Allt gekk á afturfótunum hjá YouTube-stjörnu við eldgosið Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 27. júlí 2021 15:04 Tom Scott átti ekki sjö dagana sæla í síðustu Íslandsheimsókn sinni. skjáskot Tom Scott, sem er með yfir fjórar milljónir áskrifenda á YouTube-rás sinni, hafði í hyggju að ná myndbandi af sér fyrir framan vígalega hrauná þegar hann kom til landsins. Hann bað ekki um mikið meira. Það gekk ekki jafn auðveldlega fyrir sig og hann hafði vonað og þylur hann upp hrakfallasögu sína í myndbandi sem birtist í gær og nálgast milljón áhorf óðfluga. Hann mætti brattur að Fagradalsfjalli í fylgd með Birni Steinbekk, drónamanni með meiru. Fyrr um daginn hafði verið bullandi virkni í gosinu en þegar kumpánarnir mættu á gosstað kom í ljós gosvirknin hafði fallið alveg niður og ekki vottur af kviku í sjónmáli. Þeir tóku þó engu að síður upp innslag við storknað en ylvolgt hraunið áður en þeir héldu til baka. Í leiðinni náðu þeir „kjánum“ að ganga ofan á hrauninu á upptöku (sem má sjá þegar um þrjár mínutur og tuttugu sekúndur eru liðnar af myndbandinu). Björn stakk upp á því að ganga aðra leið til baka, sem er mun torfærari og rann Tom nokkrum sinnum á rassinn í bröltinu. Fljótlega eftir að þeir komu í bæinn byrjaði að mælast gosvirkni á ný og ekki leið á löngu þar til að hraungusur fóru að sjást á vefmyndavélum. Þeir ákváðu því að bruna aftur rakleiðis að Fagradalsfjalli og leggja upp í göngu númer tvö þann daginn, þó Tom væri skiljanlega þreyttur eftir þá fyrri. Þegar þeir voru að nálgast gíginn skall á svartaþoka, svo það var ómögulegt að komast lengra, auk þess sem að vindáttin var að verða óhagstæð upp á gasmengun. Björn náði einhverjum drónaskotum af hrauninu í gígnum en Tom sá ekkert nema þoku og reyk. Hann eyddi samtals 7-8 klukkustundum bara í göngurnar þann daginn. En það var enn von, hann átti einhverja daga eftir á landinu og vonaðist til að geta allavega náð einni „túristaheimsókn“ að gosinu áður en hann færi. Þá fékk hann heiftarlega matareitrun, eftir upplifun af „mexíkansk-íslenskri matargerð“. Á lokadeginum var hann búinn að jafna sig, og ætlaði þá að reyna að ráðast í örsnögga göngu, þó það væri einungis til að ná einni mynd af sér með gosinu. En nei, þá hafði gosið þagnað á ný og Tom hélt daufur í dálkinn heim á leið. Eldgos í Fagradalsfjalli Íslandsvinir Grín og gaman Tengdar fréttir Er Kolbeinsey enn á sínum stað? Tom Scott, sem þekktur er fyrir YouTube-rás sína, veltir upp spurningunni í myndbandi sem hann birti í dag hvort Kolbeinsey, nyrsta eyja Íslands, sé enn á sínum stað. 17. ágúst 2020 21:47 Ótrúlegt að dróninn hafi lifað þetta af Myndir og myndbönd frá gosinu á Reykjanesskaga hafa vakið mikla athygli síðustu daga, bæði hér á landi og langt út fyrir landsteinana. Björn Steinbekk hefur farið tvær ferðir til að mynda gosið. 23. mars 2021 15:29 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Það gekk ekki jafn auðveldlega fyrir sig og hann hafði vonað og þylur hann upp hrakfallasögu sína í myndbandi sem birtist í gær og nálgast milljón áhorf óðfluga. Hann mætti brattur að Fagradalsfjalli í fylgd með Birni Steinbekk, drónamanni með meiru. Fyrr um daginn hafði verið bullandi virkni í gosinu en þegar kumpánarnir mættu á gosstað kom í ljós gosvirknin hafði fallið alveg niður og ekki vottur af kviku í sjónmáli. Þeir tóku þó engu að síður upp innslag við storknað en ylvolgt hraunið áður en þeir héldu til baka. Í leiðinni náðu þeir „kjánum“ að ganga ofan á hrauninu á upptöku (sem má sjá þegar um þrjár mínutur og tuttugu sekúndur eru liðnar af myndbandinu). Björn stakk upp á því að ganga aðra leið til baka, sem er mun torfærari og rann Tom nokkrum sinnum á rassinn í bröltinu. Fljótlega eftir að þeir komu í bæinn byrjaði að mælast gosvirkni á ný og ekki leið á löngu þar til að hraungusur fóru að sjást á vefmyndavélum. Þeir ákváðu því að bruna aftur rakleiðis að Fagradalsfjalli og leggja upp í göngu númer tvö þann daginn, þó Tom væri skiljanlega þreyttur eftir þá fyrri. Þegar þeir voru að nálgast gíginn skall á svartaþoka, svo það var ómögulegt að komast lengra, auk þess sem að vindáttin var að verða óhagstæð upp á gasmengun. Björn náði einhverjum drónaskotum af hrauninu í gígnum en Tom sá ekkert nema þoku og reyk. Hann eyddi samtals 7-8 klukkustundum bara í göngurnar þann daginn. En það var enn von, hann átti einhverja daga eftir á landinu og vonaðist til að geta allavega náð einni „túristaheimsókn“ að gosinu áður en hann færi. Þá fékk hann heiftarlega matareitrun, eftir upplifun af „mexíkansk-íslenskri matargerð“. Á lokadeginum var hann búinn að jafna sig, og ætlaði þá að reyna að ráðast í örsnögga göngu, þó það væri einungis til að ná einni mynd af sér með gosinu. En nei, þá hafði gosið þagnað á ný og Tom hélt daufur í dálkinn heim á leið.
Eldgos í Fagradalsfjalli Íslandsvinir Grín og gaman Tengdar fréttir Er Kolbeinsey enn á sínum stað? Tom Scott, sem þekktur er fyrir YouTube-rás sína, veltir upp spurningunni í myndbandi sem hann birti í dag hvort Kolbeinsey, nyrsta eyja Íslands, sé enn á sínum stað. 17. ágúst 2020 21:47 Ótrúlegt að dróninn hafi lifað þetta af Myndir og myndbönd frá gosinu á Reykjanesskaga hafa vakið mikla athygli síðustu daga, bæði hér á landi og langt út fyrir landsteinana. Björn Steinbekk hefur farið tvær ferðir til að mynda gosið. 23. mars 2021 15:29 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Er Kolbeinsey enn á sínum stað? Tom Scott, sem þekktur er fyrir YouTube-rás sína, veltir upp spurningunni í myndbandi sem hann birti í dag hvort Kolbeinsey, nyrsta eyja Íslands, sé enn á sínum stað. 17. ágúst 2020 21:47
Ótrúlegt að dróninn hafi lifað þetta af Myndir og myndbönd frá gosinu á Reykjanesskaga hafa vakið mikla athygli síðustu daga, bæði hér á landi og langt út fyrir landsteinana. Björn Steinbekk hefur farið tvær ferðir til að mynda gosið. 23. mars 2021 15:29