Spilaði sinn fyrsta leik í níu mánuði Valur Páll Eiríksson skrifar 29. júlí 2021 21:31 Joe Gomez og Virgil van Dijk spiluðu báðir sinn fyrsta fótboltaleik í marga mánuði í kvöld. John Powell/Liverpool FC via Getty Images Stuðningsmenn Liverpool höfðu ástæðu til að fagna þrátt fyrir tap liðsins fyrir Herthu Berlín í æfingaleik í Þýskalandi í dag. Miðverðirnir Virgil van Dijk og Joe Gomez sneru aftur eftir langvinn meiðsli. Van Dijk sleit krossband eftir að hafa lent saman við Jordan Pickford, markvörð Everton, í grannaslag liðanna í október í fyrra. Hann fór í aðgerð undir lok þess mánaðar og hefur verið frá síðan. Endurhæfing hans virðist vera að skila árangri þar sem hann kom inn á sem varamaður á 68. mínútu í leik kvöldsins, sínum fyrsta í rúma níu mánuði. Miðvarðavandræði Liverpool á síðustu leiktíð einangruðust ekki við van Dijk þar sem Englendingurinn Joe Gomez lenti í samskonar meiðslum á æfingu með enska landsliðinu í nóvember. Gomez hefur, líkt og van Dijk, verið frá síðan en hann spilaði einnig sinn fyrsta leik um margra mánaða skeið er honum var skipt inn samhliða van Dijk í leik kvöldsins. Liverpool lenti 2-0 undir gegn Berlínarbúum í kvöld eftir mörk Argentínumannsins Santiago Ascacibar og Tyrkjans Suat Serdar. Sadio Mané og Takumi Minamino skoruðu eitt mark hvor með skömmu millibili undir lok fyrri hálfleiks til að jafna leikinn 2-2. Svartfellingurinn Stevan Jovetic skoraði aftur á móti fyrir Herthu á 66. mínútu leiksins, en hann er nýgenginn í raðir þýska félagsins. Þá náðu þeir Gomez og van Dijk ekki að halda hreinu á sínum skamma tíma á vellinum þar sem Jovetic bætti öðru marki sínu við á 80. mínútu. Alex Oxlade-Chamberlain minnkaði muninn fyrir Liverpool skömmu fyrir leikslok en Hertha fagnaði 4-3 sigri. Enski boltinn Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Sjá meira
Van Dijk sleit krossband eftir að hafa lent saman við Jordan Pickford, markvörð Everton, í grannaslag liðanna í október í fyrra. Hann fór í aðgerð undir lok þess mánaðar og hefur verið frá síðan. Endurhæfing hans virðist vera að skila árangri þar sem hann kom inn á sem varamaður á 68. mínútu í leik kvöldsins, sínum fyrsta í rúma níu mánuði. Miðvarðavandræði Liverpool á síðustu leiktíð einangruðust ekki við van Dijk þar sem Englendingurinn Joe Gomez lenti í samskonar meiðslum á æfingu með enska landsliðinu í nóvember. Gomez hefur, líkt og van Dijk, verið frá síðan en hann spilaði einnig sinn fyrsta leik um margra mánaða skeið er honum var skipt inn samhliða van Dijk í leik kvöldsins. Liverpool lenti 2-0 undir gegn Berlínarbúum í kvöld eftir mörk Argentínumannsins Santiago Ascacibar og Tyrkjans Suat Serdar. Sadio Mané og Takumi Minamino skoruðu eitt mark hvor með skömmu millibili undir lok fyrri hálfleiks til að jafna leikinn 2-2. Svartfellingurinn Stevan Jovetic skoraði aftur á móti fyrir Herthu á 66. mínútu leiksins, en hann er nýgenginn í raðir þýska félagsins. Þá náðu þeir Gomez og van Dijk ekki að halda hreinu á sínum skamma tíma á vellinum þar sem Jovetic bætti öðru marki sínu við á 80. mínútu. Alex Oxlade-Chamberlain minnkaði muninn fyrir Liverpool skömmu fyrir leikslok en Hertha fagnaði 4-3 sigri.
Enski boltinn Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Sjá meira