Hafnar því alfarið að hafa verið með óspektir við bólusetningaröðina Jakob Bjarnar skrifar 29. júlí 2021 16:53 Lögreglan fjarlægir Sólveigu Lilju af vettvangi fyrr í dag. Sólveig Lilja segir að hinar svokölluðu bólusetningar séu tilraun sem verið er að gera á mannkyni. skjáskot af myndbandsupptöku RÚV Lögregla var í morgun kölluð til vegna mótmæla konu við Heilsugæslustöð Reykjavíkur við Suðurlandsbraut því að verið væri að bólusetja þungaðar konur. Sú kona heitir Sólveig Lilja Óskarsdóttir og hún segir enga kæru liggja fyrir á hendur sér. Vísir greindi frá handtökunni fyrr í dag en RÚV birti myndbandsupptöku af mótmælum Sólveigar Lilju og svo handtöku. Hún hefur verið látin laus og var í viðtali í Reykjavík síðdegis þar sem hún fullyrðir meðal annars að um sé að ræða tilraunir og þessar „svokölluðu“ bólusetningar séu að valda æxlunarfærum kvenna skaða. Hún segist hafa viljað koma þeim skilaboðum á framfæri við þær þunguðu konur sem voru að fara í bólusetningu. Sólveig Lilja hafnar því að hafa verið með óspektir. Hún sé friðarsinni og það sé ekki satt sem fram hafi komið að fyrir liggi kæra á hendur sér. Svo er ekki. Hún segir það ósatt sem fram hefur komið í fréttum: „Að ég hafi látið öllum illum látum og ófrískar konur hafi farið að gráta og óttast mig,“ segir Sólveig Lilja. Sú var ekki hennar upplifun og það sem meira er, hún hafi tekið atburðinn upp á myndband og geti fært fyrir því sönnur. Sólveig Lilja var spurð nánar út í þetta atriði, svo virtist á óklipptu myndskeiðinu að þarna hafi verið um talsverð læti að ræða. „Það var veist að mér og ég þurfti að verja mig. Já, lögreglan kom og tók mig, en ekki fyrir að hafa hátt á staðnum. Ég fékk enga kæru á mig og var sett inn á lögreglubíl og þegar ég neitaði að vera með grímu var sett á mig handjárn og sett á mig grímu. Grímur gera ekkert gagn. Veirur og bakteríur eru það litlar að þær fara þar í gegn,“ segir Sólveig Lilja sem vill meina að þöggun ríki um málið og erfitt sé að nálgast hinar réttu upplýsingar um hvernig í pottinn er búið. Hlusta má á viðtalið við Sólveigu Lilju hér neðar. Klippa: Reykjavík síðdegis - Sólveig Lilja Óskarsdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Vísir greindi frá handtökunni fyrr í dag en RÚV birti myndbandsupptöku af mótmælum Sólveigar Lilju og svo handtöku. Hún hefur verið látin laus og var í viðtali í Reykjavík síðdegis þar sem hún fullyrðir meðal annars að um sé að ræða tilraunir og þessar „svokölluðu“ bólusetningar séu að valda æxlunarfærum kvenna skaða. Hún segist hafa viljað koma þeim skilaboðum á framfæri við þær þunguðu konur sem voru að fara í bólusetningu. Sólveig Lilja hafnar því að hafa verið með óspektir. Hún sé friðarsinni og það sé ekki satt sem fram hafi komið að fyrir liggi kæra á hendur sér. Svo er ekki. Hún segir það ósatt sem fram hefur komið í fréttum: „Að ég hafi látið öllum illum látum og ófrískar konur hafi farið að gráta og óttast mig,“ segir Sólveig Lilja. Sú var ekki hennar upplifun og það sem meira er, hún hafi tekið atburðinn upp á myndband og geti fært fyrir því sönnur. Sólveig Lilja var spurð nánar út í þetta atriði, svo virtist á óklipptu myndskeiðinu að þarna hafi verið um talsverð læti að ræða. „Það var veist að mér og ég þurfti að verja mig. Já, lögreglan kom og tók mig, en ekki fyrir að hafa hátt á staðnum. Ég fékk enga kæru á mig og var sett inn á lögreglubíl og þegar ég neitaði að vera með grímu var sett á mig handjárn og sett á mig grímu. Grímur gera ekkert gagn. Veirur og bakteríur eru það litlar að þær fara þar í gegn,“ segir Sólveig Lilja sem vill meina að þöggun ríki um málið og erfitt sé að nálgast hinar réttu upplýsingar um hvernig í pottinn er búið. Hlusta má á viðtalið við Sólveigu Lilju hér neðar. Klippa: Reykjavík síðdegis - Sólveig Lilja Óskarsdóttir
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira