Innlent

Halda tón­listar­há­tíð þrátt fyrir allt

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Jón Mýrdal, veitingamaður á Skuggabaldri.
Jón Mýrdal, veitingamaður á Skuggabaldri. Stöð 2

Það styttist í Verslunarmannahelgi og vegna faraldurs kórónuveirunnar er ýmist búið að aflýsa eða fresta bæjarhátíðum um land allt. Þrátt fyrir það ætla veitingamenn á Skuggabaldri við Pósthússtræti að halda uppi fjöri í miðbæ Reykjavíkur.

„Við hér á Skuggabaldri ákváðum að þó það kæmu takmarkanir vildum við bara vera jákvæðir, skemmta borgarbúum og öllum Íslendingum, þannig að við ætlum bara að hafa hér á Skuggabaldri Djass-hátíð frá föstudegi til laugardags,“ sagði Jón Mýrdal, veitingamaður, í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Útihátíðir og bæjarhátíðir áttu margar að vera um komandi helgi en lang flestir gripu til þess ráðs að aflýsa eða fresta þeim vegna sóttvarnaaðgerða. Þar á meðal er Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, Innipúkinn og Flúðir um Versló svo fáar einar hátíðir séu nefndar.

Þeir sem ætla að halda sig á höfuðborgarsvæðinu munu þó geta heimsótt Austurvöll og notið ljúfra djass-tóna alla helgina. Jón segist ekki hræddur um að takmarkanir muni hafa áhrif á tónlistarveisluna.

„Hér úti þurfum við ekki grímur ef veðrið er gott er markísa yfir og svona, inni er nógu mikið pláss á milli. Það verða ekki þúsund manns hérna en ef fólk mætir snemma eða á bókað borð þá verður hægt að passa það allt saman,“ segir Jón.

„Það verður djassí-djamm, endilega allir að koma, þetta verður klikkað.“


Tengdar fréttir

ÍBV íhugar að sækja um ríkisstyrk

Formaður þjóðhátíðarnefndar segir nefndina íhuga að sækja um ríkisstyrk vegna tekjutaps ÍBV af því að fresta þurfi Þjóðhátíð annað árið í röð. Morgunblaðið greindi frá þessu í morgun.

Ætla að halda Þjóðhátíð síðar í sumar

Þjóðhátíðarnefnd ÍBV stefnir að því að halda Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum síðar í sumar. Hátíðina átti að halda um næstu helgi, Verslunarmannahelgi, en sóttvarnaraðgerðir hafa komið niður á því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×