Vill ekki staðfesta hvort hún taki frekari þátt á ÓL Valur Páll Eiríksson skrifar 27. júlí 2021 19:31 Biles studdi liðsfélaga sína af hliðarlínunni í dag. Laurence Griffiths/Getty Images Fimleikastjarnan Simone Biles segir andlegt álag hafa valdið því að hún dró sig úr keppni er liðakeppni fór fram á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. Bandaríkin hlutu silfur án Biles en Rússland fagnaði sigri. Biles dró sig úr keppni eftir fyrstu grein þegar Bandaríkin voru meðal keppnisþjóða í liðakeppni í áhaldafimleikum á Ólympíuleikunum í morgun. Hún táraðist þegar hún útskýrði ákvörðun sína fyrir fjölmiðlum eftir keppni þar sem hún vísaði í andlegt álag. „Þegar þú lendir í aðstæðum mikils álags áttu til að fríka út,“ sagði Biles. „Ég þarf að einblína á mína andlegu heilsu og ekki setja heilsu mína og vellíðan í hættu,“ „Við þurfum að vernda líkama okkar og huga,“ bætti Biles við. „Það er rosalega erfitt að eiga í baráttu við hugann á sjálfum sér.“ Biles hyggst taka sér dagsfrí, fyrir líkama og sál, á morgun en fram undan eru fjórir keppnisdagar í kjölfarið, sá fyrsti á fimmtudag og svo frá sunnudegi til þriðjudags. Biles vildi ekki staðfesta við fjölmiðla ytra að hún tæki þátt þessa fjóra daga. — Simone Biles (@Simone_Biles) July 27, 2021 „Við munum taka þetta einn dag í einu. Ég veit að morgun er hálfur dagur, við fáum í það minnsta morguninn í frí. Svo það verður góð andleg hvíld. Við tökum stöðuna þá og sjáum hvað setur.“ hefur CNN eftir Biles. „Vonandi mun ég fara aftur út á gólfið og keppa í nokkrum greinum til viðbótar,“ sagði Biles. Biles hefur tryggt sér keppnisrétt í fjórum keppnisgreinum sem munu skiptast yfir áðurnefnda fjóra daga. Heildarkeppni kvenna fer fram á fimmtudag. Á sunnudag verður keppt bæði í stökki og á tvíslá, gólfæfingar eru á mánudag og keppni á jafnvægisslá fer fram á þriðjudag. Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Rússar nýttu sér fjarveru Biles og unnu fyrsta gullið í 29 ár Rússar unnu til gullverðlauna í liðakeppni kvenna í fimleikum á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. 27. júlí 2021 13:12 Biles átti ekki sinn besta dag Bandaríska fimleikastjarnan Simone Biles hefur átt betri daga í fimleikasalnum en hún átti í undanúrslitum á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. Þrátt fyrir það komst hún í úrslit í fimm greinum. 25. júlí 2021 13:30 Biles negldi hættulegt stökk á æfingu sem þjálfarinn vill síður sjá í Tókýó Fimleikastjarnan Simone Biles sást framkvæma sögulegt stökk á æfingu bandaríska fimleikalandsliðsins í Japan í gær. Liðið æfir fyrir Ólympíuleikana sem settir voru í gær en þjálfari Biles er ekki spenntur fyrir að hún framkvæmi stökkið á leikunum. 24. júlí 2021 07:01 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Fleiri fréttir Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Sjá meira
Biles dró sig úr keppni eftir fyrstu grein þegar Bandaríkin voru meðal keppnisþjóða í liðakeppni í áhaldafimleikum á Ólympíuleikunum í morgun. Hún táraðist þegar hún útskýrði ákvörðun sína fyrir fjölmiðlum eftir keppni þar sem hún vísaði í andlegt álag. „Þegar þú lendir í aðstæðum mikils álags áttu til að fríka út,“ sagði Biles. „Ég þarf að einblína á mína andlegu heilsu og ekki setja heilsu mína og vellíðan í hættu,“ „Við þurfum að vernda líkama okkar og huga,“ bætti Biles við. „Það er rosalega erfitt að eiga í baráttu við hugann á sjálfum sér.“ Biles hyggst taka sér dagsfrí, fyrir líkama og sál, á morgun en fram undan eru fjórir keppnisdagar í kjölfarið, sá fyrsti á fimmtudag og svo frá sunnudegi til þriðjudags. Biles vildi ekki staðfesta við fjölmiðla ytra að hún tæki þátt þessa fjóra daga. — Simone Biles (@Simone_Biles) July 27, 2021 „Við munum taka þetta einn dag í einu. Ég veit að morgun er hálfur dagur, við fáum í það minnsta morguninn í frí. Svo það verður góð andleg hvíld. Við tökum stöðuna þá og sjáum hvað setur.“ hefur CNN eftir Biles. „Vonandi mun ég fara aftur út á gólfið og keppa í nokkrum greinum til viðbótar,“ sagði Biles. Biles hefur tryggt sér keppnisrétt í fjórum keppnisgreinum sem munu skiptast yfir áðurnefnda fjóra daga. Heildarkeppni kvenna fer fram á fimmtudag. Á sunnudag verður keppt bæði í stökki og á tvíslá, gólfæfingar eru á mánudag og keppni á jafnvægisslá fer fram á þriðjudag.
Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Rússar nýttu sér fjarveru Biles og unnu fyrsta gullið í 29 ár Rússar unnu til gullverðlauna í liðakeppni kvenna í fimleikum á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. 27. júlí 2021 13:12 Biles átti ekki sinn besta dag Bandaríska fimleikastjarnan Simone Biles hefur átt betri daga í fimleikasalnum en hún átti í undanúrslitum á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. Þrátt fyrir það komst hún í úrslit í fimm greinum. 25. júlí 2021 13:30 Biles negldi hættulegt stökk á æfingu sem þjálfarinn vill síður sjá í Tókýó Fimleikastjarnan Simone Biles sást framkvæma sögulegt stökk á æfingu bandaríska fimleikalandsliðsins í Japan í gær. Liðið æfir fyrir Ólympíuleikana sem settir voru í gær en þjálfari Biles er ekki spenntur fyrir að hún framkvæmi stökkið á leikunum. 24. júlí 2021 07:01 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Fleiri fréttir Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Sjá meira
Rússar nýttu sér fjarveru Biles og unnu fyrsta gullið í 29 ár Rússar unnu til gullverðlauna í liðakeppni kvenna í fimleikum á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. 27. júlí 2021 13:12
Biles átti ekki sinn besta dag Bandaríska fimleikastjarnan Simone Biles hefur átt betri daga í fimleikasalnum en hún átti í undanúrslitum á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. Þrátt fyrir það komst hún í úrslit í fimm greinum. 25. júlí 2021 13:30
Biles negldi hættulegt stökk á æfingu sem þjálfarinn vill síður sjá í Tókýó Fimleikastjarnan Simone Biles sást framkvæma sögulegt stökk á æfingu bandaríska fimleikalandsliðsins í Japan í gær. Liðið æfir fyrir Ólympíuleikana sem settir voru í gær en þjálfari Biles er ekki spenntur fyrir að hún framkvæmi stökkið á leikunum. 24. júlí 2021 07:01