Reglur ferðalanga breytast þegar Ísland verður rautt Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. ágúst 2021 20:00 Ísland verður rautt á korti sóttvarnarstofnunnar Evrópu á morgun. sigurjón ólason Ísland verður rautt á korti sóttvarnarstofnunnar Evrópu á morgun en ferðaþjónustan hefur ekki miklar áhyggjur af afleiðingum þess. Kort sóttvarnastofnunar Evrópu er uppfært alla fimmtudaga með tölum um fjórtán daga nýgengi smita. Ísland verður skilgreint rautt á kortinu á morgun sem þýðir að aðildarríki Evrópusambandsins muni mæla gegn ferðalögum til Íslands. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir rauðan lit Íslands ekki hafa eins sterk áhrif og hann hefði haft áður en hluti heimsbyggðarinnar var bólusettur. Hann segir ríki horfa til fleiri þátta en fjölda smita í hverju landi fyrir sig. „Það er til dæmis verið að horfa til þess hvert hlutfall bólusettra sé í viðkomandi löndum þannig að ríkin eru að endurmeta það hvernig þau eiga að haga sínum sóttvörnum bæði á landamærum og innanlands,“ sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.sigurjón ólason „Sjáum nú hvaða reglur gilda fyrir bólusetta sem ferðast frá rauðu Íslandi til þessara helstu landa.“ Þeir sem ferðast héðan og til Spánar þurfa einungis að fylla út sérstakt forskráningar eyðublað og sýna fram á bólusetningarvottorð við komuna til landsins. Bresk stjórnvöld styðjast við sitt eigið sóttvarnakort og verður næsta uppfærsla þess tilkynnt á morgun og tekur gildi á mánudaginn. Ef Ísland verður grænt eða appelsínugult á þeirra korti munu bólusettir þurfa að fylla út forskráningarform, framvísa neikvæðu hrað- eða PCR prófi og fara í sýnatöku innan tveggja daga eftir komuna til landsins. Verði Ísland rautt þurfa farþegar í tíu daga sóttkví auk alls þess sem ég nefndi áðan. Danir styðjast einnig við sitt eigið sóttvarnakort sem verður uppfært á föstudaginn. Ef Ísland verður rautt á þeirra lista þurfa bólusettir ferðamenn að sýna fram á neikvætt PCR-próf eða hraðpróf við komuna til landsins auk bólusetningarvottorðs. „En þessar reglur geta vægast sagt verið ruglningslegar og taka mjög hröðum breytingum, oft án fyrirvara. Því mælir utanríkisráðuneytið með því að ferðalangar kynni sér vel hvaða reglur gilda áður en lagt er af stað úr landi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Kort sóttvarnastofnunar Evrópu er uppfært alla fimmtudaga með tölum um fjórtán daga nýgengi smita. Ísland verður skilgreint rautt á kortinu á morgun sem þýðir að aðildarríki Evrópusambandsins muni mæla gegn ferðalögum til Íslands. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir rauðan lit Íslands ekki hafa eins sterk áhrif og hann hefði haft áður en hluti heimsbyggðarinnar var bólusettur. Hann segir ríki horfa til fleiri þátta en fjölda smita í hverju landi fyrir sig. „Það er til dæmis verið að horfa til þess hvert hlutfall bólusettra sé í viðkomandi löndum þannig að ríkin eru að endurmeta það hvernig þau eiga að haga sínum sóttvörnum bæði á landamærum og innanlands,“ sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.sigurjón ólason „Sjáum nú hvaða reglur gilda fyrir bólusetta sem ferðast frá rauðu Íslandi til þessara helstu landa.“ Þeir sem ferðast héðan og til Spánar þurfa einungis að fylla út sérstakt forskráningar eyðublað og sýna fram á bólusetningarvottorð við komuna til landsins. Bresk stjórnvöld styðjast við sitt eigið sóttvarnakort og verður næsta uppfærsla þess tilkynnt á morgun og tekur gildi á mánudaginn. Ef Ísland verður grænt eða appelsínugult á þeirra korti munu bólusettir þurfa að fylla út forskráningarform, framvísa neikvæðu hrað- eða PCR prófi og fara í sýnatöku innan tveggja daga eftir komuna til landsins. Verði Ísland rautt þurfa farþegar í tíu daga sóttkví auk alls þess sem ég nefndi áðan. Danir styðjast einnig við sitt eigið sóttvarnakort sem verður uppfært á föstudaginn. Ef Ísland verður rautt á þeirra lista þurfa bólusettir ferðamenn að sýna fram á neikvætt PCR-próf eða hraðpróf við komuna til landsins auk bólusetningarvottorðs. „En þessar reglur geta vægast sagt verið ruglningslegar og taka mjög hröðum breytingum, oft án fyrirvara. Því mælir utanríkisráðuneytið með því að ferðalangar kynni sér vel hvaða reglur gilda áður en lagt er af stað úr landi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira