Aflétta einangrunarskyldu fyrir Covid-smitaða Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. júlí 2021 22:31 Íbúar í Alberta í Kanada munu ekki þurfa að fara í einangrun, frá og með 16. ágúst, greinist þeir með Covid-19. EPA-EFE/Raul Martinez Íbúar Alberta fylkis í Kanada sem greinast smitaðir af Covid-19 munu ekki þurfa að fara í einangrun eftir að þeir greinast. Þetta tilkynnti yfirmaður heilbrigðismála í fylkinu í gær en breytingarnar taka gildi eftir tæpar þrjár vikur. Deena Hinshaw, yfirmaður heilbrigðismála í Alberta, sagði á upplýsingafundi í gær að þrátt fyrir fjölgun smita hafi fjölgun bólusettra komið í veg fyrir alvarleg veikindi og ólíklegt sé að heilbrigðiskerfið muni finna fyrir þessari fjölgun smitaðra. Kanadíska ríkisútvarpið greinir frá. Heilbrigðisyfirvöld í fylkinu hafi því ákveðið að fara að koma fram við kórónuveiruna líkt og inflúensu og aðra slíka sjúkdóma. „Þegar við heyrðum fyrst um Covid-19 vissum við lítið um veiruna og höfðum enga lækningu og engin bóluefni… í dag erum við á allt öðrum stað,“ sagði Hinshaw á fundinum. Á fundinum tilkynnti hún nokkrar breytingar á sóttvarnaaðgerðum og verða breytingarnar teknar í gildi á tveimur stigum. Fyrstu breytingarnar taka gildi í dag og munu þeir sem greinast með Covid þurfa að fara í einangrun en þeir sem hafa verið útsettir fyrir smiti munu ekki þurfa að fara í sóttkví, þó til þess sé mælst. Mæla enn með sóttkví Hinshaw sagði þó í gær að vel gæti til þess komið að einhverjir útsettir fyrir smiti verði skikkaðir í sóttkví ef umhverfi þeirra er talið hááhættuumhverfi eða til að koma í veg fyrir hópsmit. Þá munu þeir sem greinast smitaðir verða látnir vita en þeir sem komist hafi í návígi við smitaða verða ekki látnir vita. Það verði á ábyrgð hinna smituðu að láta sína nánustu vita. Þó verði áfram fylgst með, til dæmis ef smitaðir hafi farið inn á heilbrigðisstofnanir. Þá munu þeir sem komist hafa í návígi við smitaða ekki verða skikkaðir í sýnatöku en einkennasýnataka verður enn í boði. Grímuskylda verður áfram í gildi inni á heilbrigðisstofnunum, í almenningssamgöngum og leigubílum. Sýnataka ekki lengur í boði fyrir einkennalausa Breytingarnar sem taka gildi um miðjan ágúst, þann 16. nánar tiltekið, verða mun drastískari. Smitaðir munu ekki þurfa að fara í einangrun, þó að þeir verði hvattir til þess. Grímuskyldu verður aflétt þó hún kunni vera áfram í gildi á heilbrigðisstofnunum. Sóttvarnahótel munu loka og sóttvarnaaðstoð verður felld niður. Þeim sem eru með einkenni verður enn boðið að fara í sýnatöku ef einkennin eru mikil. Aðeins verður hægt að fara í sýnatöku á heilsugæslum og spítölum eftir mánaðamót ágúst og september. Heilbrigðisstarfsmenn muni þá einblína á þá sem sýna alvarleg einkenni Covid-19 og þurfi á sjúkrahússinnlögn að halda. 194 greindust smitaðir af veirunni í Alberta í gær, lang flestir þeirra eru fullbólusettir. 84 eru inniliggjandi á sjúkrahúsi, þar af 18 á gjörgæslu. Um 7.100 sýni voru tekin í fylkinu á þriðjudag og greindust um 2,9 prósent þeirra sem höfðu farið í sýnatöku. 75,6 prósent Albertabúa yfir tólf ára aldri hafa fengið minnst einn skammt af bóluefni gegn Covid-19, þar af 64,3 prósent sem eru fullbólusett. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kanada Bólusetningar Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Sjá meira
Deena Hinshaw, yfirmaður heilbrigðismála í Alberta, sagði á upplýsingafundi í gær að þrátt fyrir fjölgun smita hafi fjölgun bólusettra komið í veg fyrir alvarleg veikindi og ólíklegt sé að heilbrigðiskerfið muni finna fyrir þessari fjölgun smitaðra. Kanadíska ríkisútvarpið greinir frá. Heilbrigðisyfirvöld í fylkinu hafi því ákveðið að fara að koma fram við kórónuveiruna líkt og inflúensu og aðra slíka sjúkdóma. „Þegar við heyrðum fyrst um Covid-19 vissum við lítið um veiruna og höfðum enga lækningu og engin bóluefni… í dag erum við á allt öðrum stað,“ sagði Hinshaw á fundinum. Á fundinum tilkynnti hún nokkrar breytingar á sóttvarnaaðgerðum og verða breytingarnar teknar í gildi á tveimur stigum. Fyrstu breytingarnar taka gildi í dag og munu þeir sem greinast með Covid þurfa að fara í einangrun en þeir sem hafa verið útsettir fyrir smiti munu ekki þurfa að fara í sóttkví, þó til þess sé mælst. Mæla enn með sóttkví Hinshaw sagði þó í gær að vel gæti til þess komið að einhverjir útsettir fyrir smiti verði skikkaðir í sóttkví ef umhverfi þeirra er talið hááhættuumhverfi eða til að koma í veg fyrir hópsmit. Þá munu þeir sem greinast smitaðir verða látnir vita en þeir sem komist hafi í návígi við smitaða verða ekki látnir vita. Það verði á ábyrgð hinna smituðu að láta sína nánustu vita. Þó verði áfram fylgst með, til dæmis ef smitaðir hafi farið inn á heilbrigðisstofnanir. Þá munu þeir sem komist hafa í návígi við smitaða ekki verða skikkaðir í sýnatöku en einkennasýnataka verður enn í boði. Grímuskylda verður áfram í gildi inni á heilbrigðisstofnunum, í almenningssamgöngum og leigubílum. Sýnataka ekki lengur í boði fyrir einkennalausa Breytingarnar sem taka gildi um miðjan ágúst, þann 16. nánar tiltekið, verða mun drastískari. Smitaðir munu ekki þurfa að fara í einangrun, þó að þeir verði hvattir til þess. Grímuskyldu verður aflétt þó hún kunni vera áfram í gildi á heilbrigðisstofnunum. Sóttvarnahótel munu loka og sóttvarnaaðstoð verður felld niður. Þeim sem eru með einkenni verður enn boðið að fara í sýnatöku ef einkennin eru mikil. Aðeins verður hægt að fara í sýnatöku á heilsugæslum og spítölum eftir mánaðamót ágúst og september. Heilbrigðisstarfsmenn muni þá einblína á þá sem sýna alvarleg einkenni Covid-19 og þurfi á sjúkrahússinnlögn að halda. 194 greindust smitaðir af veirunni í Alberta í gær, lang flestir þeirra eru fullbólusettir. 84 eru inniliggjandi á sjúkrahúsi, þar af 18 á gjörgæslu. Um 7.100 sýni voru tekin í fylkinu á þriðjudag og greindust um 2,9 prósent þeirra sem höfðu farið í sýnatöku. 75,6 prósent Albertabúa yfir tólf ára aldri hafa fengið minnst einn skammt af bóluefni gegn Covid-19, þar af 64,3 prósent sem eru fullbólusett.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kanada Bólusetningar Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Sjá meira