Aftur svekkjandi eins marks tap hjá lærisveinum Arons Kristjáns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2021 12:07 Það hefur verið mikil spenna í fyrstu tveimur leikjum Barein á Ólympíuleikunum. Hér reynir Aron Kristjánsson að koma skilboðum inn á völlinn á meðan varmannabekkur hans fagnar marki. EPA-EFE/WU HONG Lærisveinar Arons Kristjánssonar í Barein voru nálægt því að vinna sinn fyrsta leik í handboltakeppninni á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. Barein var yfir stóran hluta leiksins á móti Portúgal en varð á endanum að sætta sig við eins marks tap, 25-26. Barein tapaði fyrsta leik sínum í keppninni með einu marki á móti Svíum og þetta var því annað nauma tapið í röð. Portúgal var að vinna sinn fyrsta leik á mótinu. First Olympic win for Portugal! Portugal take their first victory at their debut Games after a close battle to the buzzer versus Bahrain #Olympics #Tokyo2020 pic.twitter.com/8YsBtSMKdE— International Handball Federation (@ihf_info) July 26, 2021 Mohamed Ahmed var markahæstur hjá Barein með átta mörk en Husain Alsayyad skoraði sex mörk. Alsayyad skoraði úr öllum skotum sínum í fyrri hálfleik en klikkaði á öllum skotunum í þeim síðari. Ahmed fékk tækifæri til að jafna metin í lokin en skaut þá í söng úr vítakasti. Barein liðið lenti undir í byrjun en komst yfir um miðjan fyrri hálfleik og var einu marki yfir í hálfleik, 15-14. Husain Alsayyad skoraði sex mörk úr sex skotum í fyrri hálfleiknum. Barein náði tveggja marka forystu í seinni hálfleiknum en Portúgalar hleyptu þeim ekki lengra frá sér. Portúgalar náðu síðan að jafna og loks komast yfir, 26-25, með marki úr hraðaupphlaupi þegar ein mínúta var eftir. Aron tók þá leikhlé og setti upp síðustu fjörutíu sekúndur leiksins. Barein fékk vítakast tuttugu sekúndum fyrir leikslok en skutu í stöng. Portúgalar fengu boltann og héldu forystu sinni út leikinn. Handbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Sjá meira
Barein var yfir stóran hluta leiksins á móti Portúgal en varð á endanum að sætta sig við eins marks tap, 25-26. Barein tapaði fyrsta leik sínum í keppninni með einu marki á móti Svíum og þetta var því annað nauma tapið í röð. Portúgal var að vinna sinn fyrsta leik á mótinu. First Olympic win for Portugal! Portugal take their first victory at their debut Games after a close battle to the buzzer versus Bahrain #Olympics #Tokyo2020 pic.twitter.com/8YsBtSMKdE— International Handball Federation (@ihf_info) July 26, 2021 Mohamed Ahmed var markahæstur hjá Barein með átta mörk en Husain Alsayyad skoraði sex mörk. Alsayyad skoraði úr öllum skotum sínum í fyrri hálfleik en klikkaði á öllum skotunum í þeim síðari. Ahmed fékk tækifæri til að jafna metin í lokin en skaut þá í söng úr vítakasti. Barein liðið lenti undir í byrjun en komst yfir um miðjan fyrri hálfleik og var einu marki yfir í hálfleik, 15-14. Husain Alsayyad skoraði sex mörk úr sex skotum í fyrri hálfleiknum. Barein náði tveggja marka forystu í seinni hálfleiknum en Portúgalar hleyptu þeim ekki lengra frá sér. Portúgalar náðu síðan að jafna og loks komast yfir, 26-25, með marki úr hraðaupphlaupi þegar ein mínúta var eftir. Aron tók þá leikhlé og setti upp síðustu fjörutíu sekúndur leiksins. Barein fékk vítakast tuttugu sekúndum fyrir leikslok en skutu í stöng. Portúgalar fengu boltann og héldu forystu sinni út leikinn.
Handbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Sjá meira