Sýnatökuprófin segja ekki bara já eða nei Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. júlí 2021 17:03 Már Kristjánsson segir að öll próf í lækningum eigi það til að gefa óafgerandi niðurstöður. Stöð 2/Sigurjón Það kemur fyrir að falskar jákvæðar niðurstöður komi út úr greiningu sýna hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Bæði getur verið um tæknileg frávik að ræða en einnig að út komi „mjög óafgerandi niðurstöður“ úr sýnatökunni. Greining sýna virkar nefnilega ekki alveg þannig að þau gefi hreint já eða nei svar við spurningunni um hvort þau innihaldi kórónuveiru. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, útskýrir málið fyrir Vísi en í fyrradag greindust bæði sjúklingur og starfsmaður á krabbameinsdeild spítalans með falskt jákvætt sýni. Öll próf í lækningum geta gefið óafgerandi niðurstöður „Þetta er ekki eins og rofi á vegg, þannig að annaðhvort er ljós eða myrkur, það er að segja annað hvort er svarið jákvætt eða neikvætt,“ segir Már. Langflest prófin, um eða yfir 99 prósent, gefa þó mjög áreiðanlegar niðurstöður.Vísir/Vihelm „Öll próf í lækningum sem við beitum, þau eru ekki alltaf afgerandi. Þó það gerist í raun kannski í um 99 prósent tilvika að niðurstöður rannsókna eru afgerandi að þá eru frávik þar sem að hlutir eru ekki nákvæmlega svona.“ Hann segir það hafa hent í fyrradag. Þegar farið var yfir niðurstöður úr skimun á krabbameinsdeildinni hafi sjúklingur og starfsmaður „virst gefa jákvæð svör“. Þau svör voru þó ekki afgerandi og því var ákveðið að taka ný sýni sem síðan reyndust neikvæð. „Ef að fólk fer í skimun þá getur þú náð í það rétt um það bil þegar sýkingarnar eru að ná sér á strik og þá geta niðurstöðurnar verið mjög afgerandi. En svo getur það líka verið hins segir að þú nærð honum á hinum endanum á rófinu, til dæmis þegar einstaklingi er alveg að batna af sýkingu, þá koma upp svona frávik, sem við köllum lág jákvæð sýni. Það er að segja að niðurstöðurnar verða mjög óafgerandi hjá þeim,“ segir Már. „Og svo einstaka sinnum kemur það fyrir að það verða einhver tæknileg frávik bara í keyrslunni að niðurstaðan er þá ekki rétt,“ heldur hann áfram. Hann tekur fram að þetta séu alger undantekningartilvik; í 99 prósentum tilvika séu niðurstöður prófananna alveg ábyggilegar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Greining sýna virkar nefnilega ekki alveg þannig að þau gefi hreint já eða nei svar við spurningunni um hvort þau innihaldi kórónuveiru. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, útskýrir málið fyrir Vísi en í fyrradag greindust bæði sjúklingur og starfsmaður á krabbameinsdeild spítalans með falskt jákvætt sýni. Öll próf í lækningum geta gefið óafgerandi niðurstöður „Þetta er ekki eins og rofi á vegg, þannig að annaðhvort er ljós eða myrkur, það er að segja annað hvort er svarið jákvætt eða neikvætt,“ segir Már. Langflest prófin, um eða yfir 99 prósent, gefa þó mjög áreiðanlegar niðurstöður.Vísir/Vihelm „Öll próf í lækningum sem við beitum, þau eru ekki alltaf afgerandi. Þó það gerist í raun kannski í um 99 prósent tilvika að niðurstöður rannsókna eru afgerandi að þá eru frávik þar sem að hlutir eru ekki nákvæmlega svona.“ Hann segir það hafa hent í fyrradag. Þegar farið var yfir niðurstöður úr skimun á krabbameinsdeildinni hafi sjúklingur og starfsmaður „virst gefa jákvæð svör“. Þau svör voru þó ekki afgerandi og því var ákveðið að taka ný sýni sem síðan reyndust neikvæð. „Ef að fólk fer í skimun þá getur þú náð í það rétt um það bil þegar sýkingarnar eru að ná sér á strik og þá geta niðurstöðurnar verið mjög afgerandi. En svo getur það líka verið hins segir að þú nærð honum á hinum endanum á rófinu, til dæmis þegar einstaklingi er alveg að batna af sýkingu, þá koma upp svona frávik, sem við köllum lág jákvæð sýni. Það er að segja að niðurstöðurnar verða mjög óafgerandi hjá þeim,“ segir Már. „Og svo einstaka sinnum kemur það fyrir að það verða einhver tæknileg frávik bara í keyrslunni að niðurstaðan er þá ekki rétt,“ heldur hann áfram. Hann tekur fram að þetta séu alger undantekningartilvik; í 99 prósentum tilvika séu niðurstöður prófananna alveg ábyggilegar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira