Snorri Barón: Sara er sú elskaðasta í CrossFit íþróttinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2021 08:00 Sara Sigmundsdóttir með einum aðdáand sínum. Hún hitti þá marga um helgina. Instagram/@sarasigmunds Sara Sigmundsdóttir mætti á heimsleikanna í Madison þótt hún gæti ekki keppt þar sem hún er að jafna sig eftir krossbandsslit. Umboðsmaður hennar segir móttökurnar þar sýna hversu vinsæl Sara er og hann veit líka af hverju. Sara, sem var í endurhæfingu í Dúbaí, flaug í fimmtán tíma yfir til Bandaríkjanna til að hitta aðdáendur sína á meðan heimsleikunum stóð. Það er ekki hægt að kvarta mikið yfir móttökunum sem íslenska CrossFit stjarnan fékk. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður Söru, sagði frá þessum frábæru móttökum Söru í Madison en margir vildu hitta íslensku CrossFit stjörnuna þótt hún hefði ekkert keppt á þessu ári vegna meiðsla. „Sara sneri aftur til Madison. Hún var ekki að keppa í þetta skiptið enda enn að jafna sig eftir hnémeiðslin. Hún var mætt á vegum Wit Fitness,“ skrifaði Snorri Barón í pistli um ferð Söru. „Sara hafði ekki verið meðal bandarísku aðdáenda sinn síðan á Wodapalooza mótinu í febrúar 2020 og það kom kannski ekki algjörlega á óvart hversu margir vildu hitta hana. Það að það hafi verið meira en þúsund manns sem mættu var hins vegar meira en nokkur bjóst við,“ skrifaði Snorri. „Ég fékk hreinlega tár í augum þegar ég sá að þau tóku á móti henni með Víkingaklappinu. Falleg leið til að heiðra hana,“ skrifaði Snorri og hann er ekki í neinum vafa af hverju Sara er svona vinsæl þrátt fyrir að hafa ekki tekist að vinna heimsmeistaratitilinn í CrossFit. „Það er enginn vafi á því að Sara er í miklu uppáhaldi hjá aðdáendum íþróttarinnar og hún er sú elskaðasta í CrossFit íþróttinni. Ástæðan fyrir því er ekki aðeins stórbrotin frammistaða hennar á ferlinum til þessa heldur sú staðreynd að hún opnar hjarta sitt fyrir öllum,“ skrifaði Snorri „Henni þykir vænt um alla og setur stolt sitt í að vera sterk fyrirmynd. Það sem þú sér þegar myndavélarnar eru í gangi er nákvæmlega það sem þú sér þegar það er ekki kveikt á myndavélunum. Það er ekki eins algengt og sumir halda,“ skrifaði Snorri Barón eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron) CrossFit Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Sjá meira
Sara, sem var í endurhæfingu í Dúbaí, flaug í fimmtán tíma yfir til Bandaríkjanna til að hitta aðdáendur sína á meðan heimsleikunum stóð. Það er ekki hægt að kvarta mikið yfir móttökunum sem íslenska CrossFit stjarnan fékk. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður Söru, sagði frá þessum frábæru móttökum Söru í Madison en margir vildu hitta íslensku CrossFit stjörnuna þótt hún hefði ekkert keppt á þessu ári vegna meiðsla. „Sara sneri aftur til Madison. Hún var ekki að keppa í þetta skiptið enda enn að jafna sig eftir hnémeiðslin. Hún var mætt á vegum Wit Fitness,“ skrifaði Snorri Barón í pistli um ferð Söru. „Sara hafði ekki verið meðal bandarísku aðdáenda sinn síðan á Wodapalooza mótinu í febrúar 2020 og það kom kannski ekki algjörlega á óvart hversu margir vildu hitta hana. Það að það hafi verið meira en þúsund manns sem mættu var hins vegar meira en nokkur bjóst við,“ skrifaði Snorri. „Ég fékk hreinlega tár í augum þegar ég sá að þau tóku á móti henni með Víkingaklappinu. Falleg leið til að heiðra hana,“ skrifaði Snorri og hann er ekki í neinum vafa af hverju Sara er svona vinsæl þrátt fyrir að hafa ekki tekist að vinna heimsmeistaratitilinn í CrossFit. „Það er enginn vafi á því að Sara er í miklu uppáhaldi hjá aðdáendum íþróttarinnar og hún er sú elskaðasta í CrossFit íþróttinni. Ástæðan fyrir því er ekki aðeins stórbrotin frammistaða hennar á ferlinum til þessa heldur sú staðreynd að hún opnar hjarta sitt fyrir öllum,“ skrifaði Snorri „Henni þykir vænt um alla og setur stolt sitt í að vera sterk fyrirmynd. Það sem þú sér þegar myndavélarnar eru í gangi er nákvæmlega það sem þú sér þegar það er ekki kveikt á myndavélunum. Það er ekki eins algengt og sumir halda,“ skrifaði Snorri Barón eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron)
CrossFit Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Sjá meira