Innlent

Tveir íbúar á Hlíf smitaðir

Tryggvi Páll Tryggvason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa
Dvalarheimilið Hlíf er á Ísafirði.
Dvalarheimilið Hlíf er á Ísafirði. Vísir/Vilhelm

Tveir íbúar á Hlíf, íbúðakjarna fyrir aldraða á Ísafirði, hafa greinst með kórónuveiruna. Þetta staðfestir Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum, í samtali við fréttastofu.

Fimm dögum fyrir greiningu hafði fólkið verið sett í sóttkví í kjölfar smitrakningar, og þurftu því engir að fara í sóttkví eftir að fólkið greindist og engin þörf á smitrakningu, þar sem fyrir liggur hvernig smitið barst inn í íbúðakjarnann.

Báðir íbúarnir sem nú hafa greinst með smit eru bólusettir og segir Súsanna að þeir finni fyrir litlum einkennum að svo stöddu. Vel sé fylgst með ástandi þeirra, bæði á Hlíf og frá Covid-19 göngudeildinni á Landspítalanum.

Enginn annar íbúi á Hlíf er í sóttkví.


Tengdar fréttir

Veiran úti um allt samfélag, allt land og í öllum aldurshópum

Yfirlögregluþjónn almannavarna segir að í þessari fjórðu bylgju faraldurins smiti hver og einn fleiri út frá sér en áður. Smit sé nú komið um allt land og finnst í öllum aldurshópum. 88 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru 54 utan sóttkvíar við greiningu.

Þrettán starfsmenn Landspítala í einangrun með Covid-19

Á þriðja hundrað starfsmanna Landspítalans er í vinnusóttkví og talið er að þeim muni fjölga nokkuð í dag. Nú liggja þrír inni á spítala með virkt Covid-smit en einn inniliggjandi sjúklingur greindist smitaður af veirunni í dag. 

71 greindist smitaður af Covid-19 í gær

Í gær greindist 71 innanlands með Covid-19. Þar af voru 53 fullbólusettir og 16 óbólusettir. 46 voru utan sóttkvíar við greiningu. Tveir eru á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins og hefur fækkað um tvo á milli daga. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×