Simone Biles kom sterk til baka og komst á verðlaunapall Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2021 09:43 Simone Biles var mjög fegin eftir að hún kláraði æfingarnar sínar. AP/Natacha Pisarenko Bandaríska fimleikakonan Simone Biles brosti sínu breiðasta eftir æfingu sína og síðan enn meira eftir að hún hafði tryggt sér bronsverðlaun í úrslitum á jafnvægisslá í fimleikakeppni Ólympíuleikanna í Tókýó. Kínverjinn Guan Chenchen er Ólympíumeistari á slá eftir frábærar æfingar sína og landa hennar Tang Xijing varð í öðru sæti. Biles náði síðan bronsinu alveg eins og á síðustu Ólympíuleikum. Þetta voru sjöundu verðlaun Biles á Ólympíuleikum. Simone Biles returns to take bronze in the women s beam final as Guan Chenchen and Tang Xijing lead China one-two https://t.co/VkMYSTd95g #Olympics pic.twitter.com/cO3zjLFhpL— Guardian sport (@guardian_sport) August 3, 2021 Simone Biles hafði dregið sig úr keppni í liðakeppninni, í fjölþrautinni sem og í úrslitum í stökki, á tvíslá og í æfingum á gólfi. Hún treysti sér aftur á móti til að keppa í síðustu greininni sem voru þessi úrslit á jafnvægisslánni. Biles hafði verið að glíma við andlega þáttinn hjá sér en hún sagðist vera með svokallaða „twisties“ sem er andlega meinloka þegar kemur að því að gera snúninga og heljarstökk í loftinu. Simone Biles var með sjöunda besta árangurinn á jafnvægisslánni í undankeppninni en hún vann líka bronsverðlaun í þessari grein á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir fimm árum. Biles gerði ekki eins erfiðar æfingar og hún er vön en skilaði æfingunum sínum samt mjög vel. Hún brosti líka sínu breiðasta eftir að lendingin tókst og hún hafði náð að klára æfinguna. Það fór ekki á milli mála hversu fegin hún var að hafa komist í gegnum æfinguna og henni var líka vel fagnað af þjálfurum og öðrum keppendum. Þegar Biles lauk keppni þá var hún í öðru sæti á eftir hinni kínversku Tang Xijing sem tók forystuna strax í byrjun. Fjölþrautarmeistarinn Sunisa Lee frá Bandaríkjunum tókst ekki alveg eins vel upp og náði ekki að komast upp fyrir Biles. Fjórar höfðu þar með lokið keppni og Biles var enn önnur. Það var bara ein fimleikakona sem komst upp fyrir Biles og það var hins sextán ára gamla Guan Chenchen. Chenchen var með bestu einkunnina í undankeppninni og gerði frábærar æfingar sem skiluðu henni mjög öruggum sigri. Þetta voru önnur gullverðlaun Kínverja í fimleikakeppninni í dag því Zou Jingyuan hafði áður unnið tvíslá karla þar sem Þjóðverjinn Lukas Dauser fékk silfur og Ferhat Arıcan frá Tyrklandi brons. Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira
Kínverjinn Guan Chenchen er Ólympíumeistari á slá eftir frábærar æfingar sína og landa hennar Tang Xijing varð í öðru sæti. Biles náði síðan bronsinu alveg eins og á síðustu Ólympíuleikum. Þetta voru sjöundu verðlaun Biles á Ólympíuleikum. Simone Biles returns to take bronze in the women s beam final as Guan Chenchen and Tang Xijing lead China one-two https://t.co/VkMYSTd95g #Olympics pic.twitter.com/cO3zjLFhpL— Guardian sport (@guardian_sport) August 3, 2021 Simone Biles hafði dregið sig úr keppni í liðakeppninni, í fjölþrautinni sem og í úrslitum í stökki, á tvíslá og í æfingum á gólfi. Hún treysti sér aftur á móti til að keppa í síðustu greininni sem voru þessi úrslit á jafnvægisslánni. Biles hafði verið að glíma við andlega þáttinn hjá sér en hún sagðist vera með svokallaða „twisties“ sem er andlega meinloka þegar kemur að því að gera snúninga og heljarstökk í loftinu. Simone Biles var með sjöunda besta árangurinn á jafnvægisslánni í undankeppninni en hún vann líka bronsverðlaun í þessari grein á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir fimm árum. Biles gerði ekki eins erfiðar æfingar og hún er vön en skilaði æfingunum sínum samt mjög vel. Hún brosti líka sínu breiðasta eftir að lendingin tókst og hún hafði náð að klára æfinguna. Það fór ekki á milli mála hversu fegin hún var að hafa komist í gegnum æfinguna og henni var líka vel fagnað af þjálfurum og öðrum keppendum. Þegar Biles lauk keppni þá var hún í öðru sæti á eftir hinni kínversku Tang Xijing sem tók forystuna strax í byrjun. Fjölþrautarmeistarinn Sunisa Lee frá Bandaríkjunum tókst ekki alveg eins vel upp og náði ekki að komast upp fyrir Biles. Fjórar höfðu þar með lokið keppni og Biles var enn önnur. Það var bara ein fimleikakona sem komst upp fyrir Biles og það var hins sextán ára gamla Guan Chenchen. Chenchen var með bestu einkunnina í undankeppninni og gerði frábærar æfingar sem skiluðu henni mjög öruggum sigri. Þetta voru önnur gullverðlaun Kínverja í fimleikakeppninni í dag því Zou Jingyuan hafði áður unnið tvíslá karla þar sem Þjóðverjinn Lukas Dauser fékk silfur og Ferhat Arıcan frá Tyrklandi brons.
Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira