Tveir lagðir beint inn á gjörgæslu og ekki sér fyrir topp bylgjunnar Kjartan Kjartansson skrifar 4. ágúst 2021 20:28 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er uggandi yfir stöðunni og örum vexti bylgjunnar sem nú er í gangi. Vísir/Vilhelm Þrír sjúklingar liggja nú á gjörgæsludeild Landspítalans með Covid-19 eftir að tveir voru lagðir beint þangað inn síðdegis í dag. Forstjóri spítalans, segir að ekki sjái enn fyrir toppinn á núverandi bylgju faraldursins og að hann geti jafnvel orðið enn stærri en spálíkön gera ráð fyrir vegna lítilla takmarkana. Átján eru nú á Landspítalanum smitaðir af Covid-19, fimmtán á smitsjúkdómadeild og þrír á gjörgæslu. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir í samtali við Vísi að ljóst sé að Landspítalinn eigi í alvarlegum vanda, ekki síst vegna þess hversu hratt bylgjan vex nú. Runnið sé nokkuð blint í sjóinn þar sem sóttvarnaaðgerðir nú séu töluvert vægari en í fyrri bylgjum faraldursins. „Við sjáum á spálíkönum og fyrri reynslu að við erum ekki búin að sjá toppinn á þessari bylgju. Auk þess má búast við því að þessi bylgja verði stærri vegna þess að það eru ekki aðgerðir í samfélaginu með sama hætti og í fyrri bylgjum,“ segir Páll. Fjöldi sjúklinga með Covid-19 á Landspítalanum nú er innan marka spálíkans sem unnið hefur verið eftir. „Það sem við höfum verið að sjá er um miðbik, á milli efri og neðri marka,“ segir Páll. Mikið álag er nú á starfsfólki Landspítalans, meðal annars vegna þess að bylgjan hittir á sumarleyfatíma starfsfólks. Í tilkynningu sem spítalinn sendi frá sér í dag kom fram að álag væri sérstaklega mikið á bráðamóttöku og að þar gæti fólk átt von á löngum biðtíma. Páll segir starfsfólk þreytt eftir langvinna baráttu við faraldurinn en því var það hvatt sérstaklega til þess að taka sér sumarfrí. Í ljósi stöðunnar sem nú er uppi þar sem spítalinn á erfitt með að manna sérhæfðar deildir hefur þurft að biðla til starfsfólks um að snúa fyrr aftur til vinnu úr fríi. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Reglur ferðalanga breytast þegar Ísland verður rautt á morgun Ísland verður rautt á korti sóttvarnarstofnunnar Evrópu á morgun en ferðaþjónustan hefur ekki miklar áhyggjur af afleiðingum þess. 4. ágúst 2021 20:00 Reynslan af bylgjunni ráði næstu skrefum Stjórnvöld og sóttvarnayfirvöld þurfa að læra af reynslu þessarar bylgju kórónuveirufaraldursins áður en ákvörðun verður tekin um hvað tekur við þegar núverandi takmarkanir falla úr gildi, að sögn Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. 4. ágúst 2021 19:33 Fjöldi afbrigða sýni að veiran flæði yfir landamærin Flest bendir til þess að kórónuveiran sé að flæða yfir landamærin þar sem yfir helmingur smitaðra greinist með ýmsar nýjar stökkbreytingar delta-afbrigðisins að sögn forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann telur að skima eigi alla á landamærunum og ráðast í bólusetningarátak. Þannig sé hægt að takmarka aðgerðir innanlands. 4. ágúst 2021 18:31 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Átján eru nú á Landspítalanum smitaðir af Covid-19, fimmtán á smitsjúkdómadeild og þrír á gjörgæslu. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir í samtali við Vísi að ljóst sé að Landspítalinn eigi í alvarlegum vanda, ekki síst vegna þess hversu hratt bylgjan vex nú. Runnið sé nokkuð blint í sjóinn þar sem sóttvarnaaðgerðir nú séu töluvert vægari en í fyrri bylgjum faraldursins. „Við sjáum á spálíkönum og fyrri reynslu að við erum ekki búin að sjá toppinn á þessari bylgju. Auk þess má búast við því að þessi bylgja verði stærri vegna þess að það eru ekki aðgerðir í samfélaginu með sama hætti og í fyrri bylgjum,“ segir Páll. Fjöldi sjúklinga með Covid-19 á Landspítalanum nú er innan marka spálíkans sem unnið hefur verið eftir. „Það sem við höfum verið að sjá er um miðbik, á milli efri og neðri marka,“ segir Páll. Mikið álag er nú á starfsfólki Landspítalans, meðal annars vegna þess að bylgjan hittir á sumarleyfatíma starfsfólks. Í tilkynningu sem spítalinn sendi frá sér í dag kom fram að álag væri sérstaklega mikið á bráðamóttöku og að þar gæti fólk átt von á löngum biðtíma. Páll segir starfsfólk þreytt eftir langvinna baráttu við faraldurinn en því var það hvatt sérstaklega til þess að taka sér sumarfrí. Í ljósi stöðunnar sem nú er uppi þar sem spítalinn á erfitt með að manna sérhæfðar deildir hefur þurft að biðla til starfsfólks um að snúa fyrr aftur til vinnu úr fríi.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Reglur ferðalanga breytast þegar Ísland verður rautt á morgun Ísland verður rautt á korti sóttvarnarstofnunnar Evrópu á morgun en ferðaþjónustan hefur ekki miklar áhyggjur af afleiðingum þess. 4. ágúst 2021 20:00 Reynslan af bylgjunni ráði næstu skrefum Stjórnvöld og sóttvarnayfirvöld þurfa að læra af reynslu þessarar bylgju kórónuveirufaraldursins áður en ákvörðun verður tekin um hvað tekur við þegar núverandi takmarkanir falla úr gildi, að sögn Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. 4. ágúst 2021 19:33 Fjöldi afbrigða sýni að veiran flæði yfir landamærin Flest bendir til þess að kórónuveiran sé að flæða yfir landamærin þar sem yfir helmingur smitaðra greinist með ýmsar nýjar stökkbreytingar delta-afbrigðisins að sögn forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann telur að skima eigi alla á landamærunum og ráðast í bólusetningarátak. Þannig sé hægt að takmarka aðgerðir innanlands. 4. ágúst 2021 18:31 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Reglur ferðalanga breytast þegar Ísland verður rautt á morgun Ísland verður rautt á korti sóttvarnarstofnunnar Evrópu á morgun en ferðaþjónustan hefur ekki miklar áhyggjur af afleiðingum þess. 4. ágúst 2021 20:00
Reynslan af bylgjunni ráði næstu skrefum Stjórnvöld og sóttvarnayfirvöld þurfa að læra af reynslu þessarar bylgju kórónuveirufaraldursins áður en ákvörðun verður tekin um hvað tekur við þegar núverandi takmarkanir falla úr gildi, að sögn Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. 4. ágúst 2021 19:33
Fjöldi afbrigða sýni að veiran flæði yfir landamærin Flest bendir til þess að kórónuveiran sé að flæða yfir landamærin þar sem yfir helmingur smitaðra greinist með ýmsar nýjar stökkbreytingar delta-afbrigðisins að sögn forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann telur að skima eigi alla á landamærunum og ráðast í bólusetningarátak. Þannig sé hægt að takmarka aðgerðir innanlands. 4. ágúst 2021 18:31
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent