Snorri Barón: Sara er sú elskaðasta í CrossFit íþróttinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2021 08:00 Sara Sigmundsdóttir með einum aðdáand sínum. Hún hitti þá marga um helgina. Instagram/@sarasigmunds Sara Sigmundsdóttir mætti á heimsleikanna í Madison þótt hún gæti ekki keppt þar sem hún er að jafna sig eftir krossbandsslit. Umboðsmaður hennar segir móttökurnar þar sýna hversu vinsæl Sara er og hann veit líka af hverju. Sara, sem var í endurhæfingu í Dúbaí, flaug í fimmtán tíma yfir til Bandaríkjanna til að hitta aðdáendur sína á meðan heimsleikunum stóð. Það er ekki hægt að kvarta mikið yfir móttökunum sem íslenska CrossFit stjarnan fékk. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður Söru, sagði frá þessum frábæru móttökum Söru í Madison en margir vildu hitta íslensku CrossFit stjörnuna þótt hún hefði ekkert keppt á þessu ári vegna meiðsla. „Sara sneri aftur til Madison. Hún var ekki að keppa í þetta skiptið enda enn að jafna sig eftir hnémeiðslin. Hún var mætt á vegum Wit Fitness,“ skrifaði Snorri Barón í pistli um ferð Söru. „Sara hafði ekki verið meðal bandarísku aðdáenda sinn síðan á Wodapalooza mótinu í febrúar 2020 og það kom kannski ekki algjörlega á óvart hversu margir vildu hitta hana. Það að það hafi verið meira en þúsund manns sem mættu var hins vegar meira en nokkur bjóst við,“ skrifaði Snorri. „Ég fékk hreinlega tár í augum þegar ég sá að þau tóku á móti henni með Víkingaklappinu. Falleg leið til að heiðra hana,“ skrifaði Snorri og hann er ekki í neinum vafa af hverju Sara er svona vinsæl þrátt fyrir að hafa ekki tekist að vinna heimsmeistaratitilinn í CrossFit. „Það er enginn vafi á því að Sara er í miklu uppáhaldi hjá aðdáendum íþróttarinnar og hún er sú elskaðasta í CrossFit íþróttinni. Ástæðan fyrir því er ekki aðeins stórbrotin frammistaða hennar á ferlinum til þessa heldur sú staðreynd að hún opnar hjarta sitt fyrir öllum,“ skrifaði Snorri „Henni þykir vænt um alla og setur stolt sitt í að vera sterk fyrirmynd. Það sem þú sér þegar myndavélarnar eru í gangi er nákvæmlega það sem þú sér þegar það er ekki kveikt á myndavélunum. Það er ekki eins algengt og sumir halda,“ skrifaði Snorri Barón eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron) CrossFit Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir FH - KA | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Sjá meira
Sara, sem var í endurhæfingu í Dúbaí, flaug í fimmtán tíma yfir til Bandaríkjanna til að hitta aðdáendur sína á meðan heimsleikunum stóð. Það er ekki hægt að kvarta mikið yfir móttökunum sem íslenska CrossFit stjarnan fékk. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður Söru, sagði frá þessum frábæru móttökum Söru í Madison en margir vildu hitta íslensku CrossFit stjörnuna þótt hún hefði ekkert keppt á þessu ári vegna meiðsla. „Sara sneri aftur til Madison. Hún var ekki að keppa í þetta skiptið enda enn að jafna sig eftir hnémeiðslin. Hún var mætt á vegum Wit Fitness,“ skrifaði Snorri Barón í pistli um ferð Söru. „Sara hafði ekki verið meðal bandarísku aðdáenda sinn síðan á Wodapalooza mótinu í febrúar 2020 og það kom kannski ekki algjörlega á óvart hversu margir vildu hitta hana. Það að það hafi verið meira en þúsund manns sem mættu var hins vegar meira en nokkur bjóst við,“ skrifaði Snorri. „Ég fékk hreinlega tár í augum þegar ég sá að þau tóku á móti henni með Víkingaklappinu. Falleg leið til að heiðra hana,“ skrifaði Snorri og hann er ekki í neinum vafa af hverju Sara er svona vinsæl þrátt fyrir að hafa ekki tekist að vinna heimsmeistaratitilinn í CrossFit. „Það er enginn vafi á því að Sara er í miklu uppáhaldi hjá aðdáendum íþróttarinnar og hún er sú elskaðasta í CrossFit íþróttinni. Ástæðan fyrir því er ekki aðeins stórbrotin frammistaða hennar á ferlinum til þessa heldur sú staðreynd að hún opnar hjarta sitt fyrir öllum,“ skrifaði Snorri „Henni þykir vænt um alla og setur stolt sitt í að vera sterk fyrirmynd. Það sem þú sér þegar myndavélarnar eru í gangi er nákvæmlega það sem þú sér þegar það er ekki kveikt á myndavélunum. Það er ekki eins algengt og sumir halda,“ skrifaði Snorri Barón eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron)
CrossFit Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir FH - KA | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Sjá meira