Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Glansleikur hjá Blikum sem stimpluðu sig aftur inn í toppbaráttuna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. ágúst 2021 21:51 Jason Daði Svanþórsson skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. vísir/hafliði breiðfjörð Breiðablik stimplaði sig aftur af fullum krafti inn í toppbaráttuna í Pepsi Max-deild karla með 4-0 stórsigri á Víkingi í fyrsta leik 15. umferðar í kvöld. Jason Daði Svanþórsson skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og þeir Viktor Örn Margeirsson og Gísli Eyjólfsson bættu tveimur mörkum við í upphafi þess seinni. Þetta var fimmti 4-0 sigur Blika á Kópavogsvelli í sumar en þeir hafa skorað langflest mörk allra í deildinni, eða 33. Með sigrinum komst Breiðablik upp í 3. sæti deildarinnar en þeir eru nú fjórum stigum á eftir toppliði Vals. Víkingur, sem tapaði aðeins sínum öðrum deildarleik á tímabilinu í kvöld, er áfram í 2. sætinu. Nikolaj Hansen, markahæsti leikmaður deildarinnar, tók út leikbann í kvöld og Víkingar söknuðu hans sárt. Helgi Guðjónsson brennir af dauðafæri í blábyrjun leiks.vísir/hafliði breiðfjörð Víkingar byrjuðu leikinn af gríðarlegum krafti og strax á upphafsmínútunni komst Helgi Guðjónsson í dauðafæri en hitti ekki markið. Færið kom það snemma að vallarklukkan hafði ekki enn verið sett af stað. Víkingar settu Blika undir stífa pressu sem heimamenn réðu illa við. Gestirnir voru hættulegri aðilinn og á 19. mínútu slapp Kwame Quee í gegn en skaut beint á Anton Ara Einarsson. Um miðbik fyrri hálfleiks náðu Blikar betri tökum á leiknum og fundu leiðir til að leysa pressu Víkinga. Og þá komust þeir oft í afar góðar stöður í sókninni. Á 34. mínútu náði Breiðablik forystunni. Jason Daði reyndi þá sendingu á Alexander Helga Sigurðarson, boltinn hrökk aftur til hans, hann gabbaði Sölva Geir Ottesen og skoraði með góðu skoti í fjærhornið. Blikar hafa boðið upp á margar markaveislur á Kópavogsvelli í sumar.vísir/hafliði breiðfjörð Fjórum mínútum síðar skoraði Jason Daði annað mark sitt. Hann hirti þá frákastið eftir að Þórður Ingason varði aukaspyrnu Höskuldar Gunnlaugssonar og kom boltanum yfir línuna. Andri Rafn Yeoman komst svo í gott færi í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir frábæra Blikasókn en Kári Árnason komst fyrir skotið. Blikar héldu áfram að hamra járnið meðan það var heitt í upphafi seinni hálfleiks og á 48. mínútu skallaði Viktor Örn boltann í netið eftir stutta hornspyrnu og fyrirgjöf Höskuldar. Sjö mínútum síðar kom svo fjórða markið. Damir Muminovic átti þá langa sendingu inn fyrir vörn Víkings á Jason Daða. Hann tók vel við boltanum og átti skot sem Þórður varði upp í loftið, Jason Daði var svo fyrstur að átta sig og skallaði boltann að marki. Hann virtist vera á leiðinni í netið en Gísli tók af allan vafa og potaði honum inn. Damir Muminovic átti þátt í fjórða marki Breiðabliks.vísir/hafliði breiðfjörð Eftir þessa frábæru byrjun Blika á seinni hálfleiks voru úrslitin ráðin. Hraðinn og takturinn datt svolítið úr leiknum eftir fjölmargar skiptingar og fátt markvert gerðist fyrr en undir lokin. Adam Ægir Pálsson fékk besta færi Víkings en skallaði framhjá. Sölvi Snær Guðbjargarson slapp svo í gegn eftir sendingu Thomasar Mikkelsen en skaut framhjá og Daninn átti hörkuskalla eftir hornspyrnu sem Þórður varði mjög vel. En fleiri urðu mörkin ekki og sannfærandi Blikasigur staðreynd. Af hverju vann Breiðablik? Pressa Víkinga virtist koma Blikum í opna skjöldu og þeir voru í miklum vandræðum fyrstu tuttugu mínútur leiksins. En lykilinn að sigrinum var þegar Breiðablik fann leiðir til að leysa pressu Víkings. Þegar Blikar komust í gegnum fyrstu pressu Víkinga var allt opið og heimamenn komu sér oft og ítrekað í vænlegar stöður á síðasta þriðjungnum. Breiðablik nýtti sér svo meðbyrinn, byrjaði seinni hálfleikinn af fítonskrafti og kláraði leikinn þá án þess að Víkingur fengi rönd við reist. Höskuldur Gunnlaugsson lék vel á miðju Breiðabliks.vísir/hafliði breiðfjörð Hverjir stóðu upp úr? Jason Daði nýtti tækifærið í byrjunarliðinu eins vel og hægt var. Mosfellingurinn var síógnandi á vinstri kantinum, skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Höskuldur var mjög öflugur í óvenjulegu hlutverki inni á miðjunni og eftir brösuga byrjun tók Oliver stjórnina á leiknum og var lykilmaður í öllu uppspili Blika. Kristinn Steindórsson var svo mjög góður sem fremsti maður. Kári Árnason og félagar í vörn Víkings áttu erfitt uppdráttar í kvöld.vísir/hafliði breiðfjörð Hvað gekk illa? Þegar Blikar byrjuðu að leysa fyrstu pressu Víkinga voru gestirnir oftar en ekki sundurslitnir og langt á milli varnar og miðju. Viktor Örlygur, sem lék sem hægri bakvörður í fjarveru Karls Friðleifs Gunnarssonar, átti í miklum erfiðleikum með að hemja Jason Daða og hefði að ósekju mátt fá meiri og betri hjálp við það. Fremstu menn Víkings náðu sér svo engan veginn á strik. Kwame og Helgi klúðruðu góðum færum, Erlingur Agnarsson sást lítið og Kristall Máni Ingason náði ekki að fylgja eftir flottri frammistöðu gegn Stjörnunni í síðustu umferð. Hvað gerist næst? Dagskráin er þétt hjá Breiðabliki undanfarna daga. Á fimmtudaginn fær liðið Aberdeen í heimsókn í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar, á mánudaginn sækja Blikar Stjörnumenn heim áður en þeir fara til Skotlands. Seinni leikurinn gegn Aberdeen er svo fimmtudaginn 12. ágúst. Næsti leikur Víkings er gegn KA í Víkinni á sunnudaginn. Pepsi Max-deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík
Breiðablik stimplaði sig aftur af fullum krafti inn í toppbaráttuna í Pepsi Max-deild karla með 4-0 stórsigri á Víkingi í fyrsta leik 15. umferðar í kvöld. Jason Daði Svanþórsson skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og þeir Viktor Örn Margeirsson og Gísli Eyjólfsson bættu tveimur mörkum við í upphafi þess seinni. Þetta var fimmti 4-0 sigur Blika á Kópavogsvelli í sumar en þeir hafa skorað langflest mörk allra í deildinni, eða 33. Með sigrinum komst Breiðablik upp í 3. sæti deildarinnar en þeir eru nú fjórum stigum á eftir toppliði Vals. Víkingur, sem tapaði aðeins sínum öðrum deildarleik á tímabilinu í kvöld, er áfram í 2. sætinu. Nikolaj Hansen, markahæsti leikmaður deildarinnar, tók út leikbann í kvöld og Víkingar söknuðu hans sárt. Helgi Guðjónsson brennir af dauðafæri í blábyrjun leiks.vísir/hafliði breiðfjörð Víkingar byrjuðu leikinn af gríðarlegum krafti og strax á upphafsmínútunni komst Helgi Guðjónsson í dauðafæri en hitti ekki markið. Færið kom það snemma að vallarklukkan hafði ekki enn verið sett af stað. Víkingar settu Blika undir stífa pressu sem heimamenn réðu illa við. Gestirnir voru hættulegri aðilinn og á 19. mínútu slapp Kwame Quee í gegn en skaut beint á Anton Ara Einarsson. Um miðbik fyrri hálfleiks náðu Blikar betri tökum á leiknum og fundu leiðir til að leysa pressu Víkinga. Og þá komust þeir oft í afar góðar stöður í sókninni. Á 34. mínútu náði Breiðablik forystunni. Jason Daði reyndi þá sendingu á Alexander Helga Sigurðarson, boltinn hrökk aftur til hans, hann gabbaði Sölva Geir Ottesen og skoraði með góðu skoti í fjærhornið. Blikar hafa boðið upp á margar markaveislur á Kópavogsvelli í sumar.vísir/hafliði breiðfjörð Fjórum mínútum síðar skoraði Jason Daði annað mark sitt. Hann hirti þá frákastið eftir að Þórður Ingason varði aukaspyrnu Höskuldar Gunnlaugssonar og kom boltanum yfir línuna. Andri Rafn Yeoman komst svo í gott færi í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir frábæra Blikasókn en Kári Árnason komst fyrir skotið. Blikar héldu áfram að hamra járnið meðan það var heitt í upphafi seinni hálfleiks og á 48. mínútu skallaði Viktor Örn boltann í netið eftir stutta hornspyrnu og fyrirgjöf Höskuldar. Sjö mínútum síðar kom svo fjórða markið. Damir Muminovic átti þá langa sendingu inn fyrir vörn Víkings á Jason Daða. Hann tók vel við boltanum og átti skot sem Þórður varði upp í loftið, Jason Daði var svo fyrstur að átta sig og skallaði boltann að marki. Hann virtist vera á leiðinni í netið en Gísli tók af allan vafa og potaði honum inn. Damir Muminovic átti þátt í fjórða marki Breiðabliks.vísir/hafliði breiðfjörð Eftir þessa frábæru byrjun Blika á seinni hálfleiks voru úrslitin ráðin. Hraðinn og takturinn datt svolítið úr leiknum eftir fjölmargar skiptingar og fátt markvert gerðist fyrr en undir lokin. Adam Ægir Pálsson fékk besta færi Víkings en skallaði framhjá. Sölvi Snær Guðbjargarson slapp svo í gegn eftir sendingu Thomasar Mikkelsen en skaut framhjá og Daninn átti hörkuskalla eftir hornspyrnu sem Þórður varði mjög vel. En fleiri urðu mörkin ekki og sannfærandi Blikasigur staðreynd. Af hverju vann Breiðablik? Pressa Víkinga virtist koma Blikum í opna skjöldu og þeir voru í miklum vandræðum fyrstu tuttugu mínútur leiksins. En lykilinn að sigrinum var þegar Breiðablik fann leiðir til að leysa pressu Víkings. Þegar Blikar komust í gegnum fyrstu pressu Víkinga var allt opið og heimamenn komu sér oft og ítrekað í vænlegar stöður á síðasta þriðjungnum. Breiðablik nýtti sér svo meðbyrinn, byrjaði seinni hálfleikinn af fítonskrafti og kláraði leikinn þá án þess að Víkingur fengi rönd við reist. Höskuldur Gunnlaugsson lék vel á miðju Breiðabliks.vísir/hafliði breiðfjörð Hverjir stóðu upp úr? Jason Daði nýtti tækifærið í byrjunarliðinu eins vel og hægt var. Mosfellingurinn var síógnandi á vinstri kantinum, skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Höskuldur var mjög öflugur í óvenjulegu hlutverki inni á miðjunni og eftir brösuga byrjun tók Oliver stjórnina á leiknum og var lykilmaður í öllu uppspili Blika. Kristinn Steindórsson var svo mjög góður sem fremsti maður. Kári Árnason og félagar í vörn Víkings áttu erfitt uppdráttar í kvöld.vísir/hafliði breiðfjörð Hvað gekk illa? Þegar Blikar byrjuðu að leysa fyrstu pressu Víkinga voru gestirnir oftar en ekki sundurslitnir og langt á milli varnar og miðju. Viktor Örlygur, sem lék sem hægri bakvörður í fjarveru Karls Friðleifs Gunnarssonar, átti í miklum erfiðleikum með að hemja Jason Daða og hefði að ósekju mátt fá meiri og betri hjálp við það. Fremstu menn Víkings náðu sér svo engan veginn á strik. Kwame og Helgi klúðruðu góðum færum, Erlingur Agnarsson sást lítið og Kristall Máni Ingason náði ekki að fylgja eftir flottri frammistöðu gegn Stjörnunni í síðustu umferð. Hvað gerist næst? Dagskráin er þétt hjá Breiðabliki undanfarna daga. Á fimmtudaginn fær liðið Aberdeen í heimsókn í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar, á mánudaginn sækja Blikar Stjörnumenn heim áður en þeir fara til Skotlands. Seinni leikurinn gegn Aberdeen er svo fimmtudaginn 12. ágúst. Næsti leikur Víkings er gegn KA í Víkinni á sunnudaginn.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti