Vinnan og áhrifin af því að sofa of lítið Rakel Sveinsdóttir skrifar 16. ágúst 2021 07:01 Margir sannfæra sjálfan sig um að þeir þurfi minni svefn en ráðlagt er og það dugi. Hið rétta er að of lítill svefn hefur alltaf áhrif á hvernig við stöndum okkur og þess vegna getum við spurt okkur sjálf: Ef við stöndum okkur vel þótt við sofum of lítið, hvernig væru dagarnir okkar þá ef við værum alltaf vel úthvíld? Vísir/Getty Sumir trúa því að þeir þurfi minni svefn en ráðlagt er. Að það að sofa sjö til níu klukkustundir hverja nótt sé hreinlega óþarfi. Sex tímar er alveg nóg segja margir. Sumir jafnvel minna. Síðan tölum við um A og B týpur og alls konar skýringar til að rökstyðja hvers vegna við sofum minna en ráðlagt er. Staðreyndin er þó sú að ef þú sefur minna en sjö til níu klukkustundir á nóttu, hefur það alltaf áhrif á frammistöðuna þína í vinnunni. Það er ekki þar með sagt að þú standir þig ekki vel í vinnunni. Þvert á móti eru allar líkur á að þú gerir það. Ef þú svæfir hins vegar sjö til níu klukkustundir á hverri nóttu tæki það þig ekki langan tíma að upplifa muninn á því hversu ótrúlega vel þú stendur þig í öllu þegar að svefninn er nægur. Það verður hreinlega allt auðveldara. Einbeitingin okkar er betri. Við afköstum meira. Við erum betri í samskiptum. Við erum jákvæðari og bjartsýnni. Sem aftur gerir okkur lausnarmiðaðari og hugmyndaríkari. Streitan er minni og við eigum auðveldara með álag. Þú finnur ekki fyrir syfju yfir daginn en margir kannast við þá tilfinningu til dæmis uppúr hádegi, síðdegis eða yfir kvöldfréttunum. Að upplifa syfjutilfinningu er vísbending um að þú sért ekki að sofa nóg. Það góða við að sofa nægilega mikið er hversu vel okkur líður alla daga. Dagsformið er hreinlega betra og það á við bæði í vinnu og utan vinnu. Að afkasta meiru á því líka við um frístundirnar og einkalífið. Þetta gerist nánast eins og ósjálfrátt. Í könnun sem gerð var í Bandaríkjunum kom í ljós að um 38% starfsfólks sefur minna að meðaltali en mælt er með. Þá sýndu niðurstöður að um þriðjungur sagðist aðeins sofa sex klukkustundir eða minna á nóttu. Of lítill svefn starfsfólks hefur efnahagsleg áhrif og það veruleg. Því þegar hver og einn starfsmaður afkastar aðeins minna en ella væri, safnast tapið saman í háar upphæðir og kostnð, hvort heldur er í einkageiranum eða hjá hinu opinbera. Til dæmis að yfirvinnutímar verða óþarflega margir, vegna þess að of lítill svefn gerir okkur ekki kleift að halda einbeitingu og hægir því á afköstum okkar. Við erum líka gjarnari á að gera mistök, þótt þau séu bara lítil og saklaus. Já, það er hreinlega dýrt fyrir samfélagið að við sofum of lítið og dýrkeypt fyrir okkur sjálf með tilliti til andlegrar og líkamlegrar heilsu. Hjá sumum er of lítill svefn vítahringur sem tengist vinnunni. Streitan og álagið í vinnunni er þá svo mikið að fyrir vikið sefur viðkomandi minna og verr. Ef þú kannast við að finna stundum fyrir syfju í vinnunni eða strax að loknum vinnudegi, mælum við með því að þú skoðir þrjú einföld atriði: 1. Áhrifavaldar Oft er það sjónvarpsgláp og samfélagsmiðlar sem hafa áhrif á það hvenær við förum að sofa. Gott er að byrja á því að skoða hverjir eru helstu áhrifavaldarnir hjá okkur og taka ákvarðanir um næstu skref út frá því. Streita gæti til dæmis líka verið áhrifavaldur og eins vaktavinna. 2. Þín eigin svefnáætlun Í vinnunni erum við vön því að vinna samkvæmt áætlunum og fyrirfram ákveðnu markmiði. Gott er að ákveða það sama fyrir svefninn þinn. Að búa til áætlun um það hvernig við viljum að svefnrútínan okkar sé getur hjálpað. Í þessari áætlun ákveðum við til dæmis hvenær við ætlum að standa upp frá sjónvarpinu (eða hætta á samfélagsmiðlunum) til þess að fara að sofa. 3. Að fá ráðgjöf Mikilvægi svefns er svo þekkt staðreynd í dag að enn auðveldara er en áður að leita sér aðstoðar. Bæði er hægt að leita til sérfræðinga sem starfa sérstaklega við svefnráðgjöf en eins að ræða við lækninn. Þá má finna heilmikinn fróðleik á internetinu um hvernig við getum stuðlað að betri svefn. Góðu ráðin Heilsa Tengdar fréttir Fjórða bylgjan og óttinn við að missa vinnuna Nú þegar fjórða bylgjan er hafin er ekki laust við að gamalkunnur Covid-hnútur geri vart við sig hjá sumum: Mun ég missa starfið mitt? Hvernig mun vinnustaðnum mínum reiða af? Verður mér sagt upp um næstu mánaðamót? Eða í haust eða vetur? 28. júlí 2021 07:01 Rifrildin heima fyrir eftir vinnu Við ræðum oft um mikilvægi þess að aðskilja vinnu og einkalíf. Sem þó getur verið hægara sagt en gert. Því satt best að segja getur líðanin okkar verið mjög mismunandi þegar að við komum heim eftir vinnu. 9. júlí 2021 07:00 Að vinna of mikið er í orðsins fyllstu merkingu að drepa okkur Í nýlegri grein BBC er sagt frá niðurstöðum alþjóðlegrar rannsóknar sem sýna að sífellt fjölgar í þeim hópi fólks sem deyr of ungt í kjölfar of mikillar vinnu. Greinin ber yfirskriftina „How overwork is literally killing us.“ Ótímabært dauðsfall sem afleiðing af of mikilli vinnu, er algengara hjá körlum en konum. 28. júní 2021 07:01 Bólusettir en Covidþreyttir samstarfsfélagar Það neita því fæstir að heimsfaraldurinn hefur tekið á. Sóttvarnarreglur, boð og bönn, fjarvinna, lokun vinnustaða, hólfaskiptir vinnustaðir, öðruvísi matartímar, atvinnumissir, jólakúlur, páskakúlur, grímuskylda og spritt. 4. júní 2021 07:01 Vinnualkar og helstu einkenni þeirra Við tölum oft um fólk sem við teljum vera algjöra vinnualka. Eða viðurkennum okkur sjálf sem vinnualka. Stundum tölum við um að það sé jákvætt að vera vinnualki. Svona eins og það sé tilvísun í að vera mjög duglegur í vinnu. 1. júní 2021 07:01 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Staðreyndin er þó sú að ef þú sefur minna en sjö til níu klukkustundir á nóttu, hefur það alltaf áhrif á frammistöðuna þína í vinnunni. Það er ekki þar með sagt að þú standir þig ekki vel í vinnunni. Þvert á móti eru allar líkur á að þú gerir það. Ef þú svæfir hins vegar sjö til níu klukkustundir á hverri nóttu tæki það þig ekki langan tíma að upplifa muninn á því hversu ótrúlega vel þú stendur þig í öllu þegar að svefninn er nægur. Það verður hreinlega allt auðveldara. Einbeitingin okkar er betri. Við afköstum meira. Við erum betri í samskiptum. Við erum jákvæðari og bjartsýnni. Sem aftur gerir okkur lausnarmiðaðari og hugmyndaríkari. Streitan er minni og við eigum auðveldara með álag. Þú finnur ekki fyrir syfju yfir daginn en margir kannast við þá tilfinningu til dæmis uppúr hádegi, síðdegis eða yfir kvöldfréttunum. Að upplifa syfjutilfinningu er vísbending um að þú sért ekki að sofa nóg. Það góða við að sofa nægilega mikið er hversu vel okkur líður alla daga. Dagsformið er hreinlega betra og það á við bæði í vinnu og utan vinnu. Að afkasta meiru á því líka við um frístundirnar og einkalífið. Þetta gerist nánast eins og ósjálfrátt. Í könnun sem gerð var í Bandaríkjunum kom í ljós að um 38% starfsfólks sefur minna að meðaltali en mælt er með. Þá sýndu niðurstöður að um þriðjungur sagðist aðeins sofa sex klukkustundir eða minna á nóttu. Of lítill svefn starfsfólks hefur efnahagsleg áhrif og það veruleg. Því þegar hver og einn starfsmaður afkastar aðeins minna en ella væri, safnast tapið saman í háar upphæðir og kostnð, hvort heldur er í einkageiranum eða hjá hinu opinbera. Til dæmis að yfirvinnutímar verða óþarflega margir, vegna þess að of lítill svefn gerir okkur ekki kleift að halda einbeitingu og hægir því á afköstum okkar. Við erum líka gjarnari á að gera mistök, þótt þau séu bara lítil og saklaus. Já, það er hreinlega dýrt fyrir samfélagið að við sofum of lítið og dýrkeypt fyrir okkur sjálf með tilliti til andlegrar og líkamlegrar heilsu. Hjá sumum er of lítill svefn vítahringur sem tengist vinnunni. Streitan og álagið í vinnunni er þá svo mikið að fyrir vikið sefur viðkomandi minna og verr. Ef þú kannast við að finna stundum fyrir syfju í vinnunni eða strax að loknum vinnudegi, mælum við með því að þú skoðir þrjú einföld atriði: 1. Áhrifavaldar Oft er það sjónvarpsgláp og samfélagsmiðlar sem hafa áhrif á það hvenær við förum að sofa. Gott er að byrja á því að skoða hverjir eru helstu áhrifavaldarnir hjá okkur og taka ákvarðanir um næstu skref út frá því. Streita gæti til dæmis líka verið áhrifavaldur og eins vaktavinna. 2. Þín eigin svefnáætlun Í vinnunni erum við vön því að vinna samkvæmt áætlunum og fyrirfram ákveðnu markmiði. Gott er að ákveða það sama fyrir svefninn þinn. Að búa til áætlun um það hvernig við viljum að svefnrútínan okkar sé getur hjálpað. Í þessari áætlun ákveðum við til dæmis hvenær við ætlum að standa upp frá sjónvarpinu (eða hætta á samfélagsmiðlunum) til þess að fara að sofa. 3. Að fá ráðgjöf Mikilvægi svefns er svo þekkt staðreynd í dag að enn auðveldara er en áður að leita sér aðstoðar. Bæði er hægt að leita til sérfræðinga sem starfa sérstaklega við svefnráðgjöf en eins að ræða við lækninn. Þá má finna heilmikinn fróðleik á internetinu um hvernig við getum stuðlað að betri svefn.
Góðu ráðin Heilsa Tengdar fréttir Fjórða bylgjan og óttinn við að missa vinnuna Nú þegar fjórða bylgjan er hafin er ekki laust við að gamalkunnur Covid-hnútur geri vart við sig hjá sumum: Mun ég missa starfið mitt? Hvernig mun vinnustaðnum mínum reiða af? Verður mér sagt upp um næstu mánaðamót? Eða í haust eða vetur? 28. júlí 2021 07:01 Rifrildin heima fyrir eftir vinnu Við ræðum oft um mikilvægi þess að aðskilja vinnu og einkalíf. Sem þó getur verið hægara sagt en gert. Því satt best að segja getur líðanin okkar verið mjög mismunandi þegar að við komum heim eftir vinnu. 9. júlí 2021 07:00 Að vinna of mikið er í orðsins fyllstu merkingu að drepa okkur Í nýlegri grein BBC er sagt frá niðurstöðum alþjóðlegrar rannsóknar sem sýna að sífellt fjölgar í þeim hópi fólks sem deyr of ungt í kjölfar of mikillar vinnu. Greinin ber yfirskriftina „How overwork is literally killing us.“ Ótímabært dauðsfall sem afleiðing af of mikilli vinnu, er algengara hjá körlum en konum. 28. júní 2021 07:01 Bólusettir en Covidþreyttir samstarfsfélagar Það neita því fæstir að heimsfaraldurinn hefur tekið á. Sóttvarnarreglur, boð og bönn, fjarvinna, lokun vinnustaða, hólfaskiptir vinnustaðir, öðruvísi matartímar, atvinnumissir, jólakúlur, páskakúlur, grímuskylda og spritt. 4. júní 2021 07:01 Vinnualkar og helstu einkenni þeirra Við tölum oft um fólk sem við teljum vera algjöra vinnualka. Eða viðurkennum okkur sjálf sem vinnualka. Stundum tölum við um að það sé jákvætt að vera vinnualki. Svona eins og það sé tilvísun í að vera mjög duglegur í vinnu. 1. júní 2021 07:01 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Fjórða bylgjan og óttinn við að missa vinnuna Nú þegar fjórða bylgjan er hafin er ekki laust við að gamalkunnur Covid-hnútur geri vart við sig hjá sumum: Mun ég missa starfið mitt? Hvernig mun vinnustaðnum mínum reiða af? Verður mér sagt upp um næstu mánaðamót? Eða í haust eða vetur? 28. júlí 2021 07:01
Rifrildin heima fyrir eftir vinnu Við ræðum oft um mikilvægi þess að aðskilja vinnu og einkalíf. Sem þó getur verið hægara sagt en gert. Því satt best að segja getur líðanin okkar verið mjög mismunandi þegar að við komum heim eftir vinnu. 9. júlí 2021 07:00
Að vinna of mikið er í orðsins fyllstu merkingu að drepa okkur Í nýlegri grein BBC er sagt frá niðurstöðum alþjóðlegrar rannsóknar sem sýna að sífellt fjölgar í þeim hópi fólks sem deyr of ungt í kjölfar of mikillar vinnu. Greinin ber yfirskriftina „How overwork is literally killing us.“ Ótímabært dauðsfall sem afleiðing af of mikilli vinnu, er algengara hjá körlum en konum. 28. júní 2021 07:01
Bólusettir en Covidþreyttir samstarfsfélagar Það neita því fæstir að heimsfaraldurinn hefur tekið á. Sóttvarnarreglur, boð og bönn, fjarvinna, lokun vinnustaða, hólfaskiptir vinnustaðir, öðruvísi matartímar, atvinnumissir, jólakúlur, páskakúlur, grímuskylda og spritt. 4. júní 2021 07:01
Vinnualkar og helstu einkenni þeirra Við tölum oft um fólk sem við teljum vera algjöra vinnualka. Eða viðurkennum okkur sjálf sem vinnualka. Stundum tölum við um að það sé jákvætt að vera vinnualki. Svona eins og það sé tilvísun í að vera mjög duglegur í vinnu. 1. júní 2021 07:01