Carmelo Anthony einn af mörgum sem sömdu við Los Angeles Lakers í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2021 17:01 Carmelo Anthony og LeBron James eigast við í leik Los Angeles Lakers og Portland Trail Blazers og það virðist vera sem James hafi þarna laumað einum brandara í eyra Melo. EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO Carmelo Anthony ætlar að spila með vini sínum LeBron James í Los Angeles Lakers á komandi tímabili í NBA deildinni í körfubolta. Anthony er búinn að gera eins árs samning við Lakers en hann komst upp í tíunda sætið á síðasta tímabili yfir stigahæsta leikmann NBA deildarinnar frá upphafi. Carmelo Anthony will join the Los Angeles Lakers, his manager tells @wojespn.Melo will join LeBron in LA pic.twitter.com/AGLvUw1eKl— ESPN (@espn) August 3, 2021 Anthony hefur aldrei unnið NBA titilinn og aldrei spilað í úrslitaeinvíginu. Hann kom inn í deildina á sama tíma og James og á að baki átján ár í NBA. Það leit út fyrir að NBA ferill Melo væri búinn þegar Portland Trail Blazers ákvað að veðja á hann. Anthony átti flott tímabil þar og var með 13,4 stig að meðaltali á 24,5 mínútum af bekknum og hitti yfir 40 prósent úr þriggja stiga skotum sínum. Nú fá vinirnir Anthony og James að spila saman en þeir þurfa hjálp og það var unnið mikið í þeim málum síðustu daga. Melo makes it official (via @carmeloanthony)pic.twitter.com/AQGBnPPAlL— SportsCenter (@SportsCenter) August 3, 2021 Það var nefnilega mikið í gangi í leikmannamálum Lakers í gær þar sem félagið var í yfirvinnu að bæta við aukaleikurum við leikmannahóp sinn. Lakers hafði áður sent frá sér þrjá öfluga leikmenn í skiptum fyrir Russel Westbrook (Montrezl Harrell, Kyle Kuzma og Kentavious Caldwell-Pope) og hafði líka misst menn eins og þá Markieff Morris til Miami Heat, Andre Drummond til Philadelphia 76ers og Alex Caruso til Chicago Bulls. Dennis Schröder hafnaði líka samningstilboði frá Lakers og er að leita annað. Dwight Howard, Wayne Ellington, Trevor Ariza og Kent Bazemore sömdu hins vegar allir við Lakers liðið í gær og það gerði einnig hinn efnilegi Talen Horton-Tucker. Horton-Tucker er enn bara tvítugur og þykir efnilegur skorari. Lakers rosterLeBron (36)Ariza (36)Melo (37)Gasol (36) Dwight turning (36) I m 36 pic.twitter.com/SIyBMShQuL— Complex Sports (@ComplexSports) August 3, 2021 Dwight Howard var með Lakers þegar liðið varð NBA meistari sumarið 2020 en samdi við Philadelphia 76ers fyrir síðasta tímabil. Ariza spilaði áður með Lakers frá 2007 til 2009 og varð meistari á lokaári sínu þar, Ellington var með Lakers á 2014-15 tímabilinu og Bazemore spilaði með Lakers árið 2014. Kendrick Nunn og Malik Monk eru líka búnir að semja við LA liðið. Monk var með 11,7 stig í leik og 40 prósent þriggja stiga nýtingu með Charlotte Hornets í vetur og Nunn var með 14,6 stig og 2,6 stoðsendingar að meðaltali með Miami Heat. Lakers mætir því með mikið breytt lið á næstu leiktíð en það er ekkert nýtt þegar hlutirnir ganga ekki upp hjá liðum LeBron James. Það þýðir alltaf eina allsherjar tiltekt. NBA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Anthony er búinn að gera eins árs samning við Lakers en hann komst upp í tíunda sætið á síðasta tímabili yfir stigahæsta leikmann NBA deildarinnar frá upphafi. Carmelo Anthony will join the Los Angeles Lakers, his manager tells @wojespn.Melo will join LeBron in LA pic.twitter.com/AGLvUw1eKl— ESPN (@espn) August 3, 2021 Anthony hefur aldrei unnið NBA titilinn og aldrei spilað í úrslitaeinvíginu. Hann kom inn í deildina á sama tíma og James og á að baki átján ár í NBA. Það leit út fyrir að NBA ferill Melo væri búinn þegar Portland Trail Blazers ákvað að veðja á hann. Anthony átti flott tímabil þar og var með 13,4 stig að meðaltali á 24,5 mínútum af bekknum og hitti yfir 40 prósent úr þriggja stiga skotum sínum. Nú fá vinirnir Anthony og James að spila saman en þeir þurfa hjálp og það var unnið mikið í þeim málum síðustu daga. Melo makes it official (via @carmeloanthony)pic.twitter.com/AQGBnPPAlL— SportsCenter (@SportsCenter) August 3, 2021 Það var nefnilega mikið í gangi í leikmannamálum Lakers í gær þar sem félagið var í yfirvinnu að bæta við aukaleikurum við leikmannahóp sinn. Lakers hafði áður sent frá sér þrjá öfluga leikmenn í skiptum fyrir Russel Westbrook (Montrezl Harrell, Kyle Kuzma og Kentavious Caldwell-Pope) og hafði líka misst menn eins og þá Markieff Morris til Miami Heat, Andre Drummond til Philadelphia 76ers og Alex Caruso til Chicago Bulls. Dennis Schröder hafnaði líka samningstilboði frá Lakers og er að leita annað. Dwight Howard, Wayne Ellington, Trevor Ariza og Kent Bazemore sömdu hins vegar allir við Lakers liðið í gær og það gerði einnig hinn efnilegi Talen Horton-Tucker. Horton-Tucker er enn bara tvítugur og þykir efnilegur skorari. Lakers rosterLeBron (36)Ariza (36)Melo (37)Gasol (36) Dwight turning (36) I m 36 pic.twitter.com/SIyBMShQuL— Complex Sports (@ComplexSports) August 3, 2021 Dwight Howard var með Lakers þegar liðið varð NBA meistari sumarið 2020 en samdi við Philadelphia 76ers fyrir síðasta tímabil. Ariza spilaði áður með Lakers frá 2007 til 2009 og varð meistari á lokaári sínu þar, Ellington var með Lakers á 2014-15 tímabilinu og Bazemore spilaði með Lakers árið 2014. Kendrick Nunn og Malik Monk eru líka búnir að semja við LA liðið. Monk var með 11,7 stig í leik og 40 prósent þriggja stiga nýtingu með Charlotte Hornets í vetur og Nunn var með 14,6 stig og 2,6 stoðsendingar að meðaltali með Miami Heat. Lakers mætir því með mikið breytt lið á næstu leiktíð en það er ekkert nýtt þegar hlutirnir ganga ekki upp hjá liðum LeBron James. Það þýðir alltaf eina allsherjar tiltekt.
NBA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum