Kona handtekin við bólusetningaröð: „Það er eitur í þessum sprautum!“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 29. júlí 2021 11:29 Á myndskeiði á vef Rúv sést konan láta öllum illum látum. Skjáskot úr myndskeiði Kona var handtekin fyrir utan bólusetningaröðina á Suðurlandsbraut nú í morgun. Konan mótmælti og lét illum látum þar sem óléttar konur stóðu í röð og biðu eftir bólusetningu. Rúv greinir frá því að konan hafi mætt ásamt annari konu um svipað leyti og fyrsti bólusetningarhópurinn mætti, en bólusetningar óléttra kvenna hófust klukkan níu í morgun. Á myndskeiði sem náðist af atvikinu sést konan öskra og veitast að heilbrigðisstarfsfólki. „Óléttar konur eru að fara í sprautu og drepast! Þetta er eitur í þessum sprautum og þið eruð að fara drepa börn í móðurkviði! Þetta er bara lygi, það er verið að ljúga að ykkur,“ öskrar konan. Þá sést heilbrigðisstarfsfólk reyna að róa konuna niður og vísa henni í burtu. „Komdu ekki við mig, komdu ekki nálægt mér!“ öskrar konan þá. Lögregla var kölluð til og á myndskeiðinu má sjá tvær lögreglukonur ræða við konuna sem þá virðist töluvert rólegri. Þegar lögreglukonurnar leiða konuna í burtu, inn í bifreið lögreglu virðist konan hins vegar missa stjórn á sér aftur og spyr í sífellu hvers vegna sé verið að taka hana fasta. Rúv greinir frá því að barnshafandi konum á staðnum hafi verið talsvert brugðið og að sumar hafi grátið. Söngkonan Salka Sól er ein af þeim konum sem voru í röðinni og greinir hún frá atvikinu á Twitter. Hér er verið að bólusetja óléttar konur og það voru bara mótmæli fyrir utan og öskrað að það væri verið að drepa okkur með bólusetningu. Wtfuuuuuu— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) July 29, 2021 Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Rúv greinir frá því að konan hafi mætt ásamt annari konu um svipað leyti og fyrsti bólusetningarhópurinn mætti, en bólusetningar óléttra kvenna hófust klukkan níu í morgun. Á myndskeiði sem náðist af atvikinu sést konan öskra og veitast að heilbrigðisstarfsfólki. „Óléttar konur eru að fara í sprautu og drepast! Þetta er eitur í þessum sprautum og þið eruð að fara drepa börn í móðurkviði! Þetta er bara lygi, það er verið að ljúga að ykkur,“ öskrar konan. Þá sést heilbrigðisstarfsfólk reyna að róa konuna niður og vísa henni í burtu. „Komdu ekki við mig, komdu ekki nálægt mér!“ öskrar konan þá. Lögregla var kölluð til og á myndskeiðinu má sjá tvær lögreglukonur ræða við konuna sem þá virðist töluvert rólegri. Þegar lögreglukonurnar leiða konuna í burtu, inn í bifreið lögreglu virðist konan hins vegar missa stjórn á sér aftur og spyr í sífellu hvers vegna sé verið að taka hana fasta. Rúv greinir frá því að barnshafandi konum á staðnum hafi verið talsvert brugðið og að sumar hafi grátið. Söngkonan Salka Sól er ein af þeim konum sem voru í röðinni og greinir hún frá atvikinu á Twitter. Hér er verið að bólusetja óléttar konur og það voru bara mótmæli fyrir utan og öskrað að það væri verið að drepa okkur með bólusetningu. Wtfuuuuuu— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) July 29, 2021
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira