnið til átján verðlauna í hnefaleikum á Ólympíuleikum. Þá er medalían sem Kellie fær, hvort sem það verður gull eða brons, meðtalin. „Allir í Dublin og öll írska þjóðin hefur stokkið á þennan vagn og allir styðja við bakið á henni. Það eru myndir af henni á plakötum og auglýsingaskiltum úti á götu. Þetta er stórt,“ sagði Christopher. Að hans sögn byrjaði Kellie að box fyrir 12-15 árum. „Hún var alltaf virkur krakki og fann sig í boxinu. Hún varð svo frekar góð í því og vann landstitla á Írlandi,“ sagði Christopher. Kellie hefur einnig unnið til verðlauna á alþjóðlegum mótum. Hún varð í 2. sæti á HM 2016 og vann svo gullið tveimur árum síðar. Þá vann hún silfur á Evrópuleikunum 2019 og brons á EM 2018. Christopher er farinn heim til Dublin þar sem Harrington-fjölskyldan mun horfa saman á úrslitabardagann.úr einkasafni „Þetta hefur verið stöðug en jafnframt erfið leið hjá henni en að komast á toppinn er ótrúlegt,“ sagði Christopher sem er elstur fjögurra systkina. Meðfram því að stunda hnefaleika starfar Kellie við ræstingar á spítala í Dublin. Og þar ætlar hún að starfa áfram, jafnvel þótt hún verði Ólympíumeistari. „Hún er framlínustarfsmaður. Hún hefur fengið mörg tækifæri til að gerast atvinnumaður en draumur hennar var alltaf að keppa á Ólympíuleikunum fyrir hönd írsku þjóðarinnar. Það var frábært að komast á Ólympíuleikana og að fara í úrslit er draumi líkast,“ sagði Christopher að lokum. Box Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska Sjá meira
Kellie tryggði sér sæti í úrslitum með sigri á Sudaporn Seesondee frá Taílandi í gær. Bardaginn var jafn og spennandi en þrír dómarar dæmdu Kellie í vil en tveir Seesondee. „Ég er mjög stoltur og það er eiginlega erfitt að segja hversu stoltur ég er. Það er erfitt að lýsa þessu en stoltið er mikið,“ sagði Christopher í samtali við Vísi í gær. Hann var þá á leið heim til Írlands þar sem hann mun fylgjast með úrslitabardaganum ásamt fjölskyldu sinni. Hann horfir á alla bardaga systur sinnar og fylgdist að sjálfsögðu vel með undanúrslitabardaganum í gærmorgun. „Ég horfi á alla bardaga hennar, sama hvar þeir eru í heiminum, og það kom aldrei til greina að missa af bardögunum hennar á Ólympíuleikunum,“ sagði Christopher. Kellie fagnar sigrinum í undanúrslitunum í gær.getty/Stephen McCarthy Þetta var ekki fyrsti bardagi þeirra Kellie og Seesondee en þær mættust einnig í úrslitum í léttvigt á heimsmeistaramótinu 2018. Þar hafði Kellie betur, 3-2, eins og í gær. „Þær þekkjast vel og þetta var alltaf að fara að vera jafn bardagi. Ég er bara ánægður að hún gerði nóg til að vinna,“ sagði Christopher. Kellie getur orðið önnur írska konan til að vinna gull í léttvigt á Ólympíuleikunum en Katie Taylor afrekaði það í London 2012. Í úrslitunum mætir Kellie Beatriz Ferreira frá Brasilíu. „Það eru alltaf helmingslíkur í úrslitaleik í hvaða íþrótt sem er. Hún verður sjálfsörugg og klár í slaginn og vonandi dugir það til,“ sagði Christopher. Christopher við veggspjald af systur sinni.úr einkasafni Hnefaleikar eru vinsælir á Írlandi enda hefur Írum gengið afar vel í greininni á Ólympíuleikum í gegnum tíðina. Alls hafa Írar unnið til átján verðlauna í hnefaleikum á Ólympíuleikum. Þá er medalían sem Kellie fær, hvort sem það verður gull eða brons, meðtalin. „Allir í Dublin og öll írska þjóðin hefur stokkið á þennan vagn og allir styðja við bakið á henni. Það eru myndir af henni á plakötum og auglýsingaskiltum úti á götu. Þetta er stórt,“ sagði Christopher. Að hans sögn byrjaði Kellie að box fyrir 12-15 árum. „Hún var alltaf virkur krakki og fann sig í boxinu. Hún varð svo frekar góð í því og vann landstitla á Írlandi,“ sagði Christopher. Kellie hefur einnig unnið til verðlauna á alþjóðlegum mótum. Hún varð í 2. sæti á HM 2016 og vann svo gullið tveimur árum síðar. Þá vann hún silfur á Evrópuleikunum 2019 og brons á EM 2018. Christopher er farinn heim til Dublin þar sem Harrington-fjölskyldan mun horfa saman á úrslitabardagann.úr einkasafni „Þetta hefur verið stöðug en jafnframt erfið leið hjá henni en að komast á toppinn er ótrúlegt,“ sagði Christopher sem er elstur fjögurra systkina. Meðfram því að stunda hnefaleika starfar Kellie við ræstingar á spítala í Dublin. Og þar ætlar hún að starfa áfram, jafnvel þótt hún verði Ólympíumeistari. „Hún er framlínustarfsmaður. Hún hefur fengið mörg tækifæri til að gerast atvinnumaður en draumur hennar var alltaf að keppa á Ólympíuleikunum fyrir hönd írsku þjóðarinnar. Það var frábært að komast á Ólympíuleikana og að fara í úrslit er draumi líkast,“ sagði Christopher að lokum.
Box Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska Sjá meira