Íslendingaliðin áfram - Hákon lék sinn fyrsta leik fyrir FCK Valur Páll Eiríksson skrifar 29. júlí 2021 20:46 Hákon Arnar spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik á ferlinum í kvöld. Lars Ronbog / FrontZoneSport via Getty Images Íslendingaliðin Molde og Hammarby komust bæði áfram í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. 18 ára Íslendingur spilaði þá sinn fyrsta leik fyrir FC Kaupmannahöfn er danska liðið fór sömuleiðis áfram í keppninni. Molde vann fyrri leik gegn Servette frá Sviss 3-0 í Noregi. Servette mætti hins vegar ákveðnara til leiks í kvöld og komst yfir á 18. mínútu með marki Frakkans Moussa Diallo. Servette var 1-0 yfir í leikhléi en Miroslav Stevanovic, leikmaður liðsins, fékk að líta rautt spjald undir lok fyrri hálfleiks. Þrátt fyrir að leika 10 gegn ellefu komst Servette 2-0 yfir á 58. mínútu með marki Grejohn Kyei og staðan í einvíginu því orðin 3-2 fyrir Molde. Skömmu síðar kom Björn Bergmann Sigurðarson inn af bekknum fyrir Molde og hjálpaði sínum mönnum að ekki færi verr. Servette vann leikinn 2-0, sem dugði ekki til, Molde vann einvígið 3-2 og er komið í næstu umferð. Þar mætir liðið Trabzonspor frá Tyrklandi. Jón Guðni Fjóluson var í byrjunarliði Hammarby sem vann 1-0 sigur á Maribor í Slóveníu eftir mark Davids Accam snemma leiks. Hammarby hafði unnið fyrri leikinn 3-1 og vann einvígið því samanlagt 4-1. Hammarby mætir Cukaricki frá Serbíu í næstu umferð keppninnar. Debut for Hakon Haraldsson for FCK pic.twitter.com/m8X3bHJCcC— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) July 29, 2021 Hinn 18 ára gamli Hákon Arnar Haraldsson, bróðir Tryggva Hrafns Haraldssonar, leikmanns Íslandsmeistara Vals, spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir FC Kaupmannahöfn. Hann spilaði síðasta korterið í 5-0 útisigri á Torpedo Zhodino og nældi sér í gult spjald á 83. mínútu. FCK vann einvígið samanlagt 9-1 og mætir Lokomotiv Plovdiv frá Búlgaríu í næstu umferð. Sambandsdeild Evrópu Norski boltinn Sænski boltinn Danski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Molde vann fyrri leik gegn Servette frá Sviss 3-0 í Noregi. Servette mætti hins vegar ákveðnara til leiks í kvöld og komst yfir á 18. mínútu með marki Frakkans Moussa Diallo. Servette var 1-0 yfir í leikhléi en Miroslav Stevanovic, leikmaður liðsins, fékk að líta rautt spjald undir lok fyrri hálfleiks. Þrátt fyrir að leika 10 gegn ellefu komst Servette 2-0 yfir á 58. mínútu með marki Grejohn Kyei og staðan í einvíginu því orðin 3-2 fyrir Molde. Skömmu síðar kom Björn Bergmann Sigurðarson inn af bekknum fyrir Molde og hjálpaði sínum mönnum að ekki færi verr. Servette vann leikinn 2-0, sem dugði ekki til, Molde vann einvígið 3-2 og er komið í næstu umferð. Þar mætir liðið Trabzonspor frá Tyrklandi. Jón Guðni Fjóluson var í byrjunarliði Hammarby sem vann 1-0 sigur á Maribor í Slóveníu eftir mark Davids Accam snemma leiks. Hammarby hafði unnið fyrri leikinn 3-1 og vann einvígið því samanlagt 4-1. Hammarby mætir Cukaricki frá Serbíu í næstu umferð keppninnar. Debut for Hakon Haraldsson for FCK pic.twitter.com/m8X3bHJCcC— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) July 29, 2021 Hinn 18 ára gamli Hákon Arnar Haraldsson, bróðir Tryggva Hrafns Haraldssonar, leikmanns Íslandsmeistara Vals, spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir FC Kaupmannahöfn. Hann spilaði síðasta korterið í 5-0 útisigri á Torpedo Zhodino og nældi sér í gult spjald á 83. mínútu. FCK vann einvígið samanlagt 9-1 og mætir Lokomotiv Plovdiv frá Búlgaríu í næstu umferð.
Sambandsdeild Evrópu Norski boltinn Sænski boltinn Danski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira