Yngsti verðlaunahafi Breta á ÓL heppin að vera á lífi eftir brettaslys í fyrra Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. ágúst 2021 10:00 Sky Brown með bronsmedalíuna sína. getty/Jean Catuffe Sky Brown sem varð yngsti verðlaunahafi Bretlands á Ólympíuleikunum í gær var hætt komin eftir slys sem hún lenti í á síðasta ári. Brown lenti í 3. sæti í hjólabrettakeppninni á Ólympíuleikunum í Tókýó í gær. Hún er nýorðin þrettán ára og er yngsti verðlaunahafi Bretlands í sögu Ólympíuleikanna. Brown hefði tæplega keppt á Ólympíuleikunum ef þeir hefðu farið fram í fyrra eins og áætlað var. Hún lenti nefnilega í alvarlegu slysi á æfingu í maí á síðasta ári. Faðir Browns sagði að hún væri heppin að vera á lífi eftir slysið. Hún höfuðkúpubrotnaði, braut aðra höndina og úlnlið og hjarta og lungu hennar sködduðust. Brown lét þetta ekki á sig fá og lofaði að keppa að keppa á Ólympíuleikunum og vinna til gullverðlauna. Hún komst vissulega til Tókýó en varð að gera sér bronsið að góðu. Sakura Yosozumi frá Japan vann gullið. Brown er ýmislegt til lista lagt.getty/Jean Catuffe Brown er stórhuga og ætlar sér að keppa í tveimur greinum á Ólympíuleikunum í París eftir þrjú ár. Hún fer á brimbretti flesta daga áður en hún fer í skólann og ætlar að keppa í þeirri grein í París. Faðir Browns tókst að tala dóttur sína af því að keppa í tveimur greinum í Tókýó en óvíst er hvort það takist aftur. Það gæti þó reynst þrautinni þyngri fyrir Brown að keppa í báðum greinunum því brimbrettakeppnin fer fram á Tahítí sem er rúmlega sextán þúsund kílómetra frá París. Brown er ekki bara mikil íþróttakona heldur hefur hún gaman að því að syngja og dansa og vann meðal annars sigur í barnaútgáfu raunveruleikaþáttarins Dancing with the Stars fyrir þremur árum. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bretland Hjólabretti Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fleiri fréttir Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Dagskráin: Doc Zone, meistarar mætast í Bestu og lokaumferð Bestu kvenna Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Sjá meira
Brown lenti í 3. sæti í hjólabrettakeppninni á Ólympíuleikunum í Tókýó í gær. Hún er nýorðin þrettán ára og er yngsti verðlaunahafi Bretlands í sögu Ólympíuleikanna. Brown hefði tæplega keppt á Ólympíuleikunum ef þeir hefðu farið fram í fyrra eins og áætlað var. Hún lenti nefnilega í alvarlegu slysi á æfingu í maí á síðasta ári. Faðir Browns sagði að hún væri heppin að vera á lífi eftir slysið. Hún höfuðkúpubrotnaði, braut aðra höndina og úlnlið og hjarta og lungu hennar sködduðust. Brown lét þetta ekki á sig fá og lofaði að keppa að keppa á Ólympíuleikunum og vinna til gullverðlauna. Hún komst vissulega til Tókýó en varð að gera sér bronsið að góðu. Sakura Yosozumi frá Japan vann gullið. Brown er ýmislegt til lista lagt.getty/Jean Catuffe Brown er stórhuga og ætlar sér að keppa í tveimur greinum á Ólympíuleikunum í París eftir þrjú ár. Hún fer á brimbretti flesta daga áður en hún fer í skólann og ætlar að keppa í þeirri grein í París. Faðir Browns tókst að tala dóttur sína af því að keppa í tveimur greinum í Tókýó en óvíst er hvort það takist aftur. Það gæti þó reynst þrautinni þyngri fyrir Brown að keppa í báðum greinunum því brimbrettakeppnin fer fram á Tahítí sem er rúmlega sextán þúsund kílómetra frá París. Brown er ekki bara mikil íþróttakona heldur hefur hún gaman að því að syngja og dansa og vann meðal annars sigur í barnaútgáfu raunveruleikaþáttarins Dancing with the Stars fyrir þremur árum.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bretland Hjólabretti Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fleiri fréttir Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Dagskráin: Doc Zone, meistarar mætast í Bestu og lokaumferð Bestu kvenna Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Sjá meira