Regnbogafjölskyldan mín Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir skrifar 3. ágúst 2021 17:16 Þetta er fjölskyldan mín. Hún samanstendur af tveimur mömmum, litlum strák og ketti. Við erum ekkert öðruvísi en aðrar fjölskyldur. Hafragrautur á morgnanna, gleymist að taka úr þvottavélinni endrum og eins, ömmur og afar sækja á leikskólann þegar mömmurnar eru á haus og það hanga blaut útiföt í forstofunni. Ég var vön að fá sting í magann þegar ég las barnabækur með syni mínum og las um hinn dularfulla pabba sem ekki er til á okkar heimili. Að strákurinn minn myndi upplifa að við værum öðruvísi. En staðreyndin er sú að á sumum heimilum eru pabbi og mamma, á öðrum heimilum tveir pabbar, tvær mömmur, ein mamma, einn pabbi, tvær mömmur og einn pabbi; allskonar foreldrar og foreldrasett. Á sumum heimilum eru systkini, eldri, yngri, hálf-, stjúp-, fá eða mörg. Það er dýrmætt og mikilvægt að við fögnum þessu og fjöllum um þennan fjölbreytileika. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir og fjölskylda.Aðsend Fjölskyldur eru nefnilega ólíkari en bækur, myndir og sjónvarpsefni vilja vera láta, þar sem hin hefðbundna kjarnafjölskylda með mömmu, pabba og tveimur börnum ræður ríkjum. En íslenska kerfið notar kjarnafjölskylduna til eftirprentunar sem veldur fjölbreyttum fjölskyldum oft miklum vandræðum og býr til óréttlæti. Dæmi um þetta eru pappírar sem hinsegin foreldrar þurfa að skila eftir fæðingu barns til að sanna hverjir séu foreldrar þess eftir frjósemisaðstoð. Sís-gagnkynja pör sem glíma við ófrjósemisvanda þurfa þess hins vegar ekki, þó þau nýti sér sömu aðstoð hjá sama aðila. Annað dæmi er jafn aðgangur foreldra sem ekki búa saman að t.d. upplýsingum frá hinu opinbera er varða barnið og að stuðningi vegna fatlaðra og langveikra barna á heimili sem ekki telst lögheimili. Öll kerfi eru mannanna verk og þau eiga að vinna fyrir okkur. Íslenskt samfélag er fjölbreytt og kerfið okkar þarf að taka mið af okkur sem það byggjum og fjarlægja hindranir sem fjölskyldur þurfa að klofa — ofan á allt hitt! Höfundur er hinsegin móðir og skipar 3. sæti Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Þetta er fjölskyldan mín. Hún samanstendur af tveimur mömmum, litlum strák og ketti. Við erum ekkert öðruvísi en aðrar fjölskyldur. Hafragrautur á morgnanna, gleymist að taka úr þvottavélinni endrum og eins, ömmur og afar sækja á leikskólann þegar mömmurnar eru á haus og það hanga blaut útiföt í forstofunni. Ég var vön að fá sting í magann þegar ég las barnabækur með syni mínum og las um hinn dularfulla pabba sem ekki er til á okkar heimili. Að strákurinn minn myndi upplifa að við værum öðruvísi. En staðreyndin er sú að á sumum heimilum eru pabbi og mamma, á öðrum heimilum tveir pabbar, tvær mömmur, ein mamma, einn pabbi, tvær mömmur og einn pabbi; allskonar foreldrar og foreldrasett. Á sumum heimilum eru systkini, eldri, yngri, hálf-, stjúp-, fá eða mörg. Það er dýrmætt og mikilvægt að við fögnum þessu og fjöllum um þennan fjölbreytileika. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir og fjölskylda.Aðsend Fjölskyldur eru nefnilega ólíkari en bækur, myndir og sjónvarpsefni vilja vera láta, þar sem hin hefðbundna kjarnafjölskylda með mömmu, pabba og tveimur börnum ræður ríkjum. En íslenska kerfið notar kjarnafjölskylduna til eftirprentunar sem veldur fjölbreyttum fjölskyldum oft miklum vandræðum og býr til óréttlæti. Dæmi um þetta eru pappírar sem hinsegin foreldrar þurfa að skila eftir fæðingu barns til að sanna hverjir séu foreldrar þess eftir frjósemisaðstoð. Sís-gagnkynja pör sem glíma við ófrjósemisvanda þurfa þess hins vegar ekki, þó þau nýti sér sömu aðstoð hjá sama aðila. Annað dæmi er jafn aðgangur foreldra sem ekki búa saman að t.d. upplýsingum frá hinu opinbera er varða barnið og að stuðningi vegna fatlaðra og langveikra barna á heimili sem ekki telst lögheimili. Öll kerfi eru mannanna verk og þau eiga að vinna fyrir okkur. Íslenskt samfélag er fjölbreytt og kerfið okkar þarf að taka mið af okkur sem það byggjum og fjarlægja hindranir sem fjölskyldur þurfa að klofa — ofan á allt hitt! Höfundur er hinsegin móðir og skipar 3. sæti Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar