Veður

Grátt yfir höfuð­­borgar­­svæðinu

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Ský, þoka og súld á höfuðborgarsvæðinu í dag.
Ský, þoka og súld á höfuðborgarsvæðinu í dag.

Þoku­loft verður víða við sjávar­síðuna á Suð­vestur­landinu í dag og má gera ráð fyrir ein­hverri súld á því svæði. Spáð er nokkuð skýjuðu veðri á öllu landinu í dag, nema á Norð­austur­horni landsins þar sem verður glampandi sól.

Spáð er á­fram­haldandi hæg­viðri í dag með dá­lítilli rigningu eða skúrum á sunnan- og vestan­verðu landinu. Annars verður fremur hlýtt í veðri víðast hvar á landinu og bjart, þjó búast megi við tals­verðum skýjum.

Gert er ráð fyrir glampandi sól á Austur­landinu í dag og einnig á Norð­austur­landi. Hiti gæti farið upp í allt að 21 stig við Egils­staði og í inn­sveitum Norð­austur­lands.

Spákort Veðurstofunnar klukkan 15 í dag.veðurstofa íslands

Á Vest­fjörðum þar sem var gríðar­lega gott veður í gær má búast við fremur hæg­látu veðri þó þar verði al­skýjað í allan dag. Þar verður hiti um 11 til 15 stig, ör­lítið minna en í gær þegar hitinn fór eitt­hvað yfir 20 gráðurnar í sólinni.

Um og eftir miðja næstu viku bætir þó heldur í úr­komu og vind, að því er segir í hug­leiðingum veður­fræðings hjá Veður­stofu Ís­lands, einkum og sér í lagi á sunnan­verðu landinu.

„Hiti helst þó á­fram þægi­legur fyrir ferða­langa og úti­vistar­fólk, sem vilja njóta náttúru landsins síð­sumars,“ skrifar veður­fræðingurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×