Naeher varði tvö víti í vítakeppninni og eitt í leiknum: Rapinoe með sigurvítið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2021 13:56 Megan Rapinoe fagnar sigurvítinu með liðsfélögum sínum í bandaríska landsliðinu. AP/Kiichiro Sato Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta varð fjórða og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Ólympíukeppninnar í Tókýó eftir sigur á Evrópumeisturum Hollands í vítakeppni. Bandaríkin og Holland gerðu 2-2 jafntefli í frábærum leik en bandarísku heimsmeistararnir unnu 4-2 sigur í vítakeppninni. Megan Rapinoe skoraði af miklu öryggi úr síðasta vítinu en áður hafði markvörðurinn Alyssa Naeher varið tvö af fjórum vítum hollenska liðsins. Naeher hafði einnig varið vítið tíu mínútum fyrir leikslok sem hefði væntanlega tryggt hollenska liðinu sigurinn. ALYSSA NAEHER pic.twitter.com/okGRkYklBS— B/R Football (@brfootball) July 30, 2021 Alex Morgan og Christen Press klikkuðu báðar á vítum þegar bandaríska liðið tapaði í vítakeppni í átta liða úrslitum á síðustu Ólympíuleikum en sýndu mikinn karakter með að taka víti núna og skora. Vivianne Miedema kom hollenska liðinu í 1-0 á 18. mínútu en bandarísku stelpurnar svöruðu með tveimur mörkum með þriggja mínútna millibili. Það fyrra skoraði Sam Mewis eftir stoðsendingu Lynn Williams og Willams skoraði síðan hitt markið sjálf eftir stoðsendingu frá Mewis. Bandaríska liðið var 2-1 yfir í hálfleik en Miedema tókst að jafna metin á 54. skoti með skoti sem markvörðurinn Alyssa Naeher átti líklega að verja. 2019: beat in the World Cup final2021: end chances of a #Tokyo2020 medalUSWNT get the better of the Netherlands again pic.twitter.com/UDV6gQruP3— B/R Football (@brfootball) July 30, 2021 Alyssa Naeher bætti aftur á móti fyrir það tíu mínútum fyrir leikslok þegar hún varði vítaspyrnu frá Lieke Martens. Staðan var því enn 2-2 þegar venjulegum leiktíma lauk og því þurfti að framlengja. Hollenska liðið skoraði mark í upphafi seinni hálfleiks þegar Martens skallaði boltann í netið af marklínunni en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Varsjáin breytti ekki þeim dóm. Það var líka dæmt mark af Christen Press þeim Alex Morgan í framlengingunni vegna rangstöðu en þetta voru þriðja og fjórða bandaríska markið í leiknum þar sem veifuð var rangstæða á bandaríska liðið. Ekkert löglegt mark var því skorað í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Vítakeppnin: Holland - Bandaríkin 2-4 Vivianne Miedema, víti varið af Alyssu Naeher 0-1 Rose Lavelle, mark 1-1 Dominique Janssen, mark 1-2 Alex Morgan, mark 2-2 Stefanie van der Gragt, mark 2-3 Christen Press, mark Aniek Nouwen, víti varið af Alyssu Naeher 2-4 Megan Rapinoe, mark Hollenska markadrottningin Vivianne Miedema hefur verið algjörlega óstöðvandi á þessum Ólympíuleikum og hefur skorað tíu mörk í fjórum leikjum. Mörkin hennar verða ekki fleiri og hún klikkaði einmitt á fyrsta víti hollenska í vítakeppninni. Bandaríska liðið mætir Kanada í undanúrslitum keppninnar en í hinum undanúrslitaleiknum mætast síðan Ástralía og Svíþjóð. Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Sjá meira
Bandaríkin og Holland gerðu 2-2 jafntefli í frábærum leik en bandarísku heimsmeistararnir unnu 4-2 sigur í vítakeppninni. Megan Rapinoe skoraði af miklu öryggi úr síðasta vítinu en áður hafði markvörðurinn Alyssa Naeher varið tvö af fjórum vítum hollenska liðsins. Naeher hafði einnig varið vítið tíu mínútum fyrir leikslok sem hefði væntanlega tryggt hollenska liðinu sigurinn. ALYSSA NAEHER pic.twitter.com/okGRkYklBS— B/R Football (@brfootball) July 30, 2021 Alex Morgan og Christen Press klikkuðu báðar á vítum þegar bandaríska liðið tapaði í vítakeppni í átta liða úrslitum á síðustu Ólympíuleikum en sýndu mikinn karakter með að taka víti núna og skora. Vivianne Miedema kom hollenska liðinu í 1-0 á 18. mínútu en bandarísku stelpurnar svöruðu með tveimur mörkum með þriggja mínútna millibili. Það fyrra skoraði Sam Mewis eftir stoðsendingu Lynn Williams og Willams skoraði síðan hitt markið sjálf eftir stoðsendingu frá Mewis. Bandaríska liðið var 2-1 yfir í hálfleik en Miedema tókst að jafna metin á 54. skoti með skoti sem markvörðurinn Alyssa Naeher átti líklega að verja. 2019: beat in the World Cup final2021: end chances of a #Tokyo2020 medalUSWNT get the better of the Netherlands again pic.twitter.com/UDV6gQruP3— B/R Football (@brfootball) July 30, 2021 Alyssa Naeher bætti aftur á móti fyrir það tíu mínútum fyrir leikslok þegar hún varði vítaspyrnu frá Lieke Martens. Staðan var því enn 2-2 þegar venjulegum leiktíma lauk og því þurfti að framlengja. Hollenska liðið skoraði mark í upphafi seinni hálfleiks þegar Martens skallaði boltann í netið af marklínunni en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Varsjáin breytti ekki þeim dóm. Það var líka dæmt mark af Christen Press þeim Alex Morgan í framlengingunni vegna rangstöðu en þetta voru þriðja og fjórða bandaríska markið í leiknum þar sem veifuð var rangstæða á bandaríska liðið. Ekkert löglegt mark var því skorað í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Vítakeppnin: Holland - Bandaríkin 2-4 Vivianne Miedema, víti varið af Alyssu Naeher 0-1 Rose Lavelle, mark 1-1 Dominique Janssen, mark 1-2 Alex Morgan, mark 2-2 Stefanie van der Gragt, mark 2-3 Christen Press, mark Aniek Nouwen, víti varið af Alyssu Naeher 2-4 Megan Rapinoe, mark Hollenska markadrottningin Vivianne Miedema hefur verið algjörlega óstöðvandi á þessum Ólympíuleikum og hefur skorað tíu mörk í fjórum leikjum. Mörkin hennar verða ekki fleiri og hún klikkaði einmitt á fyrsta víti hollenska í vítakeppninni. Bandaríska liðið mætir Kanada í undanúrslitum keppninnar en í hinum undanúrslitaleiknum mætast síðan Ástralía og Svíþjóð.
Vítakeppnin: Holland - Bandaríkin 2-4 Vivianne Miedema, víti varið af Alyssu Naeher 0-1 Rose Lavelle, mark 1-1 Dominique Janssen, mark 1-2 Alex Morgan, mark 2-2 Stefanie van der Gragt, mark 2-3 Christen Press, mark Aniek Nouwen, víti varið af Alyssu Naeher 2-4 Megan Rapinoe, mark
Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Sjá meira