Þar má sjá hann á sólarströnd í Frakklandi bera sólarvörn á bak eiginkonu sinnar, Sylwiu Nowakowsku Gretarsson.
Sjá má í myndbandinu að hann er farinn að geta hreyft handleggina töluvert þó fingurnir og hendurnar séu enn að jafna sig. „Það er ekki eins og þeir séu alveg gagnslausir,“ segir Guðmundur Felix og glottir.
„Ég myndi ekki gera þetta með krókinn.“
Hann skrifar við færsluna að hann sé loks kominn í frí eftir sex mánuði á spítalanum og noti hverja dauða stund til að örva hendurnar.
Nú eru tæpir átta mánuðir liðnir síðan handleggir voru græddir á Guðmund Felix, 23 árum eftir að hann missti sína í háraforkuslysi hér á landi, þá aðeins 26 ára gamall.
Guðmundur hefur reglulega deilt uppfærslum á Facebook þar sem sjá má að handleggirnir verða sterkari með hverjum deginum. Fyrir rétt rúmum mánuði síðan deildi hann til dæmis myndbandi af sér í sundlaug þar sem hann sást hreyfa annan handlegginn.