Fonseca vann til bronsverðlauna í -100 kg flokki í júdó. Hann bar sigurorð af Shady El Nahas frá Kanada í viðureigninni um bronsið.
It s #bronze for Jorge Fonseca of #POR in the men s -100 kg category #judo - the first medal for Portugal in Tokyo 2020!#StrongerTogether | #Tokyo2020 | @Judo pic.twitter.com/ehBmljTtIg
— Olympics (@Olympics) July 29, 2021
Landar hans fylgdust vel með viðureigninni, þar á meðal Mourinho. Hann og aðstoðarmenn hans hjá Roma fögnuðu svo vel og innilega þegar Fonseca skellti El Nahas. Mourinho birti skemmtilegt myndband af þessu á Instagram.
Fonseca er þekkt stærð í júdóheiminum en hann varð heimsmeistari í -100 kg flokki 2019 og 2021. Þá vann hann brons á EM 2020. Hinn 28 ára Fonseca keppti einnig á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 en féll þar úr leik í 2. umferð.
Fonseca greindist með krabbamein 2015 en sigraðist á því og hefur síðan þá sópað til sín verðlaunum.
Heimamaðurinn Aaron Wolf vann gull í -100 kg flokki eftir sigur á Cho Gu-ham frá Suður-Kóreu í úrslitaviðureigninni. Þetta voru áttundu gullverðlaun Japans í júdó á Ólympíuleikunum í Tókýó en þeir jöfnuðu þar með met sitt frá leikunum í Aþenu 2004.