Nýja þríeyki Lakers liðsins fær fimmtán milljarða í laun fyrir næsta tímabil Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2021 12:31 Russell Westbrook lék bara í eitt tímabil með Washington Wizards. AP/Alex Brandon Russell Westbrook verður leikmaður Los Angeles Lakers 6. ágúst næstkomandi þegar leikmannaskipti Lakers og Washington Wizards geta fyrst gengið í gegn. Bandaríski fjölmiðlamaðurinn Adrian Wojnarowski á ESPN sagði frá því í gær Westbrook færi til Lakers í skiptum fyrir Kyle Kuzma, Montrezl Harrell og Kentavious Caldwell-Pope. Westbrook becomes the Lakers' highest paid player https://t.co/nNa0lGaI9Q pic.twitter.com/3ZAEbvwKs8— The Jump on ESPN (@NBATheJump) July 30, 2021 Þetta þýðir að Westbrook mun spila með þeim LeBron James og Anthony Davis á komandi tímabili í NBA-deildinni. Westbrook verður 33 ára gamall í nóvember en hann á að baki fjögur tímabil í NBA deildinni með þrennu að meðaltali í leik. Þetta verður samt hans fjórða félag á fjórum árum. Wizards fékk hann í desember í skiptum við Houston Rockets en Russell hafði áður spilað með Oklahoma City Thunder. Russell var með 22,2 stig, 11,5 fráköst og 11,7 stoðsendingar að meðaltali á sínu eina tímabilið með Wizards liðinu en hann hitti þó bara úr 43,9 prósent skota sinna og aðeins 31,5 prósent skota fyrir utan þriggja stiga línuna. Westbrook er að koma heim en hann er frá suður Kaliforníu og spilaði með UCLA í háskóla. Hann er sagður áhugasamur um að komast til Los Angeles og þakkaði í gær Washington D.C. fyrir tíma sinn þar. Thank you DC! You welcomed my family and I with open arms from day one. Everyone from the front office, to the training staff, the coaches, my teammates, and the fans. I m grateful y all took a chance on me and supported me every step of the way. pic.twitter.com/wTvHQHPIOU— Russell Westbrook (@russwest44) July 30, 2021 Westbrook er aftur á móti á engum sultarlaunum. Hann fær 44,2 milljónir dollara fyir 2021-22 tímabilið og 47,1 milljón dollara fyrir tímabilið á eftir. 47,1 milljón dollara eru meira en 5,8 milljarðar í íslenskum krónum. Það eru fleiri leikmenn vel launaðir hjá Lakers. Koma Westbrook þýðir að nýja þríeyki Lakers liðsins James-Westbrook-Davis fær samtals 121 milljón dollara í laun fyrir næsta tímabil en það eru samanlagt fimmtán milljarðar í íslenskum krónum. Þessir þrír fá meira samanlagt en nítján NBA lið eru með á launaskrá núna þegar þau reyna að fá til sín menn með lausa samninga. Russell Westbrook is the first MVP in NBA history to be traded in 3 straight offseasons! pic.twitter.com/WuHnXtKQen— Basketball Forever (@Bballforeverfb) July 30, 2021 NBA Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Lokaprófið fyrir HM Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Sjá meira
Bandaríski fjölmiðlamaðurinn Adrian Wojnarowski á ESPN sagði frá því í gær Westbrook færi til Lakers í skiptum fyrir Kyle Kuzma, Montrezl Harrell og Kentavious Caldwell-Pope. Westbrook becomes the Lakers' highest paid player https://t.co/nNa0lGaI9Q pic.twitter.com/3ZAEbvwKs8— The Jump on ESPN (@NBATheJump) July 30, 2021 Þetta þýðir að Westbrook mun spila með þeim LeBron James og Anthony Davis á komandi tímabili í NBA-deildinni. Westbrook verður 33 ára gamall í nóvember en hann á að baki fjögur tímabil í NBA deildinni með þrennu að meðaltali í leik. Þetta verður samt hans fjórða félag á fjórum árum. Wizards fékk hann í desember í skiptum við Houston Rockets en Russell hafði áður spilað með Oklahoma City Thunder. Russell var með 22,2 stig, 11,5 fráköst og 11,7 stoðsendingar að meðaltali á sínu eina tímabilið með Wizards liðinu en hann hitti þó bara úr 43,9 prósent skota sinna og aðeins 31,5 prósent skota fyrir utan þriggja stiga línuna. Westbrook er að koma heim en hann er frá suður Kaliforníu og spilaði með UCLA í háskóla. Hann er sagður áhugasamur um að komast til Los Angeles og þakkaði í gær Washington D.C. fyrir tíma sinn þar. Thank you DC! You welcomed my family and I with open arms from day one. Everyone from the front office, to the training staff, the coaches, my teammates, and the fans. I m grateful y all took a chance on me and supported me every step of the way. pic.twitter.com/wTvHQHPIOU— Russell Westbrook (@russwest44) July 30, 2021 Westbrook er aftur á móti á engum sultarlaunum. Hann fær 44,2 milljónir dollara fyir 2021-22 tímabilið og 47,1 milljón dollara fyrir tímabilið á eftir. 47,1 milljón dollara eru meira en 5,8 milljarðar í íslenskum krónum. Það eru fleiri leikmenn vel launaðir hjá Lakers. Koma Westbrook þýðir að nýja þríeyki Lakers liðsins James-Westbrook-Davis fær samtals 121 milljón dollara í laun fyrir næsta tímabil en það eru samanlagt fimmtán milljarðar í íslenskum krónum. Þessir þrír fá meira samanlagt en nítján NBA lið eru með á launaskrá núna þegar þau reyna að fá til sín menn með lausa samninga. Russell Westbrook is the first MVP in NBA history to be traded in 3 straight offseasons! pic.twitter.com/WuHnXtKQen— Basketball Forever (@Bballforeverfb) July 30, 2021
NBA Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Lokaprófið fyrir HM Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Sjá meira