Þrettán ára gömul með Ólympíugull Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2021 09:01 Momiji Nishiya sýnir gullverðlaunin sem hún vann í nótt. AP/Ben Curtis Japanska hjólabrettakonan Nishiya Momiji vann í nótt Ólympíugull í götukeppni á hjólabrettum á Ólympíuleikunum í Tókýó. Heimakonan hafði betur eftir mikla baráttu við hina brasilísku Rayssu Leal. Momiji endaði með 15,26 stig en Leal varð önnur með 14,64 stig. Þetta er í fyrsta sinn sem keppt er á hjólabrettum á Ólympíuleikum en það var ekki það eina sögulega við keppnina. THIRTEEN YEAR OLDS on the podium Momiji Nishiya and Rayssa Leal took home Gold and Silver in the women s street finals! pic.twitter.com/tgrcKxnIY5— SportsCenter (@SportsCenter) July 26, 2021 Það sem vekur nefnilega sérstaka athygli er að gull og silfurverðlaunahafarnir eru báðar bara þrettán ára gamlar. Nishiya Momiji er fædd 30. ágúst 2007 og er því komin með Ólympíugull um hálsinn aðeins þrettán ára og 330 daga gömul. Rayssa Leal er fædd í janúar 2008 og er því enn yngri. Momiji er þriðji yngsti gullverðlaunahafi á Ólympíuleikunum frá upphafi. Metið á ennþá hin bandaríska Marjorie Gestring sem vann gull í dýfingum á Ólympíuleikunum í Berlín 1936 þá aðeins 13 ára og 267 daga gömul eða 63 dögum yngri en Nishiya. She's 13 years old. She's a skateboarder. And she's an Olympic gold medalist. Momiji Nishiya of Japan takes in the women's street final at #Tokyo2020. https://t.co/AXfeHMXiAz— The New York Times (@nytimes) July 26, 2021 Momiji hafði unnið silfur á heimsmeistaramótinu en heimsmeistarinn, Aori Nishimura, varð bara áttunda í úrslitunum í nótt. Hún er nítján ára gömul. Rayssa Leal fékk brons á HM. Funa Nakayama frá Japan, sem er sextán ára, var efst eftir undanrásirnar en varð að sætta sig við að fá bronsverðlaunin. Nishiya kláraði sínar æfingar á undan og þær Rayssa og Funa fengu því tækifæri til að komast upp fyrir hana í lokatilraun sinni. Rayssa datt í sinni æfingu og Funa gerði líka mistök. Á pallinum voru því tvær þrettán ára stelpur og ein sextán ára. Meðalaldur verðlaunahafa í greininni var því aðeins fjórtán ár. Momiji Nishiya wins the first #gold in women's #skateboarding.She s only 13. #Olympics #Tokyo2020 pic.twitter.com/c1Q4Iq0KKw— (@ayshardzn) July 26, 2021 Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Japan Hjólabretti Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Sjá meira
Heimakonan hafði betur eftir mikla baráttu við hina brasilísku Rayssu Leal. Momiji endaði með 15,26 stig en Leal varð önnur með 14,64 stig. Þetta er í fyrsta sinn sem keppt er á hjólabrettum á Ólympíuleikum en það var ekki það eina sögulega við keppnina. THIRTEEN YEAR OLDS on the podium Momiji Nishiya and Rayssa Leal took home Gold and Silver in the women s street finals! pic.twitter.com/tgrcKxnIY5— SportsCenter (@SportsCenter) July 26, 2021 Það sem vekur nefnilega sérstaka athygli er að gull og silfurverðlaunahafarnir eru báðar bara þrettán ára gamlar. Nishiya Momiji er fædd 30. ágúst 2007 og er því komin með Ólympíugull um hálsinn aðeins þrettán ára og 330 daga gömul. Rayssa Leal er fædd í janúar 2008 og er því enn yngri. Momiji er þriðji yngsti gullverðlaunahafi á Ólympíuleikunum frá upphafi. Metið á ennþá hin bandaríska Marjorie Gestring sem vann gull í dýfingum á Ólympíuleikunum í Berlín 1936 þá aðeins 13 ára og 267 daga gömul eða 63 dögum yngri en Nishiya. She's 13 years old. She's a skateboarder. And she's an Olympic gold medalist. Momiji Nishiya of Japan takes in the women's street final at #Tokyo2020. https://t.co/AXfeHMXiAz— The New York Times (@nytimes) July 26, 2021 Momiji hafði unnið silfur á heimsmeistaramótinu en heimsmeistarinn, Aori Nishimura, varð bara áttunda í úrslitunum í nótt. Hún er nítján ára gömul. Rayssa Leal fékk brons á HM. Funa Nakayama frá Japan, sem er sextán ára, var efst eftir undanrásirnar en varð að sætta sig við að fá bronsverðlaunin. Nishiya kláraði sínar æfingar á undan og þær Rayssa og Funa fengu því tækifæri til að komast upp fyrir hana í lokatilraun sinni. Rayssa datt í sinni æfingu og Funa gerði líka mistök. Á pallinum voru því tvær þrettán ára stelpur og ein sextán ára. Meðalaldur verðlaunahafa í greininni var því aðeins fjórtán ár. Momiji Nishiya wins the first #gold in women's #skateboarding.She s only 13. #Olympics #Tokyo2020 pic.twitter.com/c1Q4Iq0KKw— (@ayshardzn) July 26, 2021
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Japan Hjólabretti Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni