Vill blása til kosninga í Haítí sem fyrst Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júlí 2021 23:29 Ariel Henry vill blása til kosninga sem fyrst en það var einmitt ástæðan sem Moise tilnefndi hann í starfið, að hann sæi um framkvæmd kosninga. EPA-EFE/Orlando Barria Forsætisráðherra Haítí segist ætla að blása til kosninga eins fljótt og auðið er eftir að Jovenel Moise, forseti landsins, var myrtur fyrr í þessum mánuði. Mikil stjórnmálakreppa hefur ríkt í landinu frá því að forsetinn var myrtur. Miklar deilur hafa verið um það hver eigi að vera við stýrið á Haítí. Samkvæmt stjórnarskrá landsins hefði forseti Hæstaréttar Haítí átt að taka við keflinu af Moise en hann dó nýverið vegna Covid-19. Daginn sem Moise var myrtur skipaði hann nýjan forsætisráðherra, Ariel Henry og átti hans helsta verkefni að snúast um að halda kosningar. Þær áttu að fara fram í fyrra en var frestað. Málið er þó ekki svo einfalt. Áður en Moise dó hafði Claude Joseph utanríkisráðherra verið starfandi forsætisráðherra í tvo mánuði og virðist ekki vilja sleppa keflinu. Henry tók við starfi forsætisráðherra Haítí þann 20. júlí síðastliðin en þar til þá hafði Joseph stýrt landinu með stuðningi lögreglu og hers. Þá hafði meirihluti öldungadeildaþingmanna kallað eftir því að Joseph léti af völdum og segja að Joseph Lambert, forseti öldungadeildarinnar, eigi að taka tímabundið við embætti forseta og Henry eigi að sitja í embætti forsætisráðherra. Auk stjórnmálakreppunnar hefur ofbeldi glæpagengja á Haítí vegna baráttu þeirra um yfirráðasvæði valdið miklum usla undanfarið og hafa þúsundir þurft að flýja heimili sín vegna átaka og glæpamenn farið ránshendi um heimili og fyrirtæki. Vestræn ríki hafa kallað eftir því að Haítí, fátækasta ríki beggja Ameríku-heimsálfa, drífi til kosninga til að veita stjórnvöldum lýðræðislegt lögmæti. Málið er nefnilega það að Moise hafði á kjörtímabili sínu rekið flesta þingmenn Haítí og eru nú aðeins tíu þingmenn eftir af þeim þrjátíu sem voru kjörnir í embætti. Þeir sem eftir eru eru því í raun einu kjörnu fulltrúar Haítí sem eftir sitja. Áætlunin var að halda forsetakosningar og þingkosningar í september en óvíst er að það takist. Þá hafði Moise boðað þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá, sem fólu í sér að færa aukið vald til forseta á kostnað þingsins. Henry hefur ekki skýrt það hvort kosið verði um þær breytingar. Haítí Tengdar fréttir Telja fyrrverandi starfsmann dómsmálaráðuneytisins hafa skipulagt morðið Lögregluyfirvöld í Kólumbíu telja að fyrrverandi starfsmaður dómsmálaráðuneytisins í Haítí hafi skipulagt og fyrirskipað morðið á Jovenel Moise, forseta Haítí. Moise var skotinn til bana í forsetahöllinni fyrir tíu dögum síðan af hópi árásarmanna. 17. júlí 2021 11:27 Hinir grunuðu tengdir við fundi um framtíð Haítí Ráðamenn á Haítí segja hina grunuðu í morði Jovenel Moise, forseta, hafa hist í aðdraganda morðsins og rætt næstu skref eftir dauða forsetans. Hinir grunuðu segjast hafa verið að tala um næstu skref ef Moise stigi úr embætti. 15. júlí 2021 16:36 Yfirmaður öryggismála í haítísku forsetahöllinni í haldi lögreglu Dimitri Herard, yfirmaður öryggismála í haítísku forsetahöllinni, er nú í haldi lögreglu í tengslum við rannsókn á morðinu á forsetanum. 15. júlí 2021 08:44 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Mikil stjórnmálakreppa hefur ríkt í landinu frá því að forsetinn var myrtur. Miklar deilur hafa verið um það hver eigi að vera við stýrið á Haítí. Samkvæmt stjórnarskrá landsins hefði forseti Hæstaréttar Haítí átt að taka við keflinu af Moise en hann dó nýverið vegna Covid-19. Daginn sem Moise var myrtur skipaði hann nýjan forsætisráðherra, Ariel Henry og átti hans helsta verkefni að snúast um að halda kosningar. Þær áttu að fara fram í fyrra en var frestað. Málið er þó ekki svo einfalt. Áður en Moise dó hafði Claude Joseph utanríkisráðherra verið starfandi forsætisráðherra í tvo mánuði og virðist ekki vilja sleppa keflinu. Henry tók við starfi forsætisráðherra Haítí þann 20. júlí síðastliðin en þar til þá hafði Joseph stýrt landinu með stuðningi lögreglu og hers. Þá hafði meirihluti öldungadeildaþingmanna kallað eftir því að Joseph léti af völdum og segja að Joseph Lambert, forseti öldungadeildarinnar, eigi að taka tímabundið við embætti forseta og Henry eigi að sitja í embætti forsætisráðherra. Auk stjórnmálakreppunnar hefur ofbeldi glæpagengja á Haítí vegna baráttu þeirra um yfirráðasvæði valdið miklum usla undanfarið og hafa þúsundir þurft að flýja heimili sín vegna átaka og glæpamenn farið ránshendi um heimili og fyrirtæki. Vestræn ríki hafa kallað eftir því að Haítí, fátækasta ríki beggja Ameríku-heimsálfa, drífi til kosninga til að veita stjórnvöldum lýðræðislegt lögmæti. Málið er nefnilega það að Moise hafði á kjörtímabili sínu rekið flesta þingmenn Haítí og eru nú aðeins tíu þingmenn eftir af þeim þrjátíu sem voru kjörnir í embætti. Þeir sem eftir eru eru því í raun einu kjörnu fulltrúar Haítí sem eftir sitja. Áætlunin var að halda forsetakosningar og þingkosningar í september en óvíst er að það takist. Þá hafði Moise boðað þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá, sem fólu í sér að færa aukið vald til forseta á kostnað þingsins. Henry hefur ekki skýrt það hvort kosið verði um þær breytingar.
Haítí Tengdar fréttir Telja fyrrverandi starfsmann dómsmálaráðuneytisins hafa skipulagt morðið Lögregluyfirvöld í Kólumbíu telja að fyrrverandi starfsmaður dómsmálaráðuneytisins í Haítí hafi skipulagt og fyrirskipað morðið á Jovenel Moise, forseta Haítí. Moise var skotinn til bana í forsetahöllinni fyrir tíu dögum síðan af hópi árásarmanna. 17. júlí 2021 11:27 Hinir grunuðu tengdir við fundi um framtíð Haítí Ráðamenn á Haítí segja hina grunuðu í morði Jovenel Moise, forseta, hafa hist í aðdraganda morðsins og rætt næstu skref eftir dauða forsetans. Hinir grunuðu segjast hafa verið að tala um næstu skref ef Moise stigi úr embætti. 15. júlí 2021 16:36 Yfirmaður öryggismála í haítísku forsetahöllinni í haldi lögreglu Dimitri Herard, yfirmaður öryggismála í haítísku forsetahöllinni, er nú í haldi lögreglu í tengslum við rannsókn á morðinu á forsetanum. 15. júlí 2021 08:44 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Telja fyrrverandi starfsmann dómsmálaráðuneytisins hafa skipulagt morðið Lögregluyfirvöld í Kólumbíu telja að fyrrverandi starfsmaður dómsmálaráðuneytisins í Haítí hafi skipulagt og fyrirskipað morðið á Jovenel Moise, forseta Haítí. Moise var skotinn til bana í forsetahöllinni fyrir tíu dögum síðan af hópi árásarmanna. 17. júlí 2021 11:27
Hinir grunuðu tengdir við fundi um framtíð Haítí Ráðamenn á Haítí segja hina grunuðu í morði Jovenel Moise, forseta, hafa hist í aðdraganda morðsins og rætt næstu skref eftir dauða forsetans. Hinir grunuðu segjast hafa verið að tala um næstu skref ef Moise stigi úr embætti. 15. júlí 2021 16:36
Yfirmaður öryggismála í haítísku forsetahöllinni í haldi lögreglu Dimitri Herard, yfirmaður öryggismála í haítísku forsetahöllinni, er nú í haldi lögreglu í tengslum við rannsókn á morðinu á forsetanum. 15. júlí 2021 08:44