Innlent

Grunur um að nokkrir hafi sýkst tvisvar af Covid-19 hér á landi

Eiður Þór Árnason skrifar
Tilvikin eru nú rannsökuð af vísindamönnum við Landspítalann.
Tilvikin eru nú rannsökuð af vísindamönnum við Landspítalann. Vísir/Vilhelm

Grunur er um að þrír til fjórir einstaklingar hér á landi hafi sýkst af Covid-19 í annað sinn. Eru tilvikin nú til rannsóknar hjá vísindamönnum Landspítalans. Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar segir að smit virðist almennt vera mun útbreiddari í samfélaginu nú en í fyrri bylgjum.

Már Kristjánsson yfirlæknir greindi frá þessu í kvöldfréttum RÚV en hann vildi að öðru leyti lítið tjá sig um hinar mögulegu endursýkingar. Már segir eina mestu ógnina núna vera veikindi og sýkingar innan stórra hópa í stofnunum og fyrirtækjum sem geti sett starfsemi þeirra í uppnám.

Þá sé ógnvekjandi að dæmi séu um að einstaklingar með krabbamein í blóðlíffærum hafi átt í vandræðum með að komast yfir Covid-19 sýkingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×