Hert á reglum um sóttkví Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. júlí 2021 12:10 Kamilla Sigríður segir fjölgun smita mikið áhyggjuefni. Hert verður á reglum um sóttkví sem verða þá eins og þær voru áður en bólusetningar hófust hér á landi. Ekki verður lengur tekið tillit til þess hvort útsettur einstaklingur sé bólusettur eða ekki, segir sérfræðingur á sóttvarnarsviði embættis landlæknis. Dregið var úr skilyrðum um sóttkví í byrjun mánaðar og gert að matsatriði hverju sinni hvort bólusettur einstaklingur þurfi að fara í sóttkví eða ekki. Embætti landlæknis hyggst hins vegar uppfæra þær leiðbeiningar í dag í ljósi mikillar fjölgunar kórónuveirusmita undanfarna daga. 71 greindist með kórónuveiruna í gær, þar af voru 54 utan sóttkvíar. Tveir eru á sjúkrahúsi. „Við höfum verið með þrengri skilgreiningar á því hverjir þurfa að fara í sóttkví vegna þess hversu vel bólusett við erum. En við ætlum að skoða það að fara bara aftur til fyrri viðmiða með það og taka þá ekki lengur bólusetningarnar með eins og við gerðum lengi framan af þegar bólusetningarnar byrjuðu,” segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, sérfræðingur á sóttvarnasviði embættis læknis. Þannig þurfti bólusettur almenningur og ferðamenn á heimili með aðila í sóttkví ekki að vera í sóttkví. Við minniháttar útsetningu, s.s. ef samstarfsmaður er smitaður eða samferðamaður á ferðalagi, má í stað sóttkvíar beita smitgát í 14 daga. Smitgát þýðir að hafa eftirlit með einkennum og ekki umgangast viðkvæma einstaklinga. „Einstaklingar sem eru í sama heimili og einhver sem er smitaður, eða kunningjar, einstaklingar sem hafa verið saman að skemmta sér eða á sömu skemmtistöðunum eða á ferðalagi erlendis í sama hópi og svo framvegis,“ segir Kamilla. Hins vegar verða ekki gerðar breytingar á lengd sóttkvíar sem stendur. „Við höfum í rauninni bara góða reynslu af því að nota sjö daga sýnatöku í lokin. Við höfum ekki fengið vísbendingar um að það þurfi að endurskoða en við verðum áfram með vakandi auga fyrir því hvort það fari að koma upp smit eftir að sóttkví hjá einstaklingi er lokið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins Sjá meira
Dregið var úr skilyrðum um sóttkví í byrjun mánaðar og gert að matsatriði hverju sinni hvort bólusettur einstaklingur þurfi að fara í sóttkví eða ekki. Embætti landlæknis hyggst hins vegar uppfæra þær leiðbeiningar í dag í ljósi mikillar fjölgunar kórónuveirusmita undanfarna daga. 71 greindist með kórónuveiruna í gær, þar af voru 54 utan sóttkvíar. Tveir eru á sjúkrahúsi. „Við höfum verið með þrengri skilgreiningar á því hverjir þurfa að fara í sóttkví vegna þess hversu vel bólusett við erum. En við ætlum að skoða það að fara bara aftur til fyrri viðmiða með það og taka þá ekki lengur bólusetningarnar með eins og við gerðum lengi framan af þegar bólusetningarnar byrjuðu,” segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, sérfræðingur á sóttvarnasviði embættis læknis. Þannig þurfti bólusettur almenningur og ferðamenn á heimili með aðila í sóttkví ekki að vera í sóttkví. Við minniháttar útsetningu, s.s. ef samstarfsmaður er smitaður eða samferðamaður á ferðalagi, má í stað sóttkvíar beita smitgát í 14 daga. Smitgát þýðir að hafa eftirlit með einkennum og ekki umgangast viðkvæma einstaklinga. „Einstaklingar sem eru í sama heimili og einhver sem er smitaður, eða kunningjar, einstaklingar sem hafa verið saman að skemmta sér eða á sömu skemmtistöðunum eða á ferðalagi erlendis í sama hópi og svo framvegis,“ segir Kamilla. Hins vegar verða ekki gerðar breytingar á lengd sóttkvíar sem stendur. „Við höfum í rauninni bara góða reynslu af því að nota sjö daga sýnatöku í lokin. Við höfum ekki fengið vísbendingar um að það þurfi að endurskoða en við verðum áfram með vakandi auga fyrir því hvort það fari að koma upp smit eftir að sóttkví hjá einstaklingi er lokið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins Sjá meira