Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Leiknir 0-0 | Markalaust í Árbæ Sverrir Mar Smárason skrifar 3. ágúst 2021 21:55 Fylkismönnum tókst ekki að setja mark sitt á leikinn í kvöld, frekar en Leiknismenn. Vísir/Hulda Margrét Það var hart barist á Wurth-vellinum í Árbænum í kvöld þegar Fylkir tóku á móti Leikni R. í Pepsi-Max deild karla í kvöld. Mikill hraði og harka var í leiknum en lokatölur urðu þó markalaust jafntefli, 0-0. Leikurinn fór hægt af stað en eftir um 15 mínútna leik fór að færast líf í leikinn. Á 20.mínútu fengu Leiknismenn sitt besta færi þegar Daníel Finns renndi boltanum í gegnum vörn Fylkir á Sævar Atla sem átti skot í stöng einn gegn Aroni Snæ, markmanni Fylkis. Eftir það tóku Fylkismenn nánast öll völd á vellinum. Guðmundur Steinn fékk dauðafæri eftir hálftíma leik. Hann skallaði þá fram hjá markinu eftir góða fyrirgjöf frá Arnóri Borg. Staða sem áhorfendur Pepsi-Max deildarinnar hafa margoft séð Guðmund skora úr en inn vildi boltinn ekki í þetta skiptið. Aðeins þremur mínútum síðar vann Ragnar Bragi boltann og sendi frábæra sendingu á Arnór Borg sem slapp einn gegn Guy Smit. Arnór reyndi að leggja boltann fram hjá Guy en Gut hélt ekki, gerði sig breiðan og varði frábærlega. Hann átti eftir að verja aftur í uppbótartíma frá Guðmundi Steini úr góðu færi. Fylkismenn kölluðu eftir vítaspyrnu fyrir lok fyrri hálfleiks en Egill Arnar, dómari leiksins, var ekki sammála. Orri Sveinn féll þá í teignum og ekkert dæmt. Hálfleikstölur 0-0. Í síðari hálfleik héldu Fylkismenn uppteknum hætti. Sóttu hratt og mikið á meðan Leiknismenn náðu lítið að ógna fram á við. Besta færi Fylkismanna í leiknum kom svo á lokamínútu venjulegs leiktíma þegar Helgi Valur Daníelsson komst einn gegn Guy Smit og reyndi skot niðri í hornið. Guy Smit varði sem fyrr en frákastinu náði svo Arnór Borg. Guy Smit lá eftir vörsluna og markið því nánast autt en skot Arnórs í hliðarnetið. Í uppbótartíma reyndu Fylkismenn áfram að sækja sigurmarkið í leiknum og Leiknismenn börðust fyrir lífi sínu við eigin vítateig. Á 94.mínútu mættust Hjalti Sigurðsson og Daði Ólafsson í baráttu um boltann á miðjum vellinum. Hjalti komst á undan í boltann og við það að sleppa í gegn en Daði henti sér í tæklingu, feldi Hjalta og uppskar að launum beint rautt spjald frá Agli Arnari, dómara. Leikurinn fjaraði út og stuttu seinna gall loka flautið. Niðurstaðan markalaust jafntefli og mjög fjörugum leik. Af hverju var jafntefli? Aðallega vegna þess að Guy Smit varði frá Fylkismönnum í öllum þeirra færum. Fylkismenn sköpuðu sér mörg góð færi en tókst ekki að nýta þau. Hverjir stóðu upp úr? Guy Smit var óumdeilt maður leiksins í kvöld. Nokkrar af þeim vörslum sem hann átti í kvöld er hreinlega erfitt að útskýra. Algjörlega mögnuð frammistaða. Ásgeir Eyþórsson var virkilega öflugur á hinum enda vallarins. Megin ástæða þess að Leiknismenn fengu ekki fleiri færi og tókst ekki að spila betur í fleiri sóknum. Hvað hefði mátt fara betur? Það segir sig sjálft að færanýting Fylkismanna hefði mátt vera betri en erfitt að setja það á þá þegar Guy Smit ver eins og hann gerði. Leiknismenn áttu í miklu basli við að leysa pressu Fylkismanna í kvöld og að halda boltanum. Þeir klikkuðu oft á einföldum sendingum undir pressu og komu sér í vandræði. Hvað gerist næst? Leiknismenn sitja áfram í 7.sæti deildarinnar og taka næst á móti Valsmönnum heim í Breiðholt næsta sunnudag, 8.ágúst. Fylkir fara til Keflavíkur sama sunnudag og freista þess að fara yfir Keflavík í deildinni. Sigurður Höskuldsson: Getum bara verið nokkuð ánægðir með þetta stig Sigurður var ánægður með stigið.Vísir/Hulda Margrét „Miðað við hvernig þetta spilaðist og hvað Guy þurfti að eiga við í markinu þá held ég að við getum bara verið nokkuð ánægðir með þetta stig,“ sagði Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis. Leiknismenn hafa eftir leikinn í kvöld aðeins fengið tvö stig á útivelli og það fyrsta kom gegn Stjörnunni þann 1.maí í fyrsta lei tímabilsins. „Ég hef svarað þessari spurningu nokkrum sinnum og yfirleitt talað um að ég hafi verið þrusuánægður með frammistöðuna á útivelli og kannski finnst við eiga fleiri stig skilið á útivelli en það er kærkomið að fá stig núna á útivelli,“ sagði Sigurður er spurður út í útivallarárangur liðsins. Pepsi Max-deild karla Fylkir Leiknir Reykjavík
Það var hart barist á Wurth-vellinum í Árbænum í kvöld þegar Fylkir tóku á móti Leikni R. í Pepsi-Max deild karla í kvöld. Mikill hraði og harka var í leiknum en lokatölur urðu þó markalaust jafntefli, 0-0. Leikurinn fór hægt af stað en eftir um 15 mínútna leik fór að færast líf í leikinn. Á 20.mínútu fengu Leiknismenn sitt besta færi þegar Daníel Finns renndi boltanum í gegnum vörn Fylkir á Sævar Atla sem átti skot í stöng einn gegn Aroni Snæ, markmanni Fylkis. Eftir það tóku Fylkismenn nánast öll völd á vellinum. Guðmundur Steinn fékk dauðafæri eftir hálftíma leik. Hann skallaði þá fram hjá markinu eftir góða fyrirgjöf frá Arnóri Borg. Staða sem áhorfendur Pepsi-Max deildarinnar hafa margoft séð Guðmund skora úr en inn vildi boltinn ekki í þetta skiptið. Aðeins þremur mínútum síðar vann Ragnar Bragi boltann og sendi frábæra sendingu á Arnór Borg sem slapp einn gegn Guy Smit. Arnór reyndi að leggja boltann fram hjá Guy en Gut hélt ekki, gerði sig breiðan og varði frábærlega. Hann átti eftir að verja aftur í uppbótartíma frá Guðmundi Steini úr góðu færi. Fylkismenn kölluðu eftir vítaspyrnu fyrir lok fyrri hálfleiks en Egill Arnar, dómari leiksins, var ekki sammála. Orri Sveinn féll þá í teignum og ekkert dæmt. Hálfleikstölur 0-0. Í síðari hálfleik héldu Fylkismenn uppteknum hætti. Sóttu hratt og mikið á meðan Leiknismenn náðu lítið að ógna fram á við. Besta færi Fylkismanna í leiknum kom svo á lokamínútu venjulegs leiktíma þegar Helgi Valur Daníelsson komst einn gegn Guy Smit og reyndi skot niðri í hornið. Guy Smit varði sem fyrr en frákastinu náði svo Arnór Borg. Guy Smit lá eftir vörsluna og markið því nánast autt en skot Arnórs í hliðarnetið. Í uppbótartíma reyndu Fylkismenn áfram að sækja sigurmarkið í leiknum og Leiknismenn börðust fyrir lífi sínu við eigin vítateig. Á 94.mínútu mættust Hjalti Sigurðsson og Daði Ólafsson í baráttu um boltann á miðjum vellinum. Hjalti komst á undan í boltann og við það að sleppa í gegn en Daði henti sér í tæklingu, feldi Hjalta og uppskar að launum beint rautt spjald frá Agli Arnari, dómara. Leikurinn fjaraði út og stuttu seinna gall loka flautið. Niðurstaðan markalaust jafntefli og mjög fjörugum leik. Af hverju var jafntefli? Aðallega vegna þess að Guy Smit varði frá Fylkismönnum í öllum þeirra færum. Fylkismenn sköpuðu sér mörg góð færi en tókst ekki að nýta þau. Hverjir stóðu upp úr? Guy Smit var óumdeilt maður leiksins í kvöld. Nokkrar af þeim vörslum sem hann átti í kvöld er hreinlega erfitt að útskýra. Algjörlega mögnuð frammistaða. Ásgeir Eyþórsson var virkilega öflugur á hinum enda vallarins. Megin ástæða þess að Leiknismenn fengu ekki fleiri færi og tókst ekki að spila betur í fleiri sóknum. Hvað hefði mátt fara betur? Það segir sig sjálft að færanýting Fylkismanna hefði mátt vera betri en erfitt að setja það á þá þegar Guy Smit ver eins og hann gerði. Leiknismenn áttu í miklu basli við að leysa pressu Fylkismanna í kvöld og að halda boltanum. Þeir klikkuðu oft á einföldum sendingum undir pressu og komu sér í vandræði. Hvað gerist næst? Leiknismenn sitja áfram í 7.sæti deildarinnar og taka næst á móti Valsmönnum heim í Breiðholt næsta sunnudag, 8.ágúst. Fylkir fara til Keflavíkur sama sunnudag og freista þess að fara yfir Keflavík í deildinni. Sigurður Höskuldsson: Getum bara verið nokkuð ánægðir með þetta stig Sigurður var ánægður með stigið.Vísir/Hulda Margrét „Miðað við hvernig þetta spilaðist og hvað Guy þurfti að eiga við í markinu þá held ég að við getum bara verið nokkuð ánægðir með þetta stig,“ sagði Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis. Leiknismenn hafa eftir leikinn í kvöld aðeins fengið tvö stig á útivelli og það fyrsta kom gegn Stjörnunni þann 1.maí í fyrsta lei tímabilsins. „Ég hef svarað þessari spurningu nokkrum sinnum og yfirleitt talað um að ég hafi verið þrusuánægður með frammistöðuna á útivelli og kannski finnst við eiga fleiri stig skilið á útivelli en það er kærkomið að fá stig núna á útivelli,“ sagði Sigurður er spurður út í útivallarárangur liðsins.
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti