Durant sýndi snilli sína gegn Spáni og Doncic enn ósigraður í slóvenska landsliðsbúningnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. ágúst 2021 07:25 Spánverjar réðu lítið við Kevin Durant. getty/Bradley Kanaris Kevin Durant skoraði 29 stig þegar Bandaríkin komust í undanúrslit Ólympíuleikanna í Tókýó með sigri á Spáni, 81-95, í nótt. Eftir að hafa tapað fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum hefur bandaríska liðið unnið þrjá leiki í röð og þarf bara tvo sigra í viðbót til að vinna gull á fjórðu Ólympíuleikunum í röð. Spánverjar voru sterkari framan af og náðu mest tíu stiga forskoti, 39-29. Bandaríkin gáfu þá í og jöfnuðu fyrir hálfleik, 43-43. Í 3. leikhluta tók Durant yfir og skoraði þá þrettán af 29 stigum sínum. Hann hitti úr tíu af sautján skotum sínum í leiknum. Ricky Rubio bar af í liði Spánar og skoraði 38 stig. Jayson Tatum skoraði þrettán stig fyrir Bandaríkin, Jrue Holiday tólf og Damian Lillard ellefu. Devin Booker var með níu stig, níu fráköst og fimm stoðsendingar. The #USABMNT defeats Spain, 95-81 to advance to the #Tokyo2020 Men's #Basketball Semifinals.Kevin Durant: 29 PTSJayson Tatum: 13 PTSJrue Holiday: 12 PTSRicky Rubio: 38 PTS pic.twitter.com/3LIYUpaLM7— NBA (@NBA) August 3, 2021 Luka Doncic og félagar hans í slóvenska landsliðinu eru einnig komnir áfram í undanúrslit eftir sigur á Þýskalandi, 94-70. Doncic skoraði tuttugu stig, tók átta fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Hann hefur ekki enn tapað leik með slóvenska landsliðinu á ferlinum. Top 4 in the world, a country of 2M people! What a feeling! #mislovenci pic.twitter.com/bK0woXuDRT— Luka Doncic (@luka7doncic) August 3, 2021 Zoran Dragic var stigahæstur Slóvena með 27 stig og Mike Tobey, samherji Martins Hermannssonar hjá Valencia, skoraði þrettán stig og tók ellefu fráköst. Maodo Lo skoraði ellefu stig fyrir Þýskaland. Í undanúrslitunum mæta Bandaríkin annað hvort Ástralíu eða Argentínu á meðan Slóvenía mætir sigurvegaranum úr leik Frakklands og Ítalíu. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Körfubolti Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Sjá meira
Eftir að hafa tapað fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum hefur bandaríska liðið unnið þrjá leiki í röð og þarf bara tvo sigra í viðbót til að vinna gull á fjórðu Ólympíuleikunum í röð. Spánverjar voru sterkari framan af og náðu mest tíu stiga forskoti, 39-29. Bandaríkin gáfu þá í og jöfnuðu fyrir hálfleik, 43-43. Í 3. leikhluta tók Durant yfir og skoraði þá þrettán af 29 stigum sínum. Hann hitti úr tíu af sautján skotum sínum í leiknum. Ricky Rubio bar af í liði Spánar og skoraði 38 stig. Jayson Tatum skoraði þrettán stig fyrir Bandaríkin, Jrue Holiday tólf og Damian Lillard ellefu. Devin Booker var með níu stig, níu fráköst og fimm stoðsendingar. The #USABMNT defeats Spain, 95-81 to advance to the #Tokyo2020 Men's #Basketball Semifinals.Kevin Durant: 29 PTSJayson Tatum: 13 PTSJrue Holiday: 12 PTSRicky Rubio: 38 PTS pic.twitter.com/3LIYUpaLM7— NBA (@NBA) August 3, 2021 Luka Doncic og félagar hans í slóvenska landsliðinu eru einnig komnir áfram í undanúrslit eftir sigur á Þýskalandi, 94-70. Doncic skoraði tuttugu stig, tók átta fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Hann hefur ekki enn tapað leik með slóvenska landsliðinu á ferlinum. Top 4 in the world, a country of 2M people! What a feeling! #mislovenci pic.twitter.com/bK0woXuDRT— Luka Doncic (@luka7doncic) August 3, 2021 Zoran Dragic var stigahæstur Slóvena með 27 stig og Mike Tobey, samherji Martins Hermannssonar hjá Valencia, skoraði þrettán stig og tók ellefu fráköst. Maodo Lo skoraði ellefu stig fyrir Þýskaland. Í undanúrslitunum mæta Bandaríkin annað hvort Ástralíu eða Argentínu á meðan Slóvenía mætir sigurvegaranum úr leik Frakklands og Ítalíu.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Körfubolti Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Sjá meira