Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - Breiðablik 2-2 | Dramatík fyrir norðan er Blikum mistókst að komast á toppinn Árni Gísli Magnússon skrifar 28. júlí 2021 22:25 Breiðablik - Selfoss Pepsi Max deild kvenna sumar 2021 fótbolti KSÍ Hulda Margrét Þór/KA og Breiðablik gerðu dramatískt jafntefli leik sem fram fór á SaltPay vellinum á Akureyri nú í kvöld. Gestirnir byrjuðu betur og komust yfir strax á fjórðu mínútu leiksins. Agla María fékk þá boltann úti hægra megin og snéri varnarmann Þór/KA glæsilega af sér og tók á sprett sem endaði með skoti, sem mögulega átti að vera fyrirgjöf, og fór boltinn yfir Hörpu í marki heimakvenna og endaði í fjærhorninu. Heimakonur voru ekki lengi að svara og jöfnuðu einungis þremur mínútum seinna. Harpa átti þá útspark frá marki Þór/KA sem að Margrét Árnadóttir flikkaði inn fyrir þar sem Colleen Kennedy var mætt ein á móti markmanni og setti boltann laglega undir Telmu, markmann Blika, og jafnaði leikinn. Staðan 1-1 eftir einungis 8 mínútna leik. Um miðbik fyrri hálfleiksins átti Margét Árnadóttir flotta stungusendingu inn fyrir vörn Blika þar sem nýr leikmaður Þór/KA, Shaina Ashouri, var komin ein í gegn en var flögguð rangstæð sem undirrituðum sýndist vera rangur dómur. Það reyndist dýrt því einungis tveimur mínútum síðar, á 24. mínútu, komust gestirnir aftur yfir þegar þær brunuðu upp í skyndisókn og átti Hildur Antonsdóttir sendingu innfyrir vörn Þór/KA þar sem Áslaug Munda mætti og kláraði færið sitt virkilega vel og kom Breiðablik aftur í forystu. Lítið markvert gerðist það sem eftir lifði hálfleiksins og var leikurinn nokkurnveginn í járnum fram að hálfleik. Snemma í síðari hálfleiknum átti Margrét Árnadóttir hörkuskalla fyrir Þór/KA eftir hornspyrnu en yfir fór boltinn. Annars fór hálfleikurinn mjög rólega af stað og virtist völlurinn gera leikmönnum erfitt fyrir. Þór og Fram spiluðu á honum í gærkvöldi í Lengjudeild karla og auk þess hafði rignt mikið í dag fyrir norðan og völlurinn því þungur og erfiður og spilamennskan í seinni hálfleik bar þess merki. Þegar 10 mínútur lifðu leiks var klaufagangur í vörn heimakvenna sem varð til þess að Blikastúlkur komu boltanum fyrir markið þar sem varamaðurinn Tiffany McCarty var mætt til að koma boltanum yfir línuna þar sem Harpa markvörður var komin út úr markinu en eins og oft áður var Arna Sif mætt og bjargaði sennilega marki. Heimakonur dældu boltanum upp völlinn og reyndu að koma inn jöfnunarmarki en gestirnir vörðust vel og í uppbótartímanum náðu þær að halda boltanum lengi við hornfánann og tefja. Þór/KA unnu loks boltann og brunuðu upp völlinn og unnu hornspyrnu. Jakobína Hjörvarsdóttir tók spyrnuna sem var föst inn á teiginn og eftir smá klafs var það fyrirliði Þór/KA, Arna Sif, sem sparkaði boltanum yfir línuna og tryggði sínu liði dramatískt stig gegn titilbáráttuliði Breiðabliks. Egill Arnar, dómari leiksins, flautaði síðann leikinn af nær strax eftir að miðjan var tekin og jafntefli niðurstaðan. Af hverju varð jafntefli? Eftir fjörugan fyrri hálfleik leiddu Blikar 2-1. Í þeim seinni náði hvorugt liðið að skapa sér mikið og virtist Breiðablik ætla halda út leikinn. Þór/KA gafst aldrei upp og reyndu þær fram á síðustu sekúndu að koma inn jöfnunarmarki sem þeim tókst á síðustu mínútu leiksins og því varð jafntefli niðurstaðan. Hverjar stóðu upp úr? Margrét Árnadóttir var á miðjunni í dag og gaf heimaliðinu mikið bæði sóknar- og varnarlega. Hún átti flottar sendingar inn fyrir vörn Blika, átti stoðsendingu í fyrra markinu og spilaði vel úr sínum stöðum. Agnes Birta var einnig á miðjunni og átti flottan leik, sérstaklega varnarlega, náði oft að trufla gestina í sóknaraðgerðum sínum og var virkilega vinnusöm. Shaina Ashouri, nýr leikmaður Þór/KA, spilaði upp á topp og komst vel frá sínu í sínum fyrsta leik og verður gaman að fylgjast með framhaldinu hjá henni. Á endanum var það liðsheildin hjá Þór/KA sem stóð upp úr og var það lýsandi fyrir þær að reynsluboltinn og fyrirliðinn, Arna Sif, hafi skorað jöfnunarmarkið í blálokin. Hvað gekk illa? Það gekk illa hjá báðum liðum í seinni hálfleik að ná upp góðum spilköflum. Völlurinn, sem var erfiður í dag, spilaði þar inn í. Það gekk einnig illa að taka rétt innköst. Eftir 35. mínútna leik hafði Breiðablik fengið dæmd á sig þrjú vitlaus innköst og Þór/KA tvö. Sjaldgæft að sjá í efstu deild. Hvað gerist næst? Nú fer smá frí í gang sem stendur fram yfir verslunarmannahelgi. Þór/KA sækir Stjörnuna heim föstudaginn 6. ágúst og hefst leikurinn kl. 18:00. Sama dag fara Blikastúlkur aftur í ferðalag út á land þegar þær mæta Tindastóli á Sauðárkróki kl. 19:15. Andri: Þær verðskulduðu þetta stig svo sannarlega Andri Hjörvar er þjálfari Þórs/KA. Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þór/KA, var virkilega sáttur með að hafa náð í stig í blálokin gegn sterku liði Breiðabliks í kvöld. „Ég er mjög kátur, virkilega gott stig gegn mjög sterku liði. Þær börðust allan leikinn í 90 mínútur plús og verðskulduðu þetta stig svo sannarlega.” Var Andri stoltur af stelpunum að hafa ekki gefist upp og náð að jafna? „Já gríðarlega, það er ekkert grín að lenda undir á móti Breiðablik og gefa allt í þetta og ná stigi gegn svona góðu liði þannig að við erum bara mjög sáttar við okkar leik.” Eftir flottan fyrri hálfleik bauð sá seinni ekki upp á eins góðan fótbolta og kom Andri inn á það. „Já barningur jú jú, aðstæðurnar kannski buðu upp á það, stöðubarátta og barningur út um víðan völl en mér fannst við reyndar vera spila bara mjög vel í seinni hálfleik, gerðum ákveðan hluti mjög vel og uppskárum eftir því.” „Í síðustu 6 leikjum höfum við bara verið að tapa einum leik, þannig ég tel það vera ágætis mómentum og form á liðinu. Við þufum auðvtitað að fara vinna leiki líka en þetta er stig á móti mjög sterku liði eins og þú segir og það gefur okkur bara sjálfstraust fyrir komandi leiki”, sagði Andri þegar hann talaði um gengi liðsins að undanförnu. Þór/KA samdi nýverið við Bandarískan framherja að nafni Shaina Ashouri. Hún spilaði sinn fyrsta leik í kvöld og var Andri sáttur við framlag hennar. „Frábærlega, hún er búin að ná einhverjum örfáum æfingum og kemur beint inn í liðið á móti einu sterkasta liði á landinu og mér fannst hún bara standa sig mjög vel, virkilega flott hjá henni.” „Ég held að hún gefi okkur ákveðna ró á boltann og kannski líka bara góðan leikskilning og hún connectar vel í liðið og það er gaman að spila með henni, hún hefur æðislega gaman að því að spila fótbolta og tilbúin til þess að gera allt til þess að vera í liðinu og standa sig vel”, sagði Andri ennfremur. Arna Sif skoraði jöfnunarmarkið í blálokin og kom það Andra alls ekki á óvart. „Það skiptir mig engu máli hver skorar ef ég á að vera hreinskilinn, þetta er svo sem ekkert óþekkt dæmi að setja hana í fremstu línu og við vitum öll að hún er afskaplega erfið við að eiga í föstum leikatriðum og hún skoraði þarna og það svo sem kemur mér ekkert á óvart þannig ég samgleðst henni bara innilega.” En er Þór/KA enn í fallbaráttu? „Já, ég held að það sé ekki tímabært að tala um að við séum sloppin fyrir horn, það er voðalega stutt bæði upp og niður reyndar en við þurfum aðeins fleiri stig til þess að geta farið að slaka á en ég vona svo sannarlega að við séum ekkert að fara slaka á heldur horfum við bara fram á við og upp á við ef við viljum meira og meira og meira”, sagði Andri að lokum. Vilhjálmur: Óheppilegt fyrir þjálfara að geta ekki haft eina einustu fótboltaæfingu í heilan mánuð Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Breiðabliks.vísir/Sigurjón Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum svekktur eftir að lið hans tapaði tveimur stigum á síðustu andartökum leiksins í kvöld. „Svekktur, hefðum alveg getað klárað þennan leik. Það voru nokkrar stöður þar sem við hefðum getað gert betur undir lokin en einhvernveginn fór þetta svona. Mjög svekktur yfir þessu og stelpurnar auðvitað mjög svekktar að þetta skyldi enda svona.” „Mér fannst bara í seinni hálfleik við vera fá ágætis upphlaup og skapa okkur alvöru stöður en gerðum ekki vel, vorum að taka skot kannski í staðinn fyrir að spila út í breiddina og velja betri færi, þannig það voru svona hlutir sem við gátum lagað. Svo var einn og einn bolti þar sem við vorum að láta hann detta í staðinn fyrir að taka hann í loftinu varnarlega og algjör óþarfi að fá þetta horn og þetta mark í lokin”, sagði Vilhjálmur spurður út í spilamennsku liðsins í dag. Þór/KA jafnaði leikinn á síðustu mínútu uppbótartíma en Vilhjálmur sá atvikið ekki nógu vel. „Ég bara sá þetta ekki, þetta var algjört klafs þarna sko, ég veit eiginlega ekkert hvernig þetta nákvæmlega gerðist, maður verður bara að skoða það.” Vilhjálmur segir að það sé dýrt að tapa þessum stigum þar sem liðið er í harðri titilbaráttu við Val. „Já, nú er þetta ekki lengur í okkar höndum, við horfðum alltaf á þetta þannig að þetta væri í okkar höndum ef við myndum vinna leikina en nú verðum við að treysta á að önnur lið taki stig af Val, það er bara þannig.” Breiðablik hefur skorað mikið af mörkum í sumar en einnig fengið þónokkuð af mörkum á sig, telur Vilhjálmur það vera vandamál? „Já svo sannarlega, varnarleikurinn er oft ágætur en við erum að fá á okkur rosalega ódýr mörk þannig það er einhverskonar einbeitingarleysi inn á milli sem skapar alltaf einhver mörk í leikjum. Við eigum ágætis leik varnarlega þangað til eitthvað gerist sem er svolítið svekkjandi.” Hvað þarf að laga í varnarleik liðsins? „Ef ég vissi það þá værum við búin að laga það, því þetta er búið að gerast ítrekað, þannig þetta er smá vandamál sem við verðum að leysa.” „Mjög gott að fá þetta frí, við erum náttúrulega búin að vera allan júlí með þrjá daga milli leikja sem er ekki heppilegt vegna þess að þú þarft að taka recovery eftir æfingu, svo þarftu að taka létta æfingu daginn fyrir leik og svo þarftu að taka eitthvað frí í hverri viku, þannig þú hefur ekki mikinn tíma til að æfa liðið. Ég skil ekki alveg hvernig mótið er sett upp, að það þurfi að vera svona rosalega þétt í júlí, en svona er þetta bara og við þurfum að undirbúa okkur fyrir næsta leik sem er á móti Tindastól á föstudaginn (í næstu viku) og það er bara hörkuleikur eins og allir þessir leikir”, sagði Vilhjálmur sem virðist ósáttur við leikjaálagð og bætti ennfremur við: „Ég veit ekki af hverju þetta þarf að vera svona, mér finnst einhvernveginn að við gætum spilað lengur eða kannski er þetta landsleikjahlé eða Evrópukeppni, það getur vel verið að það spili inn í, en þetta er allavega óheppilegt fyrir þjálfara að geta ekki haft eina einustu fótboltaæfingu í heilan mánuð sem er bara recovery eða æfing daginn fyrir leik, það er mjög sérstakt.” Pepsi Max-deild kvenna Þór Akureyri KA Breiðablik
Þór/KA og Breiðablik gerðu dramatískt jafntefli leik sem fram fór á SaltPay vellinum á Akureyri nú í kvöld. Gestirnir byrjuðu betur og komust yfir strax á fjórðu mínútu leiksins. Agla María fékk þá boltann úti hægra megin og snéri varnarmann Þór/KA glæsilega af sér og tók á sprett sem endaði með skoti, sem mögulega átti að vera fyrirgjöf, og fór boltinn yfir Hörpu í marki heimakvenna og endaði í fjærhorninu. Heimakonur voru ekki lengi að svara og jöfnuðu einungis þremur mínútum seinna. Harpa átti þá útspark frá marki Þór/KA sem að Margrét Árnadóttir flikkaði inn fyrir þar sem Colleen Kennedy var mætt ein á móti markmanni og setti boltann laglega undir Telmu, markmann Blika, og jafnaði leikinn. Staðan 1-1 eftir einungis 8 mínútna leik. Um miðbik fyrri hálfleiksins átti Margét Árnadóttir flotta stungusendingu inn fyrir vörn Blika þar sem nýr leikmaður Þór/KA, Shaina Ashouri, var komin ein í gegn en var flögguð rangstæð sem undirrituðum sýndist vera rangur dómur. Það reyndist dýrt því einungis tveimur mínútum síðar, á 24. mínútu, komust gestirnir aftur yfir þegar þær brunuðu upp í skyndisókn og átti Hildur Antonsdóttir sendingu innfyrir vörn Þór/KA þar sem Áslaug Munda mætti og kláraði færið sitt virkilega vel og kom Breiðablik aftur í forystu. Lítið markvert gerðist það sem eftir lifði hálfleiksins og var leikurinn nokkurnveginn í járnum fram að hálfleik. Snemma í síðari hálfleiknum átti Margrét Árnadóttir hörkuskalla fyrir Þór/KA eftir hornspyrnu en yfir fór boltinn. Annars fór hálfleikurinn mjög rólega af stað og virtist völlurinn gera leikmönnum erfitt fyrir. Þór og Fram spiluðu á honum í gærkvöldi í Lengjudeild karla og auk þess hafði rignt mikið í dag fyrir norðan og völlurinn því þungur og erfiður og spilamennskan í seinni hálfleik bar þess merki. Þegar 10 mínútur lifðu leiks var klaufagangur í vörn heimakvenna sem varð til þess að Blikastúlkur komu boltanum fyrir markið þar sem varamaðurinn Tiffany McCarty var mætt til að koma boltanum yfir línuna þar sem Harpa markvörður var komin út úr markinu en eins og oft áður var Arna Sif mætt og bjargaði sennilega marki. Heimakonur dældu boltanum upp völlinn og reyndu að koma inn jöfnunarmarki en gestirnir vörðust vel og í uppbótartímanum náðu þær að halda boltanum lengi við hornfánann og tefja. Þór/KA unnu loks boltann og brunuðu upp völlinn og unnu hornspyrnu. Jakobína Hjörvarsdóttir tók spyrnuna sem var föst inn á teiginn og eftir smá klafs var það fyrirliði Þór/KA, Arna Sif, sem sparkaði boltanum yfir línuna og tryggði sínu liði dramatískt stig gegn titilbáráttuliði Breiðabliks. Egill Arnar, dómari leiksins, flautaði síðann leikinn af nær strax eftir að miðjan var tekin og jafntefli niðurstaðan. Af hverju varð jafntefli? Eftir fjörugan fyrri hálfleik leiddu Blikar 2-1. Í þeim seinni náði hvorugt liðið að skapa sér mikið og virtist Breiðablik ætla halda út leikinn. Þór/KA gafst aldrei upp og reyndu þær fram á síðustu sekúndu að koma inn jöfnunarmarki sem þeim tókst á síðustu mínútu leiksins og því varð jafntefli niðurstaðan. Hverjar stóðu upp úr? Margrét Árnadóttir var á miðjunni í dag og gaf heimaliðinu mikið bæði sóknar- og varnarlega. Hún átti flottar sendingar inn fyrir vörn Blika, átti stoðsendingu í fyrra markinu og spilaði vel úr sínum stöðum. Agnes Birta var einnig á miðjunni og átti flottan leik, sérstaklega varnarlega, náði oft að trufla gestina í sóknaraðgerðum sínum og var virkilega vinnusöm. Shaina Ashouri, nýr leikmaður Þór/KA, spilaði upp á topp og komst vel frá sínu í sínum fyrsta leik og verður gaman að fylgjast með framhaldinu hjá henni. Á endanum var það liðsheildin hjá Þór/KA sem stóð upp úr og var það lýsandi fyrir þær að reynsluboltinn og fyrirliðinn, Arna Sif, hafi skorað jöfnunarmarkið í blálokin. Hvað gekk illa? Það gekk illa hjá báðum liðum í seinni hálfleik að ná upp góðum spilköflum. Völlurinn, sem var erfiður í dag, spilaði þar inn í. Það gekk einnig illa að taka rétt innköst. Eftir 35. mínútna leik hafði Breiðablik fengið dæmd á sig þrjú vitlaus innköst og Þór/KA tvö. Sjaldgæft að sjá í efstu deild. Hvað gerist næst? Nú fer smá frí í gang sem stendur fram yfir verslunarmannahelgi. Þór/KA sækir Stjörnuna heim föstudaginn 6. ágúst og hefst leikurinn kl. 18:00. Sama dag fara Blikastúlkur aftur í ferðalag út á land þegar þær mæta Tindastóli á Sauðárkróki kl. 19:15. Andri: Þær verðskulduðu þetta stig svo sannarlega Andri Hjörvar er þjálfari Þórs/KA. Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þór/KA, var virkilega sáttur með að hafa náð í stig í blálokin gegn sterku liði Breiðabliks í kvöld. „Ég er mjög kátur, virkilega gott stig gegn mjög sterku liði. Þær börðust allan leikinn í 90 mínútur plús og verðskulduðu þetta stig svo sannarlega.” Var Andri stoltur af stelpunum að hafa ekki gefist upp og náð að jafna? „Já gríðarlega, það er ekkert grín að lenda undir á móti Breiðablik og gefa allt í þetta og ná stigi gegn svona góðu liði þannig að við erum bara mjög sáttar við okkar leik.” Eftir flottan fyrri hálfleik bauð sá seinni ekki upp á eins góðan fótbolta og kom Andri inn á það. „Já barningur jú jú, aðstæðurnar kannski buðu upp á það, stöðubarátta og barningur út um víðan völl en mér fannst við reyndar vera spila bara mjög vel í seinni hálfleik, gerðum ákveðan hluti mjög vel og uppskárum eftir því.” „Í síðustu 6 leikjum höfum við bara verið að tapa einum leik, þannig ég tel það vera ágætis mómentum og form á liðinu. Við þufum auðvtitað að fara vinna leiki líka en þetta er stig á móti mjög sterku liði eins og þú segir og það gefur okkur bara sjálfstraust fyrir komandi leiki”, sagði Andri þegar hann talaði um gengi liðsins að undanförnu. Þór/KA samdi nýverið við Bandarískan framherja að nafni Shaina Ashouri. Hún spilaði sinn fyrsta leik í kvöld og var Andri sáttur við framlag hennar. „Frábærlega, hún er búin að ná einhverjum örfáum æfingum og kemur beint inn í liðið á móti einu sterkasta liði á landinu og mér fannst hún bara standa sig mjög vel, virkilega flott hjá henni.” „Ég held að hún gefi okkur ákveðna ró á boltann og kannski líka bara góðan leikskilning og hún connectar vel í liðið og það er gaman að spila með henni, hún hefur æðislega gaman að því að spila fótbolta og tilbúin til þess að gera allt til þess að vera í liðinu og standa sig vel”, sagði Andri ennfremur. Arna Sif skoraði jöfnunarmarkið í blálokin og kom það Andra alls ekki á óvart. „Það skiptir mig engu máli hver skorar ef ég á að vera hreinskilinn, þetta er svo sem ekkert óþekkt dæmi að setja hana í fremstu línu og við vitum öll að hún er afskaplega erfið við að eiga í föstum leikatriðum og hún skoraði þarna og það svo sem kemur mér ekkert á óvart þannig ég samgleðst henni bara innilega.” En er Þór/KA enn í fallbaráttu? „Já, ég held að það sé ekki tímabært að tala um að við séum sloppin fyrir horn, það er voðalega stutt bæði upp og niður reyndar en við þurfum aðeins fleiri stig til þess að geta farið að slaka á en ég vona svo sannarlega að við séum ekkert að fara slaka á heldur horfum við bara fram á við og upp á við ef við viljum meira og meira og meira”, sagði Andri að lokum. Vilhjálmur: Óheppilegt fyrir þjálfara að geta ekki haft eina einustu fótboltaæfingu í heilan mánuð Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Breiðabliks.vísir/Sigurjón Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum svekktur eftir að lið hans tapaði tveimur stigum á síðustu andartökum leiksins í kvöld. „Svekktur, hefðum alveg getað klárað þennan leik. Það voru nokkrar stöður þar sem við hefðum getað gert betur undir lokin en einhvernveginn fór þetta svona. Mjög svekktur yfir þessu og stelpurnar auðvitað mjög svekktar að þetta skyldi enda svona.” „Mér fannst bara í seinni hálfleik við vera fá ágætis upphlaup og skapa okkur alvöru stöður en gerðum ekki vel, vorum að taka skot kannski í staðinn fyrir að spila út í breiddina og velja betri færi, þannig það voru svona hlutir sem við gátum lagað. Svo var einn og einn bolti þar sem við vorum að láta hann detta í staðinn fyrir að taka hann í loftinu varnarlega og algjör óþarfi að fá þetta horn og þetta mark í lokin”, sagði Vilhjálmur spurður út í spilamennsku liðsins í dag. Þór/KA jafnaði leikinn á síðustu mínútu uppbótartíma en Vilhjálmur sá atvikið ekki nógu vel. „Ég bara sá þetta ekki, þetta var algjört klafs þarna sko, ég veit eiginlega ekkert hvernig þetta nákvæmlega gerðist, maður verður bara að skoða það.” Vilhjálmur segir að það sé dýrt að tapa þessum stigum þar sem liðið er í harðri titilbaráttu við Val. „Já, nú er þetta ekki lengur í okkar höndum, við horfðum alltaf á þetta þannig að þetta væri í okkar höndum ef við myndum vinna leikina en nú verðum við að treysta á að önnur lið taki stig af Val, það er bara þannig.” Breiðablik hefur skorað mikið af mörkum í sumar en einnig fengið þónokkuð af mörkum á sig, telur Vilhjálmur það vera vandamál? „Já svo sannarlega, varnarleikurinn er oft ágætur en við erum að fá á okkur rosalega ódýr mörk þannig það er einhverskonar einbeitingarleysi inn á milli sem skapar alltaf einhver mörk í leikjum. Við eigum ágætis leik varnarlega þangað til eitthvað gerist sem er svolítið svekkjandi.” Hvað þarf að laga í varnarleik liðsins? „Ef ég vissi það þá værum við búin að laga það, því þetta er búið að gerast ítrekað, þannig þetta er smá vandamál sem við verðum að leysa.” „Mjög gott að fá þetta frí, við erum náttúrulega búin að vera allan júlí með þrjá daga milli leikja sem er ekki heppilegt vegna þess að þú þarft að taka recovery eftir æfingu, svo þarftu að taka létta æfingu daginn fyrir leik og svo þarftu að taka eitthvað frí í hverri viku, þannig þú hefur ekki mikinn tíma til að æfa liðið. Ég skil ekki alveg hvernig mótið er sett upp, að það þurfi að vera svona rosalega þétt í júlí, en svona er þetta bara og við þurfum að undirbúa okkur fyrir næsta leik sem er á móti Tindastól á föstudaginn (í næstu viku) og það er bara hörkuleikur eins og allir þessir leikir”, sagði Vilhjálmur sem virðist ósáttur við leikjaálagð og bætti ennfremur við: „Ég veit ekki af hverju þetta þarf að vera svona, mér finnst einhvernveginn að við gætum spilað lengur eða kannski er þetta landsleikjahlé eða Evrópukeppni, það getur vel verið að það spili inn í, en þetta er allavega óheppilegt fyrir þjálfara að geta ekki haft eina einustu fótboltaæfingu í heilan mánuð sem er bara recovery eða æfing daginn fyrir leik, það er mjög sérstakt.”
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti