Liverpool grætt 120 milljónir á sölum úr akademíunni Valur Páll Eiríksson skrifar 28. júlí 2021 07:01 Sölur á þeim ungu hjálpa til við að fjármagna styrkingu á aðalliðshópi félagsins. EPA-EFE/David Klein / POOL Enska knattspyrnufélagið Liverpool seldi á dögunum velska landsliðsmanninn Harry Wilson til Fulham fyrir 12 milljónir punda. Wilson spilaði ekki mínútu fyrir félagið í ensku úrvalsdeildinni en er á meðal nokkurra sem hafa skapað mikinn hagnað félagsins af unglingastarfinu. Aukin áhersla hefur verið á unglingastarf hjá Liverpool frá því að nýir eigendur tóku við því árið 2010. Borið hefur meira á ungum leikmönnum í aðalliðshópi félagsins, svo sem Trent Alexander-Arnold, Curtis Jones og Neco Williams, en ekki síður hefur Liverpool grætt á því að selja þá frá félaginu. James Pearce, íþróttafréttamaður hjá The Athletic sem sérhæfir sig í málefnum Liverpool, bendir á að félagið hefur selt leikmenn úr akademíu sinni, sem ýmist eru uppaldir frá barnsaldri eða fengnir til liðsins á unglingsaldri, fyrir 120 milljónir punda á síðustu fimm árum. The academy is certainly paying its way. Departure of Harry Wilson means over past 5 years #LFC have generated £120m in sales from youngsters they have either brought through the ranks or snapped up from other academies before taking them to next levelhttps://t.co/pzrgxM09hZ— James Pearce (@JamesPearceLFC) July 27, 2021 Sú upphæð geti hækkað enn frekar ef Liverpool kýs að selja Nat Phillips, sem kom sterkur inn í liðið eftir meiðsli Joe Gomez og Virgil van Dijk í fyrra. Phillips var fenginn frítt til Liverpool árið 2016 eftir að hafa verið leystur undan samningi hjá Bolton Wanderers og er metinn á 15 milljónir punda. Fyrr í sumar seldi Liverpool hinn unga Liam Millar til Basel fyrir 1,6 milljónir punda, eftir að hafa fengið hann frítt frá Fulham, og pólska markvörðinn Kamil Grabara til FC Kaupmannahafnar fyrir 3 milljónir punda, eftir að hafa keypt hann á 250 þúsund pund. Liverpool fékk Rhian Brewster frá Chelsea þegar hann var 15 ára en seldi hann fyrir 23,5 milljónir punda til Sheffield United í fyrra. Sama sumar fór hollenski bakvörðurinn Ki-Jana Hoever til Wolves fyrir 13,5 milljónir, eftir að hafa fengist á 90 þúsund pund frá Ajax. Sumarið 2019 var Rafael Camacho seldur til Sporting Lissabon fyrir 7 milljónir, 7,5 milljónir fengust frá Rangers fyrir Ryan Kent og Danny Ward fór á 12,5 milljónir punda til Leicester City. Samtals kostuðu þeir 100 þúsund pund, sem raunar allt fór í Ward þegar hann var keyptur frá Wrexham, þar sem Kent er uppalinn og Camacho fékkst frítt. Einnig má nefna leikmenn á við Jordon Ibe, Andre Wisdom, Kevin Stewart, Brad Smith og Sergi Canos sem hafa verið seldir með töluverðum gróða síðustu ár. Rekstrarkostnaður við akademíu félagsins er rúmar tíu milljónir punda á ári og virðist sá peningur vera að skila vel af sér. Þónokkrir spennandi leikmenn eru að koma upp hjá Liverpool þessa dagana, svo sem Harvey Elliott, hinn pólski Mateusz Musialowski, Frakkinn Billy Koumetio og hinn 16 ára gamli Kaide Gordon sem liðið borgaði Derby County eina milljón punda fyrir nýlega. Áhugavert verður að sjá hvort þeir geri nóg til að komast í aðallið félagsins eða hvort þeir verði hluti af gróðavélinni sem akademían virðist orðin. Enski boltinn Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey Sjá meira
Aukin áhersla hefur verið á unglingastarf hjá Liverpool frá því að nýir eigendur tóku við því árið 2010. Borið hefur meira á ungum leikmönnum í aðalliðshópi félagsins, svo sem Trent Alexander-Arnold, Curtis Jones og Neco Williams, en ekki síður hefur Liverpool grætt á því að selja þá frá félaginu. James Pearce, íþróttafréttamaður hjá The Athletic sem sérhæfir sig í málefnum Liverpool, bendir á að félagið hefur selt leikmenn úr akademíu sinni, sem ýmist eru uppaldir frá barnsaldri eða fengnir til liðsins á unglingsaldri, fyrir 120 milljónir punda á síðustu fimm árum. The academy is certainly paying its way. Departure of Harry Wilson means over past 5 years #LFC have generated £120m in sales from youngsters they have either brought through the ranks or snapped up from other academies before taking them to next levelhttps://t.co/pzrgxM09hZ— James Pearce (@JamesPearceLFC) July 27, 2021 Sú upphæð geti hækkað enn frekar ef Liverpool kýs að selja Nat Phillips, sem kom sterkur inn í liðið eftir meiðsli Joe Gomez og Virgil van Dijk í fyrra. Phillips var fenginn frítt til Liverpool árið 2016 eftir að hafa verið leystur undan samningi hjá Bolton Wanderers og er metinn á 15 milljónir punda. Fyrr í sumar seldi Liverpool hinn unga Liam Millar til Basel fyrir 1,6 milljónir punda, eftir að hafa fengið hann frítt frá Fulham, og pólska markvörðinn Kamil Grabara til FC Kaupmannahafnar fyrir 3 milljónir punda, eftir að hafa keypt hann á 250 þúsund pund. Liverpool fékk Rhian Brewster frá Chelsea þegar hann var 15 ára en seldi hann fyrir 23,5 milljónir punda til Sheffield United í fyrra. Sama sumar fór hollenski bakvörðurinn Ki-Jana Hoever til Wolves fyrir 13,5 milljónir, eftir að hafa fengist á 90 þúsund pund frá Ajax. Sumarið 2019 var Rafael Camacho seldur til Sporting Lissabon fyrir 7 milljónir, 7,5 milljónir fengust frá Rangers fyrir Ryan Kent og Danny Ward fór á 12,5 milljónir punda til Leicester City. Samtals kostuðu þeir 100 þúsund pund, sem raunar allt fór í Ward þegar hann var keyptur frá Wrexham, þar sem Kent er uppalinn og Camacho fékkst frítt. Einnig má nefna leikmenn á við Jordon Ibe, Andre Wisdom, Kevin Stewart, Brad Smith og Sergi Canos sem hafa verið seldir með töluverðum gróða síðustu ár. Rekstrarkostnaður við akademíu félagsins er rúmar tíu milljónir punda á ári og virðist sá peningur vera að skila vel af sér. Þónokkrir spennandi leikmenn eru að koma upp hjá Liverpool þessa dagana, svo sem Harvey Elliott, hinn pólski Mateusz Musialowski, Frakkinn Billy Koumetio og hinn 16 ára gamli Kaide Gordon sem liðið borgaði Derby County eina milljón punda fyrir nýlega. Áhugavert verður að sjá hvort þeir geri nóg til að komast í aðallið félagsins eða hvort þeir verði hluti af gróðavélinni sem akademían virðist orðin.
Enski boltinn Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey Sjá meira