Einni og hálfri milljón manna skipað að halda sig heima vegna nítján smitaðra Samúel Karl Ólason skrifar 4. ágúst 2021 14:45 Skimun fyrir Covid-19 meðal íbúa í Wuah, þar sem nýja kórónuveiran greindist fyrst. AP/Chinatopix Íbúum borgarinnar Zhangjiajie í Kína hefur verið meinað að yfirgefa heimili sín vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Um 1,5 milljón manna búa í borginni sem er einni vinsæll ferðamannastaður. Hvorki íbúar né ferðamenn fá að yfirgefa Zhangjiajie. Þá hefur Kommúnistaflokkur Kína refsað ráðamönnum í borginni fyrir að hafa ekki staðið sig nægilega vel í sóttvörnum. Það er þrátt fyrir að einungis nítján tilfelli hafi greinst þar á undanfarinni viku, samkvæmt opinberum tölum. AP fréttaveitan hefur þó eftir þarlendum fjölmiðlum að vitað sé að fólk sem hafi smitast í Zhangjiajie hafi farið til minnst fimm annarra héraða. Fréttaveitan segir yfirvöld í Kína hafa tilkynnt að 71 hefði greinst smitaður af Covid-19 í gær. Þar af væru nítján sem hefðu smitast innanlands. Í borginni Nanjing hafa alls 220 greinst smitaðir að undanförnu, samkvæmt frétt Global Times, sem er í eigu kínverska ríkisins. Útbreiðslan þar hefur verið rakin til alþjóðaflugvallar borgarinnar. Búið er að gefa rúmlega 1,71 milljarð bóluefnaskammta í Kína, þar sem um 1,4 milljarður mann býr. Samkvæmt opinberum yfirlýsingum er búið að fullbólusetja um 40 prósent þjóðarinnar. Hafa gripið til ferðatakmarkana Í heildina, frá því faraldurinn hófst í Kína í lok árs 2019 hafa yfirvöld í Kína skrásett 4.636 dauðsföll og 93.289 smitaða. Flestir þeirra sem smitast hafa í Kína smituðust í upphaflega faraldrinum í Wuhan. Delta-afbrigðið, sem greindist fyrst í Indlandi, hefur einnig greinst í Wuhan og hefur verið gripið til umfangsmikillar skimunar þar. Í frétt CNN segir að útbreiðsla smitaðra í Kína hafi valdið áhyggjum ráðamanna í Kína. Búið er að grípa til umfangsmikilla ferðatakmarkana innanlands og er sömuleiðis verið að taka landamærin hörðum tökum. Ekki á að hleypa ferðamönnum inn í landið nema þeir þurfi þess nauðsynlega og er verið að draga úr útgáfu vegabréfa fyrir Kínverja. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira
Hvorki íbúar né ferðamenn fá að yfirgefa Zhangjiajie. Þá hefur Kommúnistaflokkur Kína refsað ráðamönnum í borginni fyrir að hafa ekki staðið sig nægilega vel í sóttvörnum. Það er þrátt fyrir að einungis nítján tilfelli hafi greinst þar á undanfarinni viku, samkvæmt opinberum tölum. AP fréttaveitan hefur þó eftir þarlendum fjölmiðlum að vitað sé að fólk sem hafi smitast í Zhangjiajie hafi farið til minnst fimm annarra héraða. Fréttaveitan segir yfirvöld í Kína hafa tilkynnt að 71 hefði greinst smitaður af Covid-19 í gær. Þar af væru nítján sem hefðu smitast innanlands. Í borginni Nanjing hafa alls 220 greinst smitaðir að undanförnu, samkvæmt frétt Global Times, sem er í eigu kínverska ríkisins. Útbreiðslan þar hefur verið rakin til alþjóðaflugvallar borgarinnar. Búið er að gefa rúmlega 1,71 milljarð bóluefnaskammta í Kína, þar sem um 1,4 milljarður mann býr. Samkvæmt opinberum yfirlýsingum er búið að fullbólusetja um 40 prósent þjóðarinnar. Hafa gripið til ferðatakmarkana Í heildina, frá því faraldurinn hófst í Kína í lok árs 2019 hafa yfirvöld í Kína skrásett 4.636 dauðsföll og 93.289 smitaða. Flestir þeirra sem smitast hafa í Kína smituðust í upphaflega faraldrinum í Wuhan. Delta-afbrigðið, sem greindist fyrst í Indlandi, hefur einnig greinst í Wuhan og hefur verið gripið til umfangsmikillar skimunar þar. Í frétt CNN segir að útbreiðsla smitaðra í Kína hafi valdið áhyggjum ráðamanna í Kína. Búið er að grípa til umfangsmikilla ferðatakmarkana innanlands og er sömuleiðis verið að taka landamærin hörðum tökum. Ekki á að hleypa ferðamönnum inn í landið nema þeir þurfi þess nauðsynlega og er verið að draga úr útgáfu vegabréfa fyrir Kínverja.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira